NBA: Þrír útisigrar á fyrsta degi úrslitakeppninnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. apríl 2014 10:00 Kevin Durant og Russell Westbrook. Vísir/AP Úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta hófst í nótt og það er óhætt að segja að minni spámennirnir hafi farið vel af stað því Toronto Raptors, Los Angeles Clippers og Indiana Pacers töpuðu öll á heimavelli. Oklahoma City Thunder var eina heimaliðið sem vann sinn leik en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst áfram í aðra umferð.Klay Thompson skoraði 22 stig og David Lee var með 20 stig fyrir Golden State Warriors sem vann 109-105 útsigur á Los Angeles Clippers. Blake Griffin og Chris Paul, lykilmenn Clippers, voru báðir í villuvandræðum í leiknum. Chris Paul skoraði samt 28 stig og J.J. Redick var með 22 stig. Griffin var með 16 stig en fékk sína sjöttu villu 48 sekúndum fyrir leikslok þegar staðan var jöfn. DeAndre Jordan skoraði 11 stig og tók 14 fráköst fyrir Clippers-liðið.Kevin Durant skoraði 13 af 33 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þar Oklahoma City Thunder vann 100-86 sigur á Memphis Grizzlies. Thunder-liðið var þar með eina heimaliðið sem vann sinn leik á degi 1 í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en liðið var næstum því búið að missa niður 25 stiga forskot þegar OKC-menn gáfu í og kláruðu leikinn með flottum lokaleikhluta. Russell Westbrook var með 23 stig og 10 fráköst og Serge Ibaka skoraði 17 stig og tók 9 fráköst fyrir Thunder-liðið. Zach Randolph var atkvæðamestur hjá Memphis með 21 stig og 11 fráköst.Jeff Teague setti nýtt persónulegt stigamet í úrslitakeppni þegar hann skoraði 28 stig fyrir Atlanta Hawks liðið sem vann 101-93 útisigur á Indiana Pacers. Paul Millsap var með 25 stig fyrir Atlanta sem var áttunda og síðasta liðið inn í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Paul George va atkvæðamestur hjá Indiana með 24 stig og 10 fráköst en Pacers-menn voru í vandræðum á síðustu vikunum fyrir úrslitakeppni. Hawks-liðið lagði grunninn að sigrinum með 14-0 spretti í þriðja leikhluta en umræddur Jeff Teague var þá með níu stig.Deron Williams og Joe Johnson skoruðu báðir 24 stig fyrir Brooklyn Nets sem vann 94-87 útisigur á Toronto Raptors en úrslitakeppni NBA-deildarinnar byrjaði að þessu sinni í Kanada. Paul Pierce skoraði 9 af 15 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Kyle Lowry skoraði mest fyrir Toronto eða 22 stig en Litháinn Jonas Valanciunas var með 17 stig og 18 fráköst. Valanciunas setti þarna nýtt Toronto-met í fráköstum í úrslitakeppni.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt og staðan í einvígunum: - Austurdeildin - Indiana Pacers (1) - (8) Atlanta Hawks 93-101 (0-1 fyrir Atlanta) Toronto Raptors (3) - (6) Brooklyn Nets 87-94 (0-1 fyrir Brooklyn) - Vesturdeildin - Oklahoma City Thunder (2) - (7) Memphis Grizzlies 100-86 (1-0 fyrir Oklahoma City) Los Angeles Clippers (3) - (6) Golden State Warriors 105-109 (0-1 fyrir Golden State) NBA Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta hófst í nótt og það er óhætt að segja að minni spámennirnir hafi farið vel af stað því Toronto Raptors, Los Angeles Clippers og Indiana Pacers töpuðu öll á heimavelli. Oklahoma City Thunder var eina heimaliðið sem vann sinn leik en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst áfram í aðra umferð.Klay Thompson skoraði 22 stig og David Lee var með 20 stig fyrir Golden State Warriors sem vann 109-105 útsigur á Los Angeles Clippers. Blake Griffin og Chris Paul, lykilmenn Clippers, voru báðir í villuvandræðum í leiknum. Chris Paul skoraði samt 28 stig og J.J. Redick var með 22 stig. Griffin var með 16 stig en fékk sína sjöttu villu 48 sekúndum fyrir leikslok þegar staðan var jöfn. DeAndre Jordan skoraði 11 stig og tók 14 fráköst fyrir Clippers-liðið.Kevin Durant skoraði 13 af 33 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þar Oklahoma City Thunder vann 100-86 sigur á Memphis Grizzlies. Thunder-liðið var þar með eina heimaliðið sem vann sinn leik á degi 1 í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en liðið var næstum því búið að missa niður 25 stiga forskot þegar OKC-menn gáfu í og kláruðu leikinn með flottum lokaleikhluta. Russell Westbrook var með 23 stig og 10 fráköst og Serge Ibaka skoraði 17 stig og tók 9 fráköst fyrir Thunder-liðið. Zach Randolph var atkvæðamestur hjá Memphis með 21 stig og 11 fráköst.Jeff Teague setti nýtt persónulegt stigamet í úrslitakeppni þegar hann skoraði 28 stig fyrir Atlanta Hawks liðið sem vann 101-93 útisigur á Indiana Pacers. Paul Millsap var með 25 stig fyrir Atlanta sem var áttunda og síðasta liðið inn í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Paul George va atkvæðamestur hjá Indiana með 24 stig og 10 fráköst en Pacers-menn voru í vandræðum á síðustu vikunum fyrir úrslitakeppni. Hawks-liðið lagði grunninn að sigrinum með 14-0 spretti í þriðja leikhluta en umræddur Jeff Teague var þá með níu stig.Deron Williams og Joe Johnson skoruðu báðir 24 stig fyrir Brooklyn Nets sem vann 94-87 útisigur á Toronto Raptors en úrslitakeppni NBA-deildarinnar byrjaði að þessu sinni í Kanada. Paul Pierce skoraði 9 af 15 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Kyle Lowry skoraði mest fyrir Toronto eða 22 stig en Litháinn Jonas Valanciunas var með 17 stig og 18 fráköst. Valanciunas setti þarna nýtt Toronto-met í fráköstum í úrslitakeppni.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt og staðan í einvígunum: - Austurdeildin - Indiana Pacers (1) - (8) Atlanta Hawks 93-101 (0-1 fyrir Atlanta) Toronto Raptors (3) - (6) Brooklyn Nets 87-94 (0-1 fyrir Brooklyn) - Vesturdeildin - Oklahoma City Thunder (2) - (7) Memphis Grizzlies 100-86 (1-0 fyrir Oklahoma City) Los Angeles Clippers (3) - (6) Golden State Warriors 105-109 (0-1 fyrir Golden State)
NBA Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira