Áfram Kópavogsbúar! Valgeir Skagfjörð skrifar 16. maí 2014 15:52 Þessi dægrin verður fólk áþeifanlega vart við að það standa fyrir dyrum bæjar og sveitastjórnarkosningar. Mörg ólík framboð stíga fram á völlinn reiðubúin að láta að sér kveða. Loforðaflaumur gömlu flokkanna er samur og jafn eins og við er að búast en víða kveður við annan tón. Ákallið virðist vera um að ferskir vindar fái að blása um hreppa, sveitir og bæi landsins. Sumpart vegna þess að það er brýn þörf á að fá nýtt fólk til starfa í pólitík almennt og sumpart vegna þess að hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar njóta æ minna trausts meðal almennings. Það sést t.d . á þverrandi kosningaþáttöku og tónninn í fólkinu hljómar vonleysislega þegar það er spurt um skoðanir þess á mönnum og málefnum. Til marks um þennan þorsta í eitthvað nýtt er til að taka hinn stóra kosningasigur BestaFlokssins í Reykjavík í síðustu kosningum þar sem meirihluti stærsta sveitarfélags landsins hafnaði gömlu flokkunum og þeim línum sem þeir hafa dansað eftir undanfarin kjörtímabil. Í Kópavogi, næststærsta sveitarfélaginu munaði ekki nema 30 atkvæðum að NæstBestiFlokkurinn næði tveimur mönnum inn í bæjarstjórn, þá nýstofnað framboð. Það dylst því engum að fólk er orðið langeygt eftir því fá nýtt fólk til áhrifa. Fólk sem er ekki tengt einhverjum hagsmunaklíkum sem lóna í kringum gömlu flokkanna. Venjulegt fólk sem stritar í sveita síns andlitis alla daga og skynjar hjartslátt lífsins í sínu nánasta umhverfi. Fólk sem veit hvernig það er að basla með börn og buru og skynjar það á buddunni sinni og öðru hvernig sveitarfélagið býr að því. Fólk sem ekki er í stöðugu kappi að klífa upp metorðastigann innan síns flokks til þess að geta hlotið vegtyllur og slegið sjálft sig til riddara í tíma og ótíma fyrir að koma hlutum í verk sem eiga að vera sjálfsögð þjónusta við íbúana. Nú er tími fyrir að láta auðmýkt og gagnsemi við náungann sitja í fyrirrúmi. Það hefur því miður ekki tíðkast meðal svokallaðra atvinnupólitíkusa að líta á sig sem þjóna samfélagsins sem taka þjónustuhlutverk sitt alvarlega og rækja það af sannri auðmýkt með virðingu fyrir því fólki sem lét svo lítið að gefa þeim atkvæði sitt; heldur hitt að líta á sig sem valdsmenn sem skirrast ekki við að láta hagsmuni almennings neðst á listann yfir það sem á að hafa forgang. Næstbesti flokkurinn er ekki þannig framboð. Fólkið í næstbesta flokknum vill þjóna fólkinu og setja grunngildi mannlegs lífs í forgang. Næsbesti flokkurinn ætlar að vinna fyrir alla, ekki bara suma. Á breiðstrætum auðmýktarinnar verða sjaldan árekstrar en í skúmaskotum hrokans eru menn sífell að rekast á. Merkjum X við X í Kópavogi og treystum því að fólk sem er frítt við flokkshagsmuni geti unnið íbúunum gagn á næsta kjörtímabili. Einn fyrir alla – allir fyrir einn. Valgeir Skagfjöð, Kópavogsbúi. Höfundur er leikari, tónlistarmaður og framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Þessi dægrin verður fólk áþeifanlega vart við að það standa fyrir dyrum bæjar og sveitastjórnarkosningar. Mörg ólík framboð stíga fram á völlinn reiðubúin að láta að sér kveða. Loforðaflaumur gömlu flokkanna er samur og jafn eins og við er að búast en víða kveður við annan tón. Ákallið virðist vera um að ferskir vindar fái að blása um hreppa, sveitir og bæi landsins. Sumpart vegna þess að það er brýn þörf á að fá nýtt fólk til starfa í pólitík almennt og sumpart vegna þess að hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar njóta æ minna trausts meðal almennings. Það sést t.d . á þverrandi kosningaþáttöku og tónninn í fólkinu hljómar vonleysislega þegar það er spurt um skoðanir þess á mönnum og málefnum. Til marks um þennan þorsta í eitthvað nýtt er til að taka hinn stóra kosningasigur BestaFlokssins í Reykjavík í síðustu kosningum þar sem meirihluti stærsta sveitarfélags landsins hafnaði gömlu flokkunum og þeim línum sem þeir hafa dansað eftir undanfarin kjörtímabil. Í Kópavogi, næststærsta sveitarfélaginu munaði ekki nema 30 atkvæðum að NæstBestiFlokkurinn næði tveimur mönnum inn í bæjarstjórn, þá nýstofnað framboð. Það dylst því engum að fólk er orðið langeygt eftir því fá nýtt fólk til áhrifa. Fólk sem er ekki tengt einhverjum hagsmunaklíkum sem lóna í kringum gömlu flokkanna. Venjulegt fólk sem stritar í sveita síns andlitis alla daga og skynjar hjartslátt lífsins í sínu nánasta umhverfi. Fólk sem veit hvernig það er að basla með börn og buru og skynjar það á buddunni sinni og öðru hvernig sveitarfélagið býr að því. Fólk sem ekki er í stöðugu kappi að klífa upp metorðastigann innan síns flokks til þess að geta hlotið vegtyllur og slegið sjálft sig til riddara í tíma og ótíma fyrir að koma hlutum í verk sem eiga að vera sjálfsögð þjónusta við íbúana. Nú er tími fyrir að láta auðmýkt og gagnsemi við náungann sitja í fyrirrúmi. Það hefur því miður ekki tíðkast meðal svokallaðra atvinnupólitíkusa að líta á sig sem þjóna samfélagsins sem taka þjónustuhlutverk sitt alvarlega og rækja það af sannri auðmýkt með virðingu fyrir því fólki sem lét svo lítið að gefa þeim atkvæði sitt; heldur hitt að líta á sig sem valdsmenn sem skirrast ekki við að láta hagsmuni almennings neðst á listann yfir það sem á að hafa forgang. Næstbesti flokkurinn er ekki þannig framboð. Fólkið í næstbesta flokknum vill þjóna fólkinu og setja grunngildi mannlegs lífs í forgang. Næsbesti flokkurinn ætlar að vinna fyrir alla, ekki bara suma. Á breiðstrætum auðmýktarinnar verða sjaldan árekstrar en í skúmaskotum hrokans eru menn sífell að rekast á. Merkjum X við X í Kópavogi og treystum því að fólk sem er frítt við flokkshagsmuni geti unnið íbúunum gagn á næsta kjörtímabili. Einn fyrir alla – allir fyrir einn. Valgeir Skagfjöð, Kópavogsbúi. Höfundur er leikari, tónlistarmaður og framhaldsskólakennari.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun