Gott starf leikskóla verðskuldar góð launakjör Sigrún Sif Jóelsdóttir skrifar 16. maí 2014 11:56 Það á að vera gott fyrir alla að búa í Kópavogi. Menntun er mannréttindi. Í leikskólum Kópavogs fer fram afar gott starf en betur má ef duga skal. Það er mikið áhyggjuefni hversu fáir sækja nám í leikskólakennarafræðum og hve mikil fækkun hefur orðið í stétt leikskólakennara. Fagleg menntun er nauðsynleg forsenda fyrir faglegu starfi á leikskólastigi. En leikskólakennara vantar tilfinnanlega til starfa á landsvísu. Í skýrslu Sambands íslenskra sveitarfélaga um skólamál frá árinu 2013 kemur fram að árið 2012 var hlutfall stöðugilda leikskólakennara í leikskólum sem reknir eru af Kópavogsbæ aðeins 36%. Stöðugildi annarra með uppeldismenntun 16% og ófaglærðra 48%. En 36% er enn töluvert lægra hlutfall stöðugilda leikskólakennara en lög kveða á um. Við í NÆSTBESTAFLOKKNUM leggjum til að a) starfsfólki leikskóla verði greidd laun fyrir að vinna í matartímanum eða svokölluðu neysluhléi og að b) unnin verði áætlun sem gerir leikskólastjórum kleift að styðja það starfsfólk til náms í leikskólakennarafræðum sem á því hefur áhuga.a) Við í NÆSTBESTAFLOKKNUM leggjum til að 300 milljónum verði varið til leikskóla í Kópavogi. Þær verði meðal annars notaðar til þess að greiða starfsmönnum leikskóla laun fyrir að vinna í matartímanum. Með þeim hætti má bæta kjör starfsfólks leikskóla. Eins og staðan er nú er Kópavogsbær ekki samkeppnisfær við Reykjavík þegar kemur að launum leikskólakennara. Félagsmenn Félags leikskólakennara í Reykjavík fá greidda 7,5 yfirvinnutíma á mánuði og ófaglært starfsfólk leikskóla fær greidda 10 yfirvinnutíma á mánuði fyrir að vinna í neysluhléi. Annað sem er mjög aðkallandi í stöðunni er að laun leikskólakennara eru heldur ekki samkeppnishæf við laun annarra sérfræðinga. Við í NÆSTBESTAFLOKKNUM bendum á að sveitarfélögin eru hér ábyrg gagnvart sínu launafólki.b) Við í NÆSTBESTAFLOKKNUM leggjum til að unnin verði skynsamleg áætlun sem heimilar skólastjórnendum leikskóla að veita launa ívilnun og sveigjanlegan vinnutíma fyrir það starfsfólk leikskóla sem hefur áhuga á að mennta sig í leikskólakennarafræðum. Launalegur ávinningur þess að huga á fimm ára sérfræðinám gæti einfaldlega verið of rýr. Margar fjölskyldur eða einstaklingar hafa ekki efni á þeirri launaskerðingu sem mögulega hlýst af vinnutapi eða skertu starfshlutfalli vegna náms. Sveitarfélög þurfa að róa að því öllum árum að auka faglega menntun í leikskólum. Í nýlegri könnun sem gerð var á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands meðal leikskólastjóra á landsvísu kemur einmitt fram að meðal þeirra úrræða sem leikskólastjórar telja sig helst hafa til að hvetja starfsfólk til leikskólakennaranáms sé að veita sveigjanlegan vinnutíma og heimild til launa ívilnunar af einhverju tagi. Við í NÆSTBESTAFLOKKNUM viljum gera stjórnendum leikskóla Kópavogsbæjar bæði heimilt og kleift að hvetja starfsfólk sitt til náms og greiða götu faglegrar menntunar á leikskólastigi sem frekast er unnt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það á að vera gott fyrir alla að búa í Kópavogi. Menntun er mannréttindi. Í leikskólum Kópavogs fer fram afar gott starf en betur má ef duga skal. Það er mikið áhyggjuefni hversu fáir sækja nám í leikskólakennarafræðum og hve mikil fækkun hefur orðið í stétt leikskólakennara. Fagleg menntun er nauðsynleg forsenda fyrir faglegu starfi á leikskólastigi. En leikskólakennara vantar tilfinnanlega til starfa á landsvísu. Í skýrslu Sambands íslenskra sveitarfélaga um skólamál frá árinu 2013 kemur fram að árið 2012 var hlutfall stöðugilda leikskólakennara í leikskólum sem reknir eru af Kópavogsbæ aðeins 36%. Stöðugildi annarra með uppeldismenntun 16% og ófaglærðra 48%. En 36% er enn töluvert lægra hlutfall stöðugilda leikskólakennara en lög kveða á um. Við í NÆSTBESTAFLOKKNUM leggjum til að a) starfsfólki leikskóla verði greidd laun fyrir að vinna í matartímanum eða svokölluðu neysluhléi og að b) unnin verði áætlun sem gerir leikskólastjórum kleift að styðja það starfsfólk til náms í leikskólakennarafræðum sem á því hefur áhuga.a) Við í NÆSTBESTAFLOKKNUM leggjum til að 300 milljónum verði varið til leikskóla í Kópavogi. Þær verði meðal annars notaðar til þess að greiða starfsmönnum leikskóla laun fyrir að vinna í matartímanum. Með þeim hætti má bæta kjör starfsfólks leikskóla. Eins og staðan er nú er Kópavogsbær ekki samkeppnisfær við Reykjavík þegar kemur að launum leikskólakennara. Félagsmenn Félags leikskólakennara í Reykjavík fá greidda 7,5 yfirvinnutíma á mánuði og ófaglært starfsfólk leikskóla fær greidda 10 yfirvinnutíma á mánuði fyrir að vinna í neysluhléi. Annað sem er mjög aðkallandi í stöðunni er að laun leikskólakennara eru heldur ekki samkeppnishæf við laun annarra sérfræðinga. Við í NÆSTBESTAFLOKKNUM bendum á að sveitarfélögin eru hér ábyrg gagnvart sínu launafólki.b) Við í NÆSTBESTAFLOKKNUM leggjum til að unnin verði skynsamleg áætlun sem heimilar skólastjórnendum leikskóla að veita launa ívilnun og sveigjanlegan vinnutíma fyrir það starfsfólk leikskóla sem hefur áhuga á að mennta sig í leikskólakennarafræðum. Launalegur ávinningur þess að huga á fimm ára sérfræðinám gæti einfaldlega verið of rýr. Margar fjölskyldur eða einstaklingar hafa ekki efni á þeirri launaskerðingu sem mögulega hlýst af vinnutapi eða skertu starfshlutfalli vegna náms. Sveitarfélög þurfa að róa að því öllum árum að auka faglega menntun í leikskólum. Í nýlegri könnun sem gerð var á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands meðal leikskólastjóra á landsvísu kemur einmitt fram að meðal þeirra úrræða sem leikskólastjórar telja sig helst hafa til að hvetja starfsfólk til leikskólakennaranáms sé að veita sveigjanlegan vinnutíma og heimild til launa ívilnunar af einhverju tagi. Við í NÆSTBESTAFLOKKNUM viljum gera stjórnendum leikskóla Kópavogsbæjar bæði heimilt og kleift að hvetja starfsfólk sitt til náms og greiða götu faglegrar menntunar á leikskólastigi sem frekast er unnt.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun