Joakim Noah hefur verið frábær á tímabilinu og á mikinn þátt í því að Bulls vann 48 leiki og tryggði sér heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninni þrátt fyrir að leik nær allt tímabil án Derrick Rose og senda frá sér Luol Deng.
Joakim Noah kemst þar með í hóp með Michael Jordan sem var áður eini leikmaður Chicago Bulls (1988) sem hefur fengið þessi verðlaun.
Joakim Noah er akkeri Bulls-varnarinnar, sem er ein allra besta vörn NBA-deildarinnar, þar sem hann getur dekkað margar mismunandi gerðir leikmanna og valdað stór svæði í kringum körfuna.
Joakim Noah var með 12.6 stig, 11,3 fráköst og 5,4 stoðsendingar að meðaltali í leik.
