Tollakerfið er gert til að vernda íslenska verslun Jón Þór Helgason skrifar 15. apríl 2014 15:19 Ég er mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Áhugi minn stafar af því að mig langar að sjá okkar samfélag verða betra. Umræðan um þjóðfélagsmál á að vera um kosti og galla, um langtímaáhrif og markmið. Umræðunni hér á landi er undantekningarlaust snúið í allt aðra átt af hagsmunaaðilum. Umræðan um tollamál er gott dæmi um þetta. Undanfarna mánuði hafa verið margar greinar og fréttir skrifaðar um tollamál hér á landi og snúast þær flestallar um tolla á landbúnaðarvörum. Það er lítil umræða um 15% toll á öllum fatnaði og 10% toll á byggingarvörum. Sumir flokkar innihalda einnig vörugjöld, sjónvörp bera 7,5% toll og 25% vörugjöld, varahlutir í bíla bera 15% vörugjöld, og hlutir eins og boddýhlutir 7,5% toll og 15% vörugjöld. Það er margt annað sem hægt væri að telja upp. En hvað eru vörugjöld? Vörugjöld eru innheimt af innlendum framleiðendum en tollur og vörugjöld eru innheimt af innfluttum vörum. Fyrir þær vörur sem ekki eru framleiddar á Íslandi, eins og varahlutir í bíla eða sjónvörp, eru innheimt bæði tollur og vörugjöld og því má líta á vörugjöldin sem toll á innflutning, því mér vitandi eru engar íslenskar framleiðsluvörur með vörugjöldum. Síðasta áratug hefur netverslun aukist mikið, flutningar eru orðnir ódýrari og erlend verslun aðgengilegri fyrir almenning. Afar auðvelt er að panta vörur á netinu og láta senda þær heim til sín. Það sem takmarkar neytendur í að versla á netinu er tollakerfið. Þegar neytandinn kaupir vörur á netinu þarf hann að greiða álagningu erlends seljenda og síðan virðisaukaskatt viðkomandi lands. Flutningskostnaður er lagður við og síðan eru tollar og vörugjöld reiknuð af því. Að endingu er lagður á virðisaukaskattur, hér á landi. Sam sagt, innkaupaverð neytandans er fullt verð í búð erlendis auk sömu gjalda og sömu tolla og innflytjendur greiða almennt og virðisaukaskattur er greiddur tvisvar sinnum, þ.e. í báðum löndum. Afleiðingin er sú að varan meira en tvöfaldast í verði frá því að kaupmaðurinn erlendis skilar af sér vörunni og fær sitt fyrir viðskiptin, þar til að hún er kominn inní hús hjá íslenskum neytanda. Hér borgar verslunin vissulega tolla og vörugjöld af vörum. En þá er það gert af vörum sem koma hingað á heildsöluverði, sem er mun lægra en útsöluverð úr búð erlendis. Flutningarnir eru mun hagstæðari ef þú flytur inn mikið magn heldur en eitt eintak eins og einstaklingar gera sem flytja inn fyrir sjálfan sig. Hér á landi eru sjónvörp allt að þvi 100% dýrari en í Bretlandi. Ástæðan er tollar og mun hærri álaging hér á landi í krónutölu og í prósentum, allt að tvisvar sinnum hærri. Margar vörur sem við framleiðum ekki eru mun dýrari hér, til að mynda fatnaður og bílavarahlutir. Verslunin hefur engan áhuga á að breyta þessu. Verslunin vill hafa tolla og vörugjöld, því að tollarnir koma í veg fyrir samkeppni erlendis frá. Þess vegna getur verslunin leyft sér hærri álagningu og minni samkeppni. Þess vegna er álagning hér á landi mun hærri en gengur og gerist annars staðar. Framleiðsluvirði íslensks landbúnaðar frá bændum var um 60 milljarðar á síðasta ári, en til samanburðar var velta þriggja stærstu heildsalanna, Innes, 1912 og Íslensk-Ameríska, um 19 milljarðar árið 2010. Því er eftir töluverðu að slægjast við að fella niður innflutningstolla af landbúnaðarvörum. Heildsalarnir fá meira að segja stuðning frá háskólasamfélaginu í málflutningi sínum, en enginn vill hreyfa við versluninni. Félag atvinnurekenda hefur að undanförnu lagt áherslu á að lækka tolla, en einungis á landbúnaðarvörum, ekki á innfluttum vörum. Auðvitað er ekki hægt að ætlast til af þeim að að berjast fyrir bættum hag neytenda enda er það ekki þeirra hagsmunahópur.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Ég er mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Áhugi minn stafar af því að mig langar að sjá okkar samfélag verða betra. Umræðan um þjóðfélagsmál á að vera um kosti og galla, um langtímaáhrif og markmið. Umræðunni hér á landi er undantekningarlaust snúið í allt aðra átt af hagsmunaaðilum. Umræðan um tollamál er gott dæmi um þetta. Undanfarna mánuði hafa verið margar greinar og fréttir skrifaðar um tollamál hér á landi og snúast þær flestallar um tolla á landbúnaðarvörum. Það er lítil umræða um 15% toll á öllum fatnaði og 10% toll á byggingarvörum. Sumir flokkar innihalda einnig vörugjöld, sjónvörp bera 7,5% toll og 25% vörugjöld, varahlutir í bíla bera 15% vörugjöld, og hlutir eins og boddýhlutir 7,5% toll og 15% vörugjöld. Það er margt annað sem hægt væri að telja upp. En hvað eru vörugjöld? Vörugjöld eru innheimt af innlendum framleiðendum en tollur og vörugjöld eru innheimt af innfluttum vörum. Fyrir þær vörur sem ekki eru framleiddar á Íslandi, eins og varahlutir í bíla eða sjónvörp, eru innheimt bæði tollur og vörugjöld og því má líta á vörugjöldin sem toll á innflutning, því mér vitandi eru engar íslenskar framleiðsluvörur með vörugjöldum. Síðasta áratug hefur netverslun aukist mikið, flutningar eru orðnir ódýrari og erlend verslun aðgengilegri fyrir almenning. Afar auðvelt er að panta vörur á netinu og láta senda þær heim til sín. Það sem takmarkar neytendur í að versla á netinu er tollakerfið. Þegar neytandinn kaupir vörur á netinu þarf hann að greiða álagningu erlends seljenda og síðan virðisaukaskatt viðkomandi lands. Flutningskostnaður er lagður við og síðan eru tollar og vörugjöld reiknuð af því. Að endingu er lagður á virðisaukaskattur, hér á landi. Sam sagt, innkaupaverð neytandans er fullt verð í búð erlendis auk sömu gjalda og sömu tolla og innflytjendur greiða almennt og virðisaukaskattur er greiddur tvisvar sinnum, þ.e. í báðum löndum. Afleiðingin er sú að varan meira en tvöfaldast í verði frá því að kaupmaðurinn erlendis skilar af sér vörunni og fær sitt fyrir viðskiptin, þar til að hún er kominn inní hús hjá íslenskum neytanda. Hér borgar verslunin vissulega tolla og vörugjöld af vörum. En þá er það gert af vörum sem koma hingað á heildsöluverði, sem er mun lægra en útsöluverð úr búð erlendis. Flutningarnir eru mun hagstæðari ef þú flytur inn mikið magn heldur en eitt eintak eins og einstaklingar gera sem flytja inn fyrir sjálfan sig. Hér á landi eru sjónvörp allt að þvi 100% dýrari en í Bretlandi. Ástæðan er tollar og mun hærri álaging hér á landi í krónutölu og í prósentum, allt að tvisvar sinnum hærri. Margar vörur sem við framleiðum ekki eru mun dýrari hér, til að mynda fatnaður og bílavarahlutir. Verslunin hefur engan áhuga á að breyta þessu. Verslunin vill hafa tolla og vörugjöld, því að tollarnir koma í veg fyrir samkeppni erlendis frá. Þess vegna getur verslunin leyft sér hærri álagningu og minni samkeppni. Þess vegna er álagning hér á landi mun hærri en gengur og gerist annars staðar. Framleiðsluvirði íslensks landbúnaðar frá bændum var um 60 milljarðar á síðasta ári, en til samanburðar var velta þriggja stærstu heildsalanna, Innes, 1912 og Íslensk-Ameríska, um 19 milljarðar árið 2010. Því er eftir töluverðu að slægjast við að fella niður innflutningstolla af landbúnaðarvörum. Heildsalarnir fá meira að segja stuðning frá háskólasamfélaginu í málflutningi sínum, en enginn vill hreyfa við versluninni. Félag atvinnurekenda hefur að undanförnu lagt áherslu á að lækka tolla, en einungis á landbúnaðarvörum, ekki á innfluttum vörum. Auðvitað er ekki hægt að ætlast til af þeim að að berjast fyrir bættum hag neytenda enda er það ekki þeirra hagsmunahópur.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar