Nánir bræður berjast um Reykjanesbæ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. maí 2014 15:40 Gunnar og Teitur eru báðir í ellefta sæti. „Við erum báðir númer ellefu, sem er gamla númerið hans Teits í körfubolta. Ég ákvað að stríða honum aðeins,“ segir Gunnar Örlygsson, frambjóðandi í Reykjanesbæ og fyrrum Alþingismaður. Gunnar og bróðir hans Teitur Örlygsson, fyrrum landsliðsmaður í körfubolta og þjálfari, eru báðir í framboði í bæjarstjórnarkosningum. Teitur er á lista Samfylkingarinnar og óháðra, en Gunnar er í framboði fyrir Frjálst afl. Blaðamaður Vísis ræddi við þá bræður um pólitíkina í Reykjanesbæ, hvað þeir eiga sameiginlegt í stjórnmálum og hvað ekki.Hvernig er að fara fram gegn bróður sínum í svona kosningum? „Það er nokkuð auðvelt,“ svarar Teitur og bætir við: „Það er mjög margt líkt í stefnu flokkanna, þannig lagað.“ Gunnar tekur í svipaðan streng. „Já, það má segja að við séum á sömu pólitísku hillunni. Við erum með mjög svipaðar skoðanir, en ég held að Teitur sé aðeins til vinstri við mig.“ Teitur jánkar því. „Já, ég held að það megi alveg segja það.“ Bræðurnir eru nánir. Þeir starfa saman í fyrirtæki Gunnars. Þeir léku líka körfubolta saman á árum áður. Teitur er, eins og margir vita, einn sigursælasti leikmaður í sögu íslensks körfuknattleiks en Gunnar hætti ungur að leika körfuknattleik og einbeitti sér að öðru. Teitur þjálfaði einnig Stjörnuna í tæp sex ár með góðum árangri. Nú hafa þeir báðir snúið aftur til körfuknattleiksliðs Njarðvíkur; Gunnar sem formaður og Teitur sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks.Vilja ráða nýjan bæjarstjóra Þeir hafa verið duglegir að tjá sig á samfélagsmiðlum og með greinarskrifum um stöðuna í Reykjanesbæ. Báðir eiga þeir það sameiginlegt að vilja nýjan óháðan bæjarstjóra. „Mér er alls ekkert illa við núverandi bæjarstjóra. Ég held bara að við þurfum að fá mann sem er góður í að reka fyrirtæki eða stofnanir í fjárhagserfiðleikum,“ segir Gunnar og heldur áfram: „Ég hef verið spurður hvern ég vilji í staðinn fyrir Árna Sigfússon. Við höfum ekki farið og rætt við neinn sérstaklega. En ég er spenntur fyrir mönnum eins og Birni Zoëga og Herði Arnarsyni.“ Teitur er sammála þessu: „Já, við þurfum að ráða fagmann í starfið.“ „Við þurfum að ráða einhvern sem hefur kunnáttu að reka fyrirtæki,“ bætir Gunnar við.Ánægðir með áhuga bæjarbúa Bræðurnir eru ánægðir með þann mikla áhuga sem íbúar Reykjanesbæjar hafa sýnt „Það er mikið af nýju fólki í framboði,“ segir Gunnar. „Já, það er mikið talað um pólitík í bænum,“ bætir Teitur við og heldur áfram: „Mér finnst þessi aukni áhugi bæjarbúa frábært mál. Ég tek eftir því að fólk er að kafa dýpra í málin.“ „Það eru tvö ný framboð í bænum og mikil hreyfing á fylginu,“ segir Gunnar. Hann bendir á að samkvæmt niðurstöðum nýjustu skoðanakönnunar Fréttablaðsins sé meirhlutinn fallinn. „Við í Frjálsu afli mælumst með átján prósent og tökum örugglega mikið fylgi frá Sjáflstæðisflokknum.“Eru flokkarnir ekkert ósammála? Bræðurnir virðast rosalega sammála um allt er viðkemur stjórnmálum í Reykjanesbæ. Teitur svarar því: „Mér finnst við hafa lagt mesta áherslu á umhverfismál sem hafa verið í algjörum lamasessi hér í bænum að mínu mati. Persónulega er mér líka umhugað um Hafnargötuna. Mér er annt um hana og þekki fólk sem er búið að vera að berjast við að reka verslanir þar. Það þarf að taka rosalegan slurk þar. Ég er með hugmyndir um hvernig við getum bætt ástandið þar og mun kynna þær á næstunni.“En fer það í taugarnar á þér að Gunnar ætli líka að vera í ellefta sæti? „Nei, fyrir mér er þetta bara heiður. Ég hugsa að það endi bara með því að Gunni kjósi mig líka,“ svarar Teitur og hlær. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
„Við erum báðir númer ellefu, sem er gamla númerið hans Teits í körfubolta. Ég ákvað að stríða honum aðeins,“ segir Gunnar Örlygsson, frambjóðandi í Reykjanesbæ og fyrrum Alþingismaður. Gunnar og bróðir hans Teitur Örlygsson, fyrrum landsliðsmaður í körfubolta og þjálfari, eru báðir í framboði í bæjarstjórnarkosningum. Teitur er á lista Samfylkingarinnar og óháðra, en Gunnar er í framboði fyrir Frjálst afl. Blaðamaður Vísis ræddi við þá bræður um pólitíkina í Reykjanesbæ, hvað þeir eiga sameiginlegt í stjórnmálum og hvað ekki.Hvernig er að fara fram gegn bróður sínum í svona kosningum? „Það er nokkuð auðvelt,“ svarar Teitur og bætir við: „Það er mjög margt líkt í stefnu flokkanna, þannig lagað.“ Gunnar tekur í svipaðan streng. „Já, það má segja að við séum á sömu pólitísku hillunni. Við erum með mjög svipaðar skoðanir, en ég held að Teitur sé aðeins til vinstri við mig.“ Teitur jánkar því. „Já, ég held að það megi alveg segja það.“ Bræðurnir eru nánir. Þeir starfa saman í fyrirtæki Gunnars. Þeir léku líka körfubolta saman á árum áður. Teitur er, eins og margir vita, einn sigursælasti leikmaður í sögu íslensks körfuknattleiks en Gunnar hætti ungur að leika körfuknattleik og einbeitti sér að öðru. Teitur þjálfaði einnig Stjörnuna í tæp sex ár með góðum árangri. Nú hafa þeir báðir snúið aftur til körfuknattleiksliðs Njarðvíkur; Gunnar sem formaður og Teitur sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks.Vilja ráða nýjan bæjarstjóra Þeir hafa verið duglegir að tjá sig á samfélagsmiðlum og með greinarskrifum um stöðuna í Reykjanesbæ. Báðir eiga þeir það sameiginlegt að vilja nýjan óháðan bæjarstjóra. „Mér er alls ekkert illa við núverandi bæjarstjóra. Ég held bara að við þurfum að fá mann sem er góður í að reka fyrirtæki eða stofnanir í fjárhagserfiðleikum,“ segir Gunnar og heldur áfram: „Ég hef verið spurður hvern ég vilji í staðinn fyrir Árna Sigfússon. Við höfum ekki farið og rætt við neinn sérstaklega. En ég er spenntur fyrir mönnum eins og Birni Zoëga og Herði Arnarsyni.“ Teitur er sammála þessu: „Já, við þurfum að ráða fagmann í starfið.“ „Við þurfum að ráða einhvern sem hefur kunnáttu að reka fyrirtæki,“ bætir Gunnar við.Ánægðir með áhuga bæjarbúa Bræðurnir eru ánægðir með þann mikla áhuga sem íbúar Reykjanesbæjar hafa sýnt „Það er mikið af nýju fólki í framboði,“ segir Gunnar. „Já, það er mikið talað um pólitík í bænum,“ bætir Teitur við og heldur áfram: „Mér finnst þessi aukni áhugi bæjarbúa frábært mál. Ég tek eftir því að fólk er að kafa dýpra í málin.“ „Það eru tvö ný framboð í bænum og mikil hreyfing á fylginu,“ segir Gunnar. Hann bendir á að samkvæmt niðurstöðum nýjustu skoðanakönnunar Fréttablaðsins sé meirhlutinn fallinn. „Við í Frjálsu afli mælumst með átján prósent og tökum örugglega mikið fylgi frá Sjáflstæðisflokknum.“Eru flokkarnir ekkert ósammála? Bræðurnir virðast rosalega sammála um allt er viðkemur stjórnmálum í Reykjanesbæ. Teitur svarar því: „Mér finnst við hafa lagt mesta áherslu á umhverfismál sem hafa verið í algjörum lamasessi hér í bænum að mínu mati. Persónulega er mér líka umhugað um Hafnargötuna. Mér er annt um hana og þekki fólk sem er búið að vera að berjast við að reka verslanir þar. Það þarf að taka rosalegan slurk þar. Ég er með hugmyndir um hvernig við getum bætt ástandið þar og mun kynna þær á næstunni.“En fer það í taugarnar á þér að Gunnar ætli líka að vera í ellefta sæti? „Nei, fyrir mér er þetta bara heiður. Ég hugsa að það endi bara með því að Gunni kjósi mig líka,“ svarar Teitur og hlær.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent