Opið bréf til Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra í Kópavogi Fjóla Þorvaldsdóttir skrifar 25. apríl 2014 15:00 Kæri Ármann Ég gladdist mjög þegar ég las grein þína í nýútkomnu málgagni flokks þíns Vogar. Þú segir þar m.a. „Á vegum bæjarins er nú verið að vinna tillögur sem hafa það að markmiði að fjölga fagmenntuðu fólki í leikskólum bæjarins. Það verður ekki gert nema með því að bæta starfsumhverfi á leikskólunum. Við munum því næsta kjörtímabil tryggja það að kjör á leikskólum í Kópavogi standist allan samanburð við önnur sveitafélög og auka svigrúm til faglegs undirbúnings og eftirfylgni í leikskólunum. Markmið til lengri tíma er að fjölga leikskólakennurum.“ Mig langar bara til þess að minna þig á að ef þú í alvöru hefur þessi markmið þá eru samningar leikskólakennara lausir frá 30. apríl nk. svo nú er lag að vinna markvisst að því að bæta laun og starfskjör leikskólakennara. Þú segist ætla að leggja þitt á vogarskálarnar til þess að gera starf leikskólakennara eftirsóknarvert svo verð ég ekki bara að treysta því að þú sem bæjarstjóri næststærsta sveitarfélagsins í landinu ýtir duglega við samninganefnd sveitarfélaganna. Leik- og grunnskólar í Kópavogi eru góðir skólar, það sýna niðurstöður kannanna vel. Flokkur þinn hefur það að markmiði að tryggja skólunum góða umgjörð, það er vel, en að mínu mati liggja gæði skólastarfsins ekki hvað síst í vel menntuðum kennurum. Kennurum sem eru sérfræðingar á sínu sviði og eiga að fá laun í samræmi við menntun sína. Þessa dagana eru grunnskólakennarar að greiða atkvæði um tímabundna vinnustöðvun til þess að leggja áherslu á launaleiðréttingar sínar. Ég trúi því varla að flokkur þinn með þessi góðu markmið ætli að láta það viðgangast að grunnskólakennarar þurfi að beita verkfallsvopni sínu til þess að fá sanngjarnar leiðréttingar á kjörum sínum. Já, nei það þýðir ekkert að segja íbúum Kópavogs það að börnin þeirra þurfi að vera án menntunnar í einhverja daga í maí vegna þess að samningsumboðið er hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Kópavogsbær á sýna fulltrúa í stjórn sambandsins og því í góðri aðstöðu. Þú vitnar í grein þinni í Vogum í margumtalaða Pisa rannsókn og hefur því kynnt þér hana vel. Þú veist því að kennarar hér á landi eru með lægstu laun í Evrópu og í engu samræmi við menntunarkröfur þær sem gerðar eru til starfsins. Innlendar launakannanir sýna einnig að kennarar eru hálfdrættingar í launum miðað við sérfræðinga á almennum vinnumarkaði. Það eru því öll rök sem styðja við það að hækka þurfi kennara verulega í launum. Það er mikið fagnaðarefni að framhaldsskólakennarar hafa samþykkt gerðan kjarasamning. Ég vona að þú Ármann sért sammála mér um það að það á ekki að borga kennurum minni laun fyrir að kenna minna fólki. Nám og kennsla er jafn dýrmæt á hvaða skólastigi sem hún er. Með sumarkveðju, Fjóla Þorvaldsdóttir, sérkennslustjóri í Kópavogi og varaformaður Félags leikskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri Ármann Ég gladdist mjög þegar ég las grein þína í nýútkomnu málgagni flokks þíns Vogar. Þú segir þar m.a. „Á vegum bæjarins er nú verið að vinna tillögur sem hafa það að markmiði að fjölga fagmenntuðu fólki í leikskólum bæjarins. Það verður ekki gert nema með því að bæta starfsumhverfi á leikskólunum. Við munum því næsta kjörtímabil tryggja það að kjör á leikskólum í Kópavogi standist allan samanburð við önnur sveitafélög og auka svigrúm til faglegs undirbúnings og eftirfylgni í leikskólunum. Markmið til lengri tíma er að fjölga leikskólakennurum.“ Mig langar bara til þess að minna þig á að ef þú í alvöru hefur þessi markmið þá eru samningar leikskólakennara lausir frá 30. apríl nk. svo nú er lag að vinna markvisst að því að bæta laun og starfskjör leikskólakennara. Þú segist ætla að leggja þitt á vogarskálarnar til þess að gera starf leikskólakennara eftirsóknarvert svo verð ég ekki bara að treysta því að þú sem bæjarstjóri næststærsta sveitarfélagsins í landinu ýtir duglega við samninganefnd sveitarfélaganna. Leik- og grunnskólar í Kópavogi eru góðir skólar, það sýna niðurstöður kannanna vel. Flokkur þinn hefur það að markmiði að tryggja skólunum góða umgjörð, það er vel, en að mínu mati liggja gæði skólastarfsins ekki hvað síst í vel menntuðum kennurum. Kennurum sem eru sérfræðingar á sínu sviði og eiga að fá laun í samræmi við menntun sína. Þessa dagana eru grunnskólakennarar að greiða atkvæði um tímabundna vinnustöðvun til þess að leggja áherslu á launaleiðréttingar sínar. Ég trúi því varla að flokkur þinn með þessi góðu markmið ætli að láta það viðgangast að grunnskólakennarar þurfi að beita verkfallsvopni sínu til þess að fá sanngjarnar leiðréttingar á kjörum sínum. Já, nei það þýðir ekkert að segja íbúum Kópavogs það að börnin þeirra þurfi að vera án menntunnar í einhverja daga í maí vegna þess að samningsumboðið er hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Kópavogsbær á sýna fulltrúa í stjórn sambandsins og því í góðri aðstöðu. Þú vitnar í grein þinni í Vogum í margumtalaða Pisa rannsókn og hefur því kynnt þér hana vel. Þú veist því að kennarar hér á landi eru með lægstu laun í Evrópu og í engu samræmi við menntunarkröfur þær sem gerðar eru til starfsins. Innlendar launakannanir sýna einnig að kennarar eru hálfdrættingar í launum miðað við sérfræðinga á almennum vinnumarkaði. Það eru því öll rök sem styðja við það að hækka þurfi kennara verulega í launum. Það er mikið fagnaðarefni að framhaldsskólakennarar hafa samþykkt gerðan kjarasamning. Ég vona að þú Ármann sért sammála mér um það að það á ekki að borga kennurum minni laun fyrir að kenna minna fólki. Nám og kennsla er jafn dýrmæt á hvaða skólastigi sem hún er. Með sumarkveðju, Fjóla Þorvaldsdóttir, sérkennslustjóri í Kópavogi og varaformaður Félags leikskólakennara
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun