Barnafjölskyldur í fyrsta sæti Helga María Hallgrímsdóttir skrifar 27. maí 2014 15:11 Útgjöld barnafjölskyldna eru há, sérstaklega hjá barnmörgum fjölskyldum. Framsóknarkonur og -menn í Kópavogi setja barnafjölskyldur í fyrsta sæti. Við teljum góða rekstrarafkomu núverandi meirihluta, sem Framsókn er aðili að, gefa svigrúm til að gera betur við barnafjölskyldur og viljum gera það með ýmsu móti. Fyrst má nefna aukið framlag til foreldra barna sem eru í gæslu hjá dagforeldrum. Margir foreldrar myndu gjarnan vilja hafa börnin sín lengur hjá dagforeldrum en geta það ekki af fjárhagsástæðum. Kostnaður foreldra vegna daggæslu hjá dagforeldrum er mun hærri en vegna leikskóladvalar. Hvert pláss hjá dagforeldri kostar Kópavogsbæ rúmar 46.000 kr. á mánuði en hvert leikskólapláss rúmar 90.000 kr. Foreldrar greiða um 28.000 kr. fyrir 8 tíma dvöl á leikskóla en um 50.000 kr til dagforeldra. Með auknu framlagi yrði gjaldið sem foreldrar sjálfir greiða dagforeldrum lægra og óskastaðan væri að komast eins nálægt leikskólagjaldinu og mögulegt er. Foreldrar gætu því valið dvalarstað barna sinna óháð kostnaðarþættinum. Með þessu móti myndi þrýstingur á leikskólapláss af fjárhagsástæðum minnka. Setja þarf af stað markvissa áætlun til að fjölga dagforeldrum í Kópavogi. Það er ekki ásættanlegt að foreldrar þurfi að leita út fyrir bæjarfélagið til þess að fá pláss fyrir börn sín hjá dagforeldrum. Annað mikilvægt mál fyrir barnafjölskyldur er hækkun systkinaafsláttar af dvalargjöldum barna. Hann viljum við hækka hann úr 30% í 50% af dvalargjaldi annars barns og úr 75% í 100% af dvalargjaldi þriðja barns eða fleiri. Systkinaafsláttur gildir þvert á dvalarúrræðin, þ.e daggæslu dagforeldra, leikskóla og/eða dægradvöl grunnskóla. Auk þess viljum við vinna að því að leikskólagjöld lækki til samræmis við það besta sem gerist á höfuðborgarsvæðinu. Síðast en ekki síst ber svo að nefna betra frístundakort að upphæð 40.000 kr. fyrir börn og ungmenni til íþrótta- og tómstundaiðkunar, þ.m.t tónlistarnám. Við teljum að upphæð kortsins eigi að vera án kvaða um tvær greinar og úthlutar fjölskyldan upphæðinni í gegnum rafræna íbúagátt. Ég hvet ykkur til að setja X við B fyrir barnafjölskyldur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Útgjöld barnafjölskyldna eru há, sérstaklega hjá barnmörgum fjölskyldum. Framsóknarkonur og -menn í Kópavogi setja barnafjölskyldur í fyrsta sæti. Við teljum góða rekstrarafkomu núverandi meirihluta, sem Framsókn er aðili að, gefa svigrúm til að gera betur við barnafjölskyldur og viljum gera það með ýmsu móti. Fyrst má nefna aukið framlag til foreldra barna sem eru í gæslu hjá dagforeldrum. Margir foreldrar myndu gjarnan vilja hafa börnin sín lengur hjá dagforeldrum en geta það ekki af fjárhagsástæðum. Kostnaður foreldra vegna daggæslu hjá dagforeldrum er mun hærri en vegna leikskóladvalar. Hvert pláss hjá dagforeldri kostar Kópavogsbæ rúmar 46.000 kr. á mánuði en hvert leikskólapláss rúmar 90.000 kr. Foreldrar greiða um 28.000 kr. fyrir 8 tíma dvöl á leikskóla en um 50.000 kr til dagforeldra. Með auknu framlagi yrði gjaldið sem foreldrar sjálfir greiða dagforeldrum lægra og óskastaðan væri að komast eins nálægt leikskólagjaldinu og mögulegt er. Foreldrar gætu því valið dvalarstað barna sinna óháð kostnaðarþættinum. Með þessu móti myndi þrýstingur á leikskólapláss af fjárhagsástæðum minnka. Setja þarf af stað markvissa áætlun til að fjölga dagforeldrum í Kópavogi. Það er ekki ásættanlegt að foreldrar þurfi að leita út fyrir bæjarfélagið til þess að fá pláss fyrir börn sín hjá dagforeldrum. Annað mikilvægt mál fyrir barnafjölskyldur er hækkun systkinaafsláttar af dvalargjöldum barna. Hann viljum við hækka hann úr 30% í 50% af dvalargjaldi annars barns og úr 75% í 100% af dvalargjaldi þriðja barns eða fleiri. Systkinaafsláttur gildir þvert á dvalarúrræðin, þ.e daggæslu dagforeldra, leikskóla og/eða dægradvöl grunnskóla. Auk þess viljum við vinna að því að leikskólagjöld lækki til samræmis við það besta sem gerist á höfuðborgarsvæðinu. Síðast en ekki síst ber svo að nefna betra frístundakort að upphæð 40.000 kr. fyrir börn og ungmenni til íþrótta- og tómstundaiðkunar, þ.m.t tónlistarnám. Við teljum að upphæð kortsins eigi að vera án kvaða um tvær greinar og úthlutar fjölskyldan upphæðinni í gegnum rafræna íbúagátt. Ég hvet ykkur til að setja X við B fyrir barnafjölskyldur!
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun