Adam Silver sem tók við stöðu framkvæmdarstjóra NBA-deildarinnar af David Stern í vetur er opinn fyrir hugmyndinni að hrista upp í úrslitakeppninni eins og hún er í dag. Mikið hefur verið rætt um uppsetningu úrslitakeppninnar undanfarið.
Staðan er sú að Phoenix Suns munu líklega ekki komast í úrslitakeppnni Vesturdeildarinnar þrátt fyrir að hafa unnið 47 leiki á tímabilinu. Á sama tíma tryggði Atlanta Hawks sæti sitt í nótt í úrslitakeppni Austurdeildarinnar þrátt fyrir að vera með neikvætt sigurhlutfall. Væri Phoenix í Austurdeildinni sæti liðið í fjórða sæti.
Rætt hefur verið að eyða kerfinu sem skiptir liðunum í tvær mismunandi deildir, þess í stað verði það einfaldlega liðin með besta árangurinn sem fái sæti í úrslitakeppninni.
"Hvort það verði breyting á kerfinu veit ég ekki en við munum vissulega líta á þetta. Þegar deildirnar voru skipulagðar á sínum tíma voru samgöngur erfiðari, það er auðveldara fyrir lið að fljúga milli staða núna. Þessvegna skiptum við í 2-2-1-1-1 kerfið í úrslitaleiknum sjálfum," sagði Silver.
Adam Silver opinn fyrir breytingum
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið



Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“
Íslenski boltinn







Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp
Fótbolti