Sérstakt átak í upplýsingamiðlun Garðabæjar Huginn Freyr Þorsteinsson skrifar 16. maí 2014 08:56 Aðgengi bæjarbúa að upplýsingum um rekstur og ákvarðanir í hverju sveitarfélagi eru forsenda þess að sátt ríki um stjórnun bæjarins. Krafan um gegnsæi er krafa um að almenningur geti nálgast þessar upplýsingar með einföldum hætti til að mynda sér skoðun á skilvirkni bæjarkerfisins. Hjá mörgum stærstu sveitarfélögum landsins hefur hin síðari ár náðst markverður árangur í að gera slíkar upplýsingar aðgengilegar og skýrist það m.a. af tilkomu netsins. Hjá Garðabæ má nálgast fundargerðir nefnda og eru helstu fjárhagsupplýsingar bæjarins aðgengilegar á vefnum. Þannig er hægt að ná í ársreikning bæjarins aftur í tímann og glöggva sig á helstu rekstrartölum bæjarins. Þó að mikið hafi áunnist hin síðari ár í að gera fjárhagsupplýsingar opinberra aðila aðgengilegar almenningi er verulegt rúm til að gera enn betur. Garðbær gæti raunar tekið forystu í þessum efnum og leggur FÓLKIÐ- í bænum til að það verði sérstakt tilraunasveitarfélag á Íslandi í að gera fjárhagsupplýsingar aðgengilegri bæjarbúum. Ekki nægir að setja helstu bókhaldsupplýsingar ársreikninga á netið heldur þarf að vinna úr upplýsingunum þannig að þær séu skiljanlegar þeim sem vilja leita þeirra. Styðja má við fjármálalæsi með skipulagðri framsetningu gagna. Þetta má gera með tvennum hætti. Hægt er að gera grunngögnin aðgengileg hverjum þeim sem vilja til að útbúa eigin gögn og auðvelda þannig frekari framsetningu á þeim. Þannig hafa ýmis fyrirtæki sérhæft sig í að nýta sér grunngögn til að setja slíka upplýsingar fram þannig að þær verði skiljanlegar. Gott dæmi um eitt slíkt er íslenska sprotafyrirtækið Datamarket. Einnig getur sveitarfélagið látið vinna úr þessum gögnum helstu lykilstærðir til upplýsinga fyrir bæjarbúa. Gera má einfaldar myndir sem sýna hversu hátt hlutfall útsvars fer í stóra málaflokka eins og skólamál, rekstur stjórnsýslu eða æskulýðs- og íþróttamál. Þá má bæta við myndum um þróun skulda, tekna og gjalda. Ótal fleiri atriði er hægt að týna til en fyrirmynda má líka leita víða hvort sem það er hjá fyrirtækjum eða opinberum aðilum erlendis. Hugmyndinni er ekki varpað hér fram til að gera lítið úr þeim upplýsingum, sem þegar er að finna hjá bænum, heldur fremur til að styðja við áframhaldandi þróun þessarar vinnu. Með einföldum hætti og litlum tilkostnaði er hægt að stórbæta aðgengi almennings að þessum upplýsingum og ætti að vera auðvelt að sameinast um slík markmið. Huginn Freyr Þorsteinsson Höfundur, situr í 4 sæti M-Lista í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Aðgengi bæjarbúa að upplýsingum um rekstur og ákvarðanir í hverju sveitarfélagi eru forsenda þess að sátt ríki um stjórnun bæjarins. Krafan um gegnsæi er krafa um að almenningur geti nálgast þessar upplýsingar með einföldum hætti til að mynda sér skoðun á skilvirkni bæjarkerfisins. Hjá mörgum stærstu sveitarfélögum landsins hefur hin síðari ár náðst markverður árangur í að gera slíkar upplýsingar aðgengilegar og skýrist það m.a. af tilkomu netsins. Hjá Garðabæ má nálgast fundargerðir nefnda og eru helstu fjárhagsupplýsingar bæjarins aðgengilegar á vefnum. Þannig er hægt að ná í ársreikning bæjarins aftur í tímann og glöggva sig á helstu rekstrartölum bæjarins. Þó að mikið hafi áunnist hin síðari ár í að gera fjárhagsupplýsingar opinberra aðila aðgengilegar almenningi er verulegt rúm til að gera enn betur. Garðbær gæti raunar tekið forystu í þessum efnum og leggur FÓLKIÐ- í bænum til að það verði sérstakt tilraunasveitarfélag á Íslandi í að gera fjárhagsupplýsingar aðgengilegri bæjarbúum. Ekki nægir að setja helstu bókhaldsupplýsingar ársreikninga á netið heldur þarf að vinna úr upplýsingunum þannig að þær séu skiljanlegar þeim sem vilja leita þeirra. Styðja má við fjármálalæsi með skipulagðri framsetningu gagna. Þetta má gera með tvennum hætti. Hægt er að gera grunngögnin aðgengileg hverjum þeim sem vilja til að útbúa eigin gögn og auðvelda þannig frekari framsetningu á þeim. Þannig hafa ýmis fyrirtæki sérhæft sig í að nýta sér grunngögn til að setja slíka upplýsingar fram þannig að þær verði skiljanlegar. Gott dæmi um eitt slíkt er íslenska sprotafyrirtækið Datamarket. Einnig getur sveitarfélagið látið vinna úr þessum gögnum helstu lykilstærðir til upplýsinga fyrir bæjarbúa. Gera má einfaldar myndir sem sýna hversu hátt hlutfall útsvars fer í stóra málaflokka eins og skólamál, rekstur stjórnsýslu eða æskulýðs- og íþróttamál. Þá má bæta við myndum um þróun skulda, tekna og gjalda. Ótal fleiri atriði er hægt að týna til en fyrirmynda má líka leita víða hvort sem það er hjá fyrirtækjum eða opinberum aðilum erlendis. Hugmyndinni er ekki varpað hér fram til að gera lítið úr þeim upplýsingum, sem þegar er að finna hjá bænum, heldur fremur til að styðja við áframhaldandi þróun þessarar vinnu. Með einföldum hætti og litlum tilkostnaði er hægt að stórbæta aðgengi almennings að þessum upplýsingum og ætti að vera auðvelt að sameinast um slík markmið. Huginn Freyr Þorsteinsson Höfundur, situr í 4 sæti M-Lista í Garðabæ.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun