Fótbolti

Tap hjá liðum Guðmanns og Kristins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmann Þórisson í leik með FH í fyrrasumar.
Guðmann Þórisson í leik með FH í fyrrasumar. Vísir/Arnþór
Íslendingaliðin Brommapojkarna og Mjällby náðu ekki að fylgja eftir fyrstu sigurleikjum tímabilsins þegar þau töpuðu bæði leikjum sínum í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Guðmann Þórisson spilaði allan leikinn í miðri vörninni hjá Mjällby sem tapaði 3-1 á útivelli á móti Elfsborg. Mjällby komst yfir eftir 28 mínútna leik en fékk síðan á sig jöfnunarmark í byrjun seinni hálfleiks og svo tvö mörk undir lok leiksins.

Kristinn Jónsson var allan tímann í vinstri bakverðinum þegar Brommapojkarna tapaði 1-3 á útivelli á móti Häcken. Brommapojkarna jafnaði metin í 1-1 í fyrri hálfleik en fékk á sig tvö mörk í seinni hálfleiknum þar af það seinna í uppbótartíma.

Mjällby og Brommapojkarna sitja hlið við hlið í töflunni, Mjällby er í 13. sæti með sex stig og Brommapojkarna í 14. sæti með fimm stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×