NBA í nótt: Spurs í metaham og Miami á toppinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. apríl 2014 09:05 San Antonio vann sinn átjánda leik í röð í NBA-deildinni í nótt og jafnaði þar með félagsmet.San Antonio vann Indiana, 103-77, en bæði lið eru meðal þeirra bestu í deildinni. Indiana hefur þó átt erfitt uppdráttar að undanförnu en liðið vann aðeins átta af sautján leikjum sínum í síðasta mánuði.Tony Parker skoraði 22 stig fyrir Spurs og Boris Diaw bætti við fjórtán en með sigrinum jafnaði félagið átján ára gamalt met.Paul George skoraði sextán stig fyrir Indiana sem hefur tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum og misst toppsæti austurdeildarinnar til meistaranna í Miami Heat.Miami vann Toronto, 93-83. LeBron James var með 32 stig, Chris Bosh átján og þá átti Chris Andersen góðan leik en hann var með þrettán stig og nýtti öll fimm skot sín í leiknum. Þetta er í fyrsta sinn á tímabilinu sem Miami er í efsta sæti austurdeildarinnar.Charlotte vann Washington, 100-94, og kom í veg fyrir að síðarnefnda liðið tryggði sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í sex ár. Aðeins þrjú lið hafa beðið lengur eftir leik í úrslitakeppni en Wizards er í sjötta sæti austurdeildarinnar og er með sæti í úrslitakeppninni innan seilingar.Kemba Walker (21/10 stoðs.) og Al Jefferson (19/11 frák.) voru báðir með tvöfalda tvennu fyrir Charlotte sem var ellefu stigum undir í fjórða leikhluta.Atlanta vann loksins sigur er liðið hafði betur gegn Philadelphia, 103-95. Atlanta hafði tapað sex leikjum í röð og heldur liðið í áttunda sæti austurdeildarinnar með naumindum. Atlanta hefur aðeins unnið sjö af síðustu 27 leikjum sínum en New York hefur verið á fínum spretti og vann Utah í nótt, 92-83. Knicks er þó enn í níunda sætinu og útlit fyrir spennandi baráttu liðanna á lokasprettinum. Spennan í sömu baráttu vestanmegin er ekki minni en Dallas, Memphis og Phoenix eru hnífjöfn í 7.-9. sæti deildarinnar. Memphis vann góðan sigur á Denver í nótt, 94-92, en hin tvö liðin spiluðu ekki í nótt.Úrslit næturinnar: Charlotte - Washington 100-94 Indiana - San Antonio 77-103 Atlanta - Philadelphia 103-95 Detroit - Milwaukee 116-111 Miami - Toronto 93-83 Chicago - Boston 94-80 Minnesota - LA Clippers 104-114 New Orleans - Sacramento 97-102 Denver - Memphis 92-94 Utah - New York 83-92 NBA Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Sjá meira
San Antonio vann sinn átjánda leik í röð í NBA-deildinni í nótt og jafnaði þar með félagsmet.San Antonio vann Indiana, 103-77, en bæði lið eru meðal þeirra bestu í deildinni. Indiana hefur þó átt erfitt uppdráttar að undanförnu en liðið vann aðeins átta af sautján leikjum sínum í síðasta mánuði.Tony Parker skoraði 22 stig fyrir Spurs og Boris Diaw bætti við fjórtán en með sigrinum jafnaði félagið átján ára gamalt met.Paul George skoraði sextán stig fyrir Indiana sem hefur tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum og misst toppsæti austurdeildarinnar til meistaranna í Miami Heat.Miami vann Toronto, 93-83. LeBron James var með 32 stig, Chris Bosh átján og þá átti Chris Andersen góðan leik en hann var með þrettán stig og nýtti öll fimm skot sín í leiknum. Þetta er í fyrsta sinn á tímabilinu sem Miami er í efsta sæti austurdeildarinnar.Charlotte vann Washington, 100-94, og kom í veg fyrir að síðarnefnda liðið tryggði sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í sex ár. Aðeins þrjú lið hafa beðið lengur eftir leik í úrslitakeppni en Wizards er í sjötta sæti austurdeildarinnar og er með sæti í úrslitakeppninni innan seilingar.Kemba Walker (21/10 stoðs.) og Al Jefferson (19/11 frák.) voru báðir með tvöfalda tvennu fyrir Charlotte sem var ellefu stigum undir í fjórða leikhluta.Atlanta vann loksins sigur er liðið hafði betur gegn Philadelphia, 103-95. Atlanta hafði tapað sex leikjum í röð og heldur liðið í áttunda sæti austurdeildarinnar með naumindum. Atlanta hefur aðeins unnið sjö af síðustu 27 leikjum sínum en New York hefur verið á fínum spretti og vann Utah í nótt, 92-83. Knicks er þó enn í níunda sætinu og útlit fyrir spennandi baráttu liðanna á lokasprettinum. Spennan í sömu baráttu vestanmegin er ekki minni en Dallas, Memphis og Phoenix eru hnífjöfn í 7.-9. sæti deildarinnar. Memphis vann góðan sigur á Denver í nótt, 94-92, en hin tvö liðin spiluðu ekki í nótt.Úrslit næturinnar: Charlotte - Washington 100-94 Indiana - San Antonio 77-103 Atlanta - Philadelphia 103-95 Detroit - Milwaukee 116-111 Miami - Toronto 93-83 Chicago - Boston 94-80 Minnesota - LA Clippers 104-114 New Orleans - Sacramento 97-102 Denver - Memphis 92-94 Utah - New York 83-92
NBA Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Sjá meira