Fótbolti

Viðar og Indriði skoruðu í Íslendingaslag

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Viðar Örn skorar í hverjum leiknum.
Viðar Örn skorar í hverjum leiknum. mynd/valerenga
Íslenskir knattspyrnumenn voru að vanda atkvæðamiklir í norsku knattspyrnunni í dag. Þrjú íslensk mörk litu dagsins ljós í fjórum leikjum.

Viðar Örn Kjartansson heldur áfram að skora fyrir Vålerenga. Hann kom liði sínu yfir eftir aðeins 50 sekúndur gegn Viking með áttunda marki sínu í jafn mörgum leikjum.

Indriði Sigurðsson jafnaði metin á sjöttu  mínútu seinni hálfleiks en Indriði lék allan leikinn fyrir Viking líkt og Björn Daníel Sverrisson og Sverrir Ingi Ingason. Steinþór Þorsteinsson lék fyrstu 66 mínúturnar fyrir Viking en þá vorum honum skipt af leikvelli fyrir Jón Daða Böðvarsson.

Stabæk lagði Sarpsborg 08 3-2. Stabæk komst í 3-0 en Guðmundur Þórarinsson minnkaði muninn í 3-1 tólf mínútum fyrir leikslok. Guðmundur lék allan leikinn og Þórarinn Ingi Valdimarsson fyrstu 85 mínúturnar.

Hjörtur Logi Valgarðsson lék allan leikinn fyrir Sogndal sem lagði Start 2-1. Guðmundur Kristjánsson allan leikinn fyrir Start.

Pálmi Rafn Pálmason lék allan leikinn fyrir Lilleström sem lagði Odd 2-0 á útivelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×