Það skiptir ekki máli hvernig við föllum, heldur hvernig við stöndum upp! Viktor Scheving Ingvarsson skrifar 19. maí 2014 13:10 Mikil umræða og ólga hefur verið í okkar samfélagi vegna vandamála í Grunnskóla Grindavíkur. Rótin er eineltismál. Þegar málið kemur upp er það rannsakað, að því loknu liggur fyrir niðurstaða. Ekki er deilt um niðurstöðuna, heldur hvernig brugðist var við. Aðgerðaáætlun skólans í kjölfar málsins var að margra mati ófullnægjandi, þjónaði ekki þolendum og skapaði mikla óánægju og ólgu. Málið fer hátt og ratar í fjölmiðla. Því miður. Ég er stjúpfaðir þolanda í þessu máli. Margir bíða eftir því að ég tjái mig um málið. Það er ekki undarlegt, ég hef ekki að öllu leyti verið sáttur við vinnubrögð skólans í málinu. Mig langar til að segja ykkur frá minni framtíðarsýn um verklag í nákvæmlega svona málum. Þetta er ekki flókið, bara einfalt vinnulag sem kæmi í flestum tilfellum í veg fyrir að allt fari í háaloft í smærri samfélögum eða að óhugnaður eins og þöggun þrífist. Drögum lærdóm af þessu leiðinlega máli, reynum að koma í veg fyrir að það sama hendi annars staðar. En það myndi þýða breytingar á verklagi á milli ríkis og sveitarfélaga. Þegar niðurstaða lá fyrir í þessu máli, hófust vandræðin. Eðlilega bjóst ég við að heilbrigð aðgerðaáætlun fylgdi strax í kjölfar niðurstöðunnar. Því miður varð brotalöm á því og tortryggni og efsemdarfræjum sáð. Ísland er fámennt og um allt eru vensl og tengsl. Þannig var það í þessu máli. Gerandinn starfsmaður til áratuga. Lítið samfélag á í miklum erfiðleikum með mál af þessu tagi. Þau verða ofhlaðin tilfinningum. Það sannar sagan. Það þarf sterk bein til taka á svona málum og þau eru ekki alltaf til staðar. Þá er þöggunin oft lausnin. Skelfileg lausn! Hana verður að uppræta. Í þessari grein ætla ég ekki að fara frekar út í málið sjálft en ég ætla í staðinn að koma með tillögu til ykkar. Tillögu að úrlausn eineltismála þegar um er að ræða starfsmann og nemanda. Tillögu um hvernig við vinnum svona mál í framtíðinni. Tillögu sem við útfærum og kynnum menntamálaráðherra sem fyrirmynd að lagasetningu um viðbrögð við svona kringumstæðum. Tökum forystu í því hvernig á að leysa svona mál. Tillagan gengur út á það að við gerum ekki neitt, þegar fyrir liggur að starfsmaður hefur lagt barn í einelti. Þetta hljómar kannski fáránlega. En það sem ég á við er að málið fari, samkvæmt nýjum lögum, á annað stig. Við fengjum utanaðkomandi aðila til að rannsaka málið og réttast væri að óháðir aðilar í menntamálaráðuneyti færu svo yfir niðurstöðu rannsóknarinnar og tækju ákvörðun um viðbrögð. Ég sæi fyrir mér að þarna yrði umboðsmaður barna, maður frá Kennarasambandinu, sál- og lögfræðingar. Þetta yrði mun betra fyrirkomulag fyrir yfirmann fræðslusviðs, skólameistara og bæjarstjórn. Auðvitað yrði fólk ekki alltaf sátt við niðurstöðu einstakra mála, en vonandi væri hún byggð á skynsemi ekki tilfinningum. Það er lykilatriði! Særindin yrðu líka örugglega minni. Fólk myndi upplifa þessa leið sem leið réttlætis. Það er verðugt markmið!Viktor Scheving Ingvarsson áhugamaður um betra mannlíf. Undirritaður er skipstjóri og situr í þriðja sæti á lista Samfylkingar í Grindavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 fréttir Tengdar fréttir „Mér finnst þetta bara ótrúlega sorglegt mál" Eggjum var kastað í tvö hús í Grindavík í nótt, að því er virðist í tengslum við umdeilt mál í bænum, þar sem grunnskólakennari er sakaður um að leggja börn í einelti. Móðir eins barnanna kveðst vilja að þau geti farið óhrædd í skólann. 22. apríl 2014 20:00 „Þeir settu mig í ruslatunnu sem var við leikskólann í Grindavík og pissuðu yfir mig“ Brynhildur Ólafsdóttir segir farir sínar ekki sléttar eftir skólagöngu sína í Grunnaskóla Grindavíkur en hún segir sögu sína um einelti sem hún varð fyrir í bæjarfélaginu í pistli sínum. 21. apríl 2014 10:04 „Áhrif eineltisins á andlega heilsu barna okkar eru gríðarleg“ Foreldrar barna sem hafa sætt einelti og annarri ámælisverðri hegðun af hálfu kennara sem starfar í Grunnskóla Grindavíkur hafa sent frá sér nokkrar athugasemdir vegna þeirrar meðferðar sem málið hefur hlotið. 21. apríl 2014 14:51 „Málinu er lokið og snýr umræddur kennari aftur til starfa“ Hildur Hafstað, skólastjóri Vesturbæjarskóla, sendi í morgun tölvupóst á alla foreldra barna í skólanum vegna máls þar sem kennari í Vesturbæjarskóla, sem sakaður hefur verið um einelti, mun snúa aftur til starfa næstkomandi föstudag. 30. apríl 2014 12:43 Segir ríg á milli ríkra og fátækra í Grindavík „Þetta er stéttaskipting eins og hún gerist íslenskust, ef svo má að orði komast,“ segir Stefán Karl Stefánsson. 22. apríl 2014 10:57 Snýr aftur til kennslu eftir ásakanir um einelti Ásakanirnar munu hafa verið rannsakaðar af óháðum aðilum, en niðurstöður liggja ekki fyrir. 29. apríl 2014 16:40 Þakkar þolinmæði og ást kennarans í Grindavík Eiríkur Árni Hermannsson hvetur foreldra meintra þolenda til að líta í eigin barm og spyrja sig að því hvað þeir gátu sjálfir gert betur. 13. maí 2014 12:34 „Þú ert leiðinleg, ljót og þykist vera manneskja sem er lögð í einelti“ Helga Guðný Þorgeirsdóttir segir sögu sína um einelti sem hún verður fyrir í Grindavík. 23. apríl 2014 23:55 Kennarinn sem er sakaður um að leggja í einelti: "Mannorð mitt hefur verið sundurtætt“ Grunnskólakennarinn í Grindavík sem sakaður hefur verið um að leggja nemendur sína í einelti er farinn í veikindafrí út skólaárið. "Börnin ykkar hafa ekki farið varhluta af þeim málum sem ég hef verið að stríða við undanfarna mánuði." 26. apríl 2014 16:53 Eggjum kastað í hús eineltisfórnarlambs í Grindavík Uppnám er í Grindavík í kjölfar umræðu um einelti af hendi grunnskólakennara í bænum. 22. apríl 2014 09:29 Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Mikil umræða og ólga hefur verið í okkar samfélagi vegna vandamála í Grunnskóla Grindavíkur. Rótin er eineltismál. Þegar málið kemur upp er það rannsakað, að því loknu liggur fyrir niðurstaða. Ekki er deilt um niðurstöðuna, heldur hvernig brugðist var við. Aðgerðaáætlun skólans í kjölfar málsins var að margra mati ófullnægjandi, þjónaði ekki þolendum og skapaði mikla óánægju og ólgu. Málið fer hátt og ratar í fjölmiðla. Því miður. Ég er stjúpfaðir þolanda í þessu máli. Margir bíða eftir því að ég tjái mig um málið. Það er ekki undarlegt, ég hef ekki að öllu leyti verið sáttur við vinnubrögð skólans í málinu. Mig langar til að segja ykkur frá minni framtíðarsýn um verklag í nákvæmlega svona málum. Þetta er ekki flókið, bara einfalt vinnulag sem kæmi í flestum tilfellum í veg fyrir að allt fari í háaloft í smærri samfélögum eða að óhugnaður eins og þöggun þrífist. Drögum lærdóm af þessu leiðinlega máli, reynum að koma í veg fyrir að það sama hendi annars staðar. En það myndi þýða breytingar á verklagi á milli ríkis og sveitarfélaga. Þegar niðurstaða lá fyrir í þessu máli, hófust vandræðin. Eðlilega bjóst ég við að heilbrigð aðgerðaáætlun fylgdi strax í kjölfar niðurstöðunnar. Því miður varð brotalöm á því og tortryggni og efsemdarfræjum sáð. Ísland er fámennt og um allt eru vensl og tengsl. Þannig var það í þessu máli. Gerandinn starfsmaður til áratuga. Lítið samfélag á í miklum erfiðleikum með mál af þessu tagi. Þau verða ofhlaðin tilfinningum. Það sannar sagan. Það þarf sterk bein til taka á svona málum og þau eru ekki alltaf til staðar. Þá er þöggunin oft lausnin. Skelfileg lausn! Hana verður að uppræta. Í þessari grein ætla ég ekki að fara frekar út í málið sjálft en ég ætla í staðinn að koma með tillögu til ykkar. Tillögu að úrlausn eineltismála þegar um er að ræða starfsmann og nemanda. Tillögu um hvernig við vinnum svona mál í framtíðinni. Tillögu sem við útfærum og kynnum menntamálaráðherra sem fyrirmynd að lagasetningu um viðbrögð við svona kringumstæðum. Tökum forystu í því hvernig á að leysa svona mál. Tillagan gengur út á það að við gerum ekki neitt, þegar fyrir liggur að starfsmaður hefur lagt barn í einelti. Þetta hljómar kannski fáránlega. En það sem ég á við er að málið fari, samkvæmt nýjum lögum, á annað stig. Við fengjum utanaðkomandi aðila til að rannsaka málið og réttast væri að óháðir aðilar í menntamálaráðuneyti færu svo yfir niðurstöðu rannsóknarinnar og tækju ákvörðun um viðbrögð. Ég sæi fyrir mér að þarna yrði umboðsmaður barna, maður frá Kennarasambandinu, sál- og lögfræðingar. Þetta yrði mun betra fyrirkomulag fyrir yfirmann fræðslusviðs, skólameistara og bæjarstjórn. Auðvitað yrði fólk ekki alltaf sátt við niðurstöðu einstakra mála, en vonandi væri hún byggð á skynsemi ekki tilfinningum. Það er lykilatriði! Særindin yrðu líka örugglega minni. Fólk myndi upplifa þessa leið sem leið réttlætis. Það er verðugt markmið!Viktor Scheving Ingvarsson áhugamaður um betra mannlíf. Undirritaður er skipstjóri og situr í þriðja sæti á lista Samfylkingar í Grindavík.
„Mér finnst þetta bara ótrúlega sorglegt mál" Eggjum var kastað í tvö hús í Grindavík í nótt, að því er virðist í tengslum við umdeilt mál í bænum, þar sem grunnskólakennari er sakaður um að leggja börn í einelti. Móðir eins barnanna kveðst vilja að þau geti farið óhrædd í skólann. 22. apríl 2014 20:00
„Þeir settu mig í ruslatunnu sem var við leikskólann í Grindavík og pissuðu yfir mig“ Brynhildur Ólafsdóttir segir farir sínar ekki sléttar eftir skólagöngu sína í Grunnaskóla Grindavíkur en hún segir sögu sína um einelti sem hún varð fyrir í bæjarfélaginu í pistli sínum. 21. apríl 2014 10:04
„Áhrif eineltisins á andlega heilsu barna okkar eru gríðarleg“ Foreldrar barna sem hafa sætt einelti og annarri ámælisverðri hegðun af hálfu kennara sem starfar í Grunnskóla Grindavíkur hafa sent frá sér nokkrar athugasemdir vegna þeirrar meðferðar sem málið hefur hlotið. 21. apríl 2014 14:51
„Málinu er lokið og snýr umræddur kennari aftur til starfa“ Hildur Hafstað, skólastjóri Vesturbæjarskóla, sendi í morgun tölvupóst á alla foreldra barna í skólanum vegna máls þar sem kennari í Vesturbæjarskóla, sem sakaður hefur verið um einelti, mun snúa aftur til starfa næstkomandi föstudag. 30. apríl 2014 12:43
Segir ríg á milli ríkra og fátækra í Grindavík „Þetta er stéttaskipting eins og hún gerist íslenskust, ef svo má að orði komast,“ segir Stefán Karl Stefánsson. 22. apríl 2014 10:57
Snýr aftur til kennslu eftir ásakanir um einelti Ásakanirnar munu hafa verið rannsakaðar af óháðum aðilum, en niðurstöður liggja ekki fyrir. 29. apríl 2014 16:40
Þakkar þolinmæði og ást kennarans í Grindavík Eiríkur Árni Hermannsson hvetur foreldra meintra þolenda til að líta í eigin barm og spyrja sig að því hvað þeir gátu sjálfir gert betur. 13. maí 2014 12:34
„Þú ert leiðinleg, ljót og þykist vera manneskja sem er lögð í einelti“ Helga Guðný Þorgeirsdóttir segir sögu sína um einelti sem hún verður fyrir í Grindavík. 23. apríl 2014 23:55
Kennarinn sem er sakaður um að leggja í einelti: "Mannorð mitt hefur verið sundurtætt“ Grunnskólakennarinn í Grindavík sem sakaður hefur verið um að leggja nemendur sína í einelti er farinn í veikindafrí út skólaárið. "Börnin ykkar hafa ekki farið varhluta af þeim málum sem ég hef verið að stríða við undanfarna mánuði." 26. apríl 2014 16:53
Eggjum kastað í hús eineltisfórnarlambs í Grindavík Uppnám er í Grindavík í kjölfar umræðu um einelti af hendi grunnskólakennara í bænum. 22. apríl 2014 09:29
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun