

Það skiptir ekki máli hvernig við föllum, heldur hvernig við stöndum upp!
Ég er stjúpfaðir þolanda í þessu máli. Margir bíða eftir því að ég tjái mig um málið. Það er ekki undarlegt, ég hef ekki að öllu leyti verið sáttur við vinnubrögð skólans í málinu.
Mig langar til að segja ykkur frá minni framtíðarsýn um verklag í nákvæmlega svona málum. Þetta er ekki flókið, bara einfalt vinnulag sem kæmi í flestum tilfellum í veg fyrir að allt fari í háaloft í smærri samfélögum eða að óhugnaður eins og þöggun þrífist. Drögum lærdóm af þessu leiðinlega máli, reynum að koma í veg fyrir að það sama hendi annars staðar. En það myndi þýða breytingar á verklagi á milli ríkis og sveitarfélaga.
Þegar niðurstaða lá fyrir í þessu máli, hófust vandræðin. Eðlilega bjóst ég við að heilbrigð aðgerðaáætlun fylgdi strax í kjölfar niðurstöðunnar. Því miður varð brotalöm á því og tortryggni og efsemdarfræjum sáð. Ísland er fámennt og um allt eru vensl og tengsl. Þannig var það í þessu máli. Gerandinn starfsmaður til áratuga. Lítið samfélag á í miklum erfiðleikum með mál af þessu tagi. Þau verða ofhlaðin tilfinningum. Það sannar sagan. Það þarf sterk bein til taka á svona málum og þau eru ekki alltaf til staðar. Þá er þöggunin oft lausnin. Skelfileg lausn! Hana verður að uppræta.
Í þessari grein ætla ég ekki að fara frekar út í málið sjálft en ég ætla í staðinn að koma með tillögu til ykkar. Tillögu að úrlausn eineltismála þegar um er að ræða starfsmann og nemanda. Tillögu um hvernig við vinnum svona mál í framtíðinni. Tillögu sem við útfærum og kynnum menntamálaráðherra sem fyrirmynd að lagasetningu um viðbrögð við svona kringumstæðum. Tökum forystu í því hvernig á að leysa svona mál.
Tillagan gengur út á það að við gerum ekki neitt, þegar fyrir liggur að starfsmaður hefur lagt barn í einelti. Þetta hljómar kannski fáránlega. En það sem ég á við er að málið fari, samkvæmt nýjum lögum, á annað stig. Við fengjum utanaðkomandi aðila til að rannsaka málið og réttast væri að óháðir aðilar í menntamálaráðuneyti færu svo yfir niðurstöðu rannsóknarinnar og tækju ákvörðun um viðbrögð. Ég sæi fyrir mér að þarna yrði umboðsmaður barna, maður frá Kennarasambandinu, sál- og lögfræðingar. Þetta yrði mun betra fyrirkomulag fyrir yfirmann fræðslusviðs, skólameistara og bæjarstjórn. Auðvitað yrði fólk ekki alltaf sátt við niðurstöðu einstakra mála, en vonandi væri hún byggð á skynsemi ekki tilfinningum. Það er lykilatriði! Særindin yrðu líka örugglega minni. Fólk myndi upplifa þessa leið sem leið réttlætis. Það er verðugt markmið!
Viktor Scheving Ingvarsson
áhugamaður um betra mannlíf. Undirritaður er skipstjóri og situr í þriðja sæti á lista Samfylkingar í Grindavík.
Tengdar fréttir

„Mér finnst þetta bara ótrúlega sorglegt mál"
Eggjum var kastað í tvö hús í Grindavík í nótt, að því er virðist í tengslum við umdeilt mál í bænum, þar sem grunnskólakennari er sakaður um að leggja börn í einelti. Móðir eins barnanna kveðst vilja að þau geti farið óhrædd í skólann.

„Þeir settu mig í ruslatunnu sem var við leikskólann í Grindavík og pissuðu yfir mig“
Brynhildur Ólafsdóttir segir farir sínar ekki sléttar eftir skólagöngu sína í Grunnaskóla Grindavíkur en hún segir sögu sína um einelti sem hún varð fyrir í bæjarfélaginu í pistli sínum.

„Áhrif eineltisins á andlega heilsu barna okkar eru gríðarleg“
Foreldrar barna sem hafa sætt einelti og annarri ámælisverðri hegðun af hálfu kennara sem starfar í Grunnskóla Grindavíkur hafa sent frá sér nokkrar athugasemdir vegna þeirrar meðferðar sem málið hefur hlotið.

„Málinu er lokið og snýr umræddur kennari aftur til starfa“
Hildur Hafstað, skólastjóri Vesturbæjarskóla, sendi í morgun tölvupóst á alla foreldra barna í skólanum vegna máls þar sem kennari í Vesturbæjarskóla, sem sakaður hefur verið um einelti, mun snúa aftur til starfa næstkomandi föstudag.

Segir ríg á milli ríkra og fátækra í Grindavík
„Þetta er stéttaskipting eins og hún gerist íslenskust, ef svo má að orði komast,“ segir Stefán Karl Stefánsson.

Snýr aftur til kennslu eftir ásakanir um einelti
Ásakanirnar munu hafa verið rannsakaðar af óháðum aðilum, en niðurstöður liggja ekki fyrir.

Þakkar þolinmæði og ást kennarans í Grindavík
Eiríkur Árni Hermannsson hvetur foreldra meintra þolenda til að líta í eigin barm og spyrja sig að því hvað þeir gátu sjálfir gert betur.

„Þú ert leiðinleg, ljót og þykist vera manneskja sem er lögð í einelti“
Helga Guðný Þorgeirsdóttir segir sögu sína um einelti sem hún verður fyrir í Grindavík.

Kennarinn sem er sakaður um að leggja í einelti: "Mannorð mitt hefur verið sundurtætt“
Grunnskólakennarinn í Grindavík sem sakaður hefur verið um að leggja nemendur sína í einelti er farinn í veikindafrí út skólaárið. "Börnin ykkar hafa ekki farið varhluta af þeim málum sem ég hef verið að stríða við undanfarna mánuði."

Eggjum kastað í hús eineltisfórnarlambs í Grindavík
Uppnám er í Grindavík í kjölfar umræðu um einelti af hendi grunnskólakennara í bænum.
Skoðun

Við erum hafið
Guillaume Bazard skrifar

Deja Vu
Sverrir Agnarsson skrifar

Mun mannkynið lifa af gervigreindina?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ríkisstofnun rassskellt
Björn Ólafsson skrifar

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur
Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar

Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar
Gísli Stefánsson skrifar

Hugrekki getur af sér hugrekki
Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar

D-vítamín mín besta forvörn
Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar

Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar

Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu
Birgir Dýrfjörð skrifar

Leiðréttingin leiðrétt
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar

Hvað skiptir okkur mestu máli?
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar

Mikilvægt skref til sáttar
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Staðið með þjóðinni
Hanna Katrín Friðriksson skrifar

Við vitum alveg upphafið
Guðný Níelsen skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Varalitur á skattagrísinum
Helgi Brynjarsson skrifar

Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf
Magnús Magnússon skrifar

Hingað og ekki lengra
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga
Hannes Örn Blandon skrifar

Þegar líða fer að jólum
Ísak Hilmarsson skrifar

Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum
Bergþóra Góa Kvaran skrifar

D-vítamín mín besta forvörn
Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar

Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar
Sveinn Ægir Birgisson skrifar

Meistaragráða í lífsreynslu
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Stjórnvöld, Óskar á heima hér!
Þóra Andrésdóttir skrifar

Dvel þú í draumahöll
Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar

Níðingsverk
Jón Daníelsson skrifar

Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir
Stefán Jón Hafstein skrifar