Sport

Phelps var fljótur að bæta á sig aukakílóum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Phelps í lauginni í gær.
Michael Phelps í lauginni í gær. Vísir/Getty
Michael Phelps, einn sigursælasti sundkappi allra tíma, segir að áhyggjur af aukakílóunum hafi komið honum aftur af stað.

Phelps hætti eftir Ólympíuleikana í Lundúnum árið 2012 en fyrr í mánuðinum tilkynnti Phelps að hann ætlaði að byrja að keppa á nýjan leik.

„Aðalatriðið var að komast aftur í form,“ sagði Phelps við fjölmiðla. „Ég var 102 kg þegar ég var þyngstur en ég var 85 kg í London. Kílóin voru því fljót að koma,“ bætti hann við.

Phelps keppir í 100 m flugsundi á Mesa Grand Prix-mótinu í Airizona í dag en hann hefur ekkert gefið út um hvort hann ætli sér að komast í fremstu röð á ný fyrir Ólympíuleikana í Ríó árið 2016.

„Hann var í virkilega slæmu formi,“ sagði Bob Bowman, þjálfari Phelps, um skjólstæðing sinn. Bowman telur þó vel mögulegt fyrir Phelps að koma sér í sitt besta form á nýjan leik - hafi hann virkilegan áhuga á því.

„Ég er að gera þetta fyrir sjálfan mig,“ ítrekaði Phelps. „Það er svo ykkar skoðun hvort að ég sé ekki að ná nægilega góðum árangri.“


Tengdar fréttir

Phelps gæti synt á ÓL í Ríó

Sigursælasti íþróttamaður í sögu Ólympíuleikanna, sundkappinn Michael Phelps, er hugsanlega á leiðinni í laugina á nýjan leik.

Phelps snýr aftur í laugina

Michael Phelps, einn sigursælasti sundkappi sögunnar snýr aftur í laugina í næstu viku. Phelps sem hefur alls unnið til 22 verðlauna á Ólympíuleikunum mun taka þátt í keppni í Arizona um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×