Frambjóðandi sér eftir því að hafa sagt Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni að „fokka sér“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. maí 2014 14:04 Kristín Soffía Jónsdóttir er á fjórða sæti lista Samfylkingarinnar. „Ég get sagt þér að fyrir tveimur árum sá ég þessa auglýsingu og upplifði hana sem árás á mig á mína fjölskyldu,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar í borgarstjórnarkosningum, um ummæli sem hún lét falla á Facebook fyrir tæpum tveimur árum um auglýsingu í Fréttablaðinu á vegum Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Kristín Soffía skrifaði þá færslu á Facebook, við frétt DV, að rússneska Réttatrúnaðarkirkjan mætti „fokka sér“ og að það væri „ömurlegt“ að Reykjavík væri búin að „útdeila lóð til þessa skítasafnaðar“. Kristín Soffía er nú varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og er í fjórða sæti á lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum.Hér má sjá hvað Kristín Soffía sagði á Facebook.Birtist sama dag og Gay Pride Auglýsingin birtist sama dag og Gleðiganga samkynhneigðra fór fram í Reykjavík og hljóðaði svo: „Ef kristið fólk þegir þá talar Biblían.... Villist ekki! Hvorki munu saurlífismenn né skurðgoðadyrkendu, hórkarlar né kynvillingar, þjófar né ásælni, drykkjumenn, lastmálir né ræningar Guðs ríki erfa. (Fyrra bréf Páls til Korin 6:9-10)“. Ekkert nafn var undir auglýsingunni og baðst Fréttablaðið afsökunar á því á sínum tíma. Kristín Soffía segir tímasetninguna á birtingu auglýsingarinnar hafa haft áhrif á viðbrögð sín. Hún segist samt sjá eftir ummælunum. „Auðvitað er orðalagið ekki gott,“ segir Kristín, um það sem hún skrifaði á Facebook. Um lóðarúthlutnina til safnaðarins segir Kristín Soffía: „Úthlutunin var samkvæmt lögum. Ég tel að Reykjavíkurborg eigi að fara að lögum og samkvæmt lögum er borginni skylt að veita söfnuðum ókeypis lóðir undir bænahús, kirkjur eða aðrar sambærilegar byggingar,“ segir Kristín og heldur áfram: „Að sama skapi á hatursfull umræða aldrei rétt á sér. Þau lög verður að virða líka.“Hlynnt trúfrelsi Hún segist sjá eftir ummælunum: „Já, ég sé eftir þessum ummælum og það er gott að fá tækifæri til að biðjast afsökunar á þeim. Andúð mín til þessarar auglýsingarinnar er óbreytt engu að síður.“ Kristín segist vera hlynnt trúfrelsi. „Já, ég er hlynnt trúfrelsi, kynfrelsi og baráttu hinsegin fólks um allan heim. Það er mikilvægt að virða mannréttindi fólks.“ Hún segir að trú og trúfélög eigi ekki að skjóta skálkaskjóli yfir þá sem stunda hatursfulla umræðu.Vekja athygli í ljósi umræðunnarUmmæli Kristínar Soffíu hafa vakið athygli og verið í umferð á samfélagsmiðlum, sér í lagi vegna umræðunnar um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknar og flugvallarvina, um afturköllun lóðar til Félags múslima, á föstudaginn. Ummæli Sveinbjargar hafa verið mikið rædd undanfarna daga og voru meðal annars fordæmd af Degi B. Eggertssyni, oddvita Samfylkingarinnar. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Rétttrúnaðarkirkjan keypti auglýsinguna Í Fréttablaðinu á laugardag birtist auglýsing undir yfirskriftinni "Ef kristið fólk þegir þá talar Biblían“ Þar var birt tilvitnun í fyrra Korintubréf Biblíunnar. Þau mistök voru gerð við birtingu auglýsingarinnar að krefjast þess ekki að auglýsandinn nafngreindi sig. Kaupandi auglýsingarinnar er Söfnuður Moskvu-Patríarkatsins á Íslandi, öðru nafni Rússneska rétttrúnaðarkirkjan. Beðist er afsökunar á mistökunum. - bj 13. ágúst 2012 09:15 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Umdeild auglýsing Auglýsing, sem birtist í Fréttablaðinu á laugardaginn, hneykslaði marga lesendur, og það skiljanlega. Þar birtist tilvitnun í fyrra Kórintubréf Páls postula, þar sem "kynvillingar“ eru taldir upp í langri runu siðleysingja og glæpamanna, sem muni ekki erfa Guðs ríki. 14. ágúst 2012 06:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Sjá meira
„Ég get sagt þér að fyrir tveimur árum sá ég þessa auglýsingu og upplifði hana sem árás á mig á mína fjölskyldu,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar í borgarstjórnarkosningum, um ummæli sem hún lét falla á Facebook fyrir tæpum tveimur árum um auglýsingu í Fréttablaðinu á vegum Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Kristín Soffía skrifaði þá færslu á Facebook, við frétt DV, að rússneska Réttatrúnaðarkirkjan mætti „fokka sér“ og að það væri „ömurlegt“ að Reykjavík væri búin að „útdeila lóð til þessa skítasafnaðar“. Kristín Soffía er nú varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og er í fjórða sæti á lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum.Hér má sjá hvað Kristín Soffía sagði á Facebook.Birtist sama dag og Gay Pride Auglýsingin birtist sama dag og Gleðiganga samkynhneigðra fór fram í Reykjavík og hljóðaði svo: „Ef kristið fólk þegir þá talar Biblían.... Villist ekki! Hvorki munu saurlífismenn né skurðgoðadyrkendu, hórkarlar né kynvillingar, þjófar né ásælni, drykkjumenn, lastmálir né ræningar Guðs ríki erfa. (Fyrra bréf Páls til Korin 6:9-10)“. Ekkert nafn var undir auglýsingunni og baðst Fréttablaðið afsökunar á því á sínum tíma. Kristín Soffía segir tímasetninguna á birtingu auglýsingarinnar hafa haft áhrif á viðbrögð sín. Hún segist samt sjá eftir ummælunum. „Auðvitað er orðalagið ekki gott,“ segir Kristín, um það sem hún skrifaði á Facebook. Um lóðarúthlutnina til safnaðarins segir Kristín Soffía: „Úthlutunin var samkvæmt lögum. Ég tel að Reykjavíkurborg eigi að fara að lögum og samkvæmt lögum er borginni skylt að veita söfnuðum ókeypis lóðir undir bænahús, kirkjur eða aðrar sambærilegar byggingar,“ segir Kristín og heldur áfram: „Að sama skapi á hatursfull umræða aldrei rétt á sér. Þau lög verður að virða líka.“Hlynnt trúfrelsi Hún segist sjá eftir ummælunum: „Já, ég sé eftir þessum ummælum og það er gott að fá tækifæri til að biðjast afsökunar á þeim. Andúð mín til þessarar auglýsingarinnar er óbreytt engu að síður.“ Kristín segist vera hlynnt trúfrelsi. „Já, ég er hlynnt trúfrelsi, kynfrelsi og baráttu hinsegin fólks um allan heim. Það er mikilvægt að virða mannréttindi fólks.“ Hún segir að trú og trúfélög eigi ekki að skjóta skálkaskjóli yfir þá sem stunda hatursfulla umræðu.Vekja athygli í ljósi umræðunnarUmmæli Kristínar Soffíu hafa vakið athygli og verið í umferð á samfélagsmiðlum, sér í lagi vegna umræðunnar um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknar og flugvallarvina, um afturköllun lóðar til Félags múslima, á föstudaginn. Ummæli Sveinbjargar hafa verið mikið rædd undanfarna daga og voru meðal annars fordæmd af Degi B. Eggertssyni, oddvita Samfylkingarinnar.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Rétttrúnaðarkirkjan keypti auglýsinguna Í Fréttablaðinu á laugardag birtist auglýsing undir yfirskriftinni "Ef kristið fólk þegir þá talar Biblían“ Þar var birt tilvitnun í fyrra Korintubréf Biblíunnar. Þau mistök voru gerð við birtingu auglýsingarinnar að krefjast þess ekki að auglýsandinn nafngreindi sig. Kaupandi auglýsingarinnar er Söfnuður Moskvu-Patríarkatsins á Íslandi, öðru nafni Rússneska rétttrúnaðarkirkjan. Beðist er afsökunar á mistökunum. - bj 13. ágúst 2012 09:15 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Umdeild auglýsing Auglýsing, sem birtist í Fréttablaðinu á laugardaginn, hneykslaði marga lesendur, og það skiljanlega. Þar birtist tilvitnun í fyrra Kórintubréf Páls postula, þar sem "kynvillingar“ eru taldir upp í langri runu siðleysingja og glæpamanna, sem muni ekki erfa Guðs ríki. 14. ágúst 2012 06:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Sjá meira
Rétttrúnaðarkirkjan keypti auglýsinguna Í Fréttablaðinu á laugardag birtist auglýsing undir yfirskriftinni "Ef kristið fólk þegir þá talar Biblían“ Þar var birt tilvitnun í fyrra Korintubréf Biblíunnar. Þau mistök voru gerð við birtingu auglýsingarinnar að krefjast þess ekki að auglýsandinn nafngreindi sig. Kaupandi auglýsingarinnar er Söfnuður Moskvu-Patríarkatsins á Íslandi, öðru nafni Rússneska rétttrúnaðarkirkjan. Beðist er afsökunar á mistökunum. - bj 13. ágúst 2012 09:15
Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08
Umdeild auglýsing Auglýsing, sem birtist í Fréttablaðinu á laugardaginn, hneykslaði marga lesendur, og það skiljanlega. Þar birtist tilvitnun í fyrra Kórintubréf Páls postula, þar sem "kynvillingar“ eru taldir upp í langri runu siðleysingja og glæpamanna, sem muni ekki erfa Guðs ríki. 14. ágúst 2012 06:00