Körfubolti

Leifur orðinn FIBA dómari á ný

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leifur S. Garðarsson.
Leifur S. Garðarsson. Vísir/Daníel
Ísland á nú tvo virka FIBA-dómara eftir að Leifur S. Garðarsson stóðs kröfur FIBA og komst á ný í hóp FIBA-dómara en Leifur tók flautuna af hillunni í vetur. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.

Leifur fór til Mannheim í Þýskalandi um páskana þar sem hann sat námskeið og KKÍ segir frá því að niðurstaðan hafi borist í dag. Leifur stóðst prófin og því eiga Íslendingar tvo virka FIBA dómara nú sem er mikilvægt þegar verið er að fjölga landsliðsverkefnum.

„Rétt í þessu var að berast bréf frá höfuðstöðvum FIBA í Sviss.Í því er tilkynnt að undirritaður stóðst þrekpróf, reglupróf og tungumálapróf í Weinheim í Þýskalandi á dögunum. Sem þýðir að ég er orðinn alþjóðlegur körfuknattleiksdómari – FIBA dómari – á nýjan leik," skrifaði Leifur á fésbókarsíðu sína í dag.

Leifur tók upphaflega FIBA-prófið á Ítalíu 1993 en lagði alþjóðaflautuna á hilluna 2004 þegar hann tók sér frí frá dómgæslu. Hann einbeitti sér þá að knattspyrnuþjálfun en körfuboltahreyfinginn endurheimti þennan snjalla dómara í vetur.

Sigmundur Már Herbertsson var áður eini virki FIBA-dómarinn en Sigmundur hefur fengið mörg flott  verkefni undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×