Gerum betur í Garðabæ Einar Karl Birgisson skrifar 27. maí 2014 09:00 Því má halda fram að í raun séu forréttindi að fá að vera í framboði í kosningum til bæjarstjórnar. Á undanförnum vikum hef ég hitta fjöldan allan af íbúum í Garðabæ og rætt við þau um lífið í bænum. Það hefur eflt mig í þeirri baráttu að þjónustan í Garðabæ sé í grunnin góð, en það þýðir ekki að hægt sé að gera betur. Við eigum að setja markið hátt þannig að öll grunn- og lögbundin þjónusta sé til fyrirmyndar í alla staði. Það sló mig þannig verulega að heyra að 85 ára gamall maður sem býr heima þurfi að þrífa hjá sér sjálfur! Afhverju eigum við eitt glæsilegasta hjúkrunarheimili landsins en veitum ekki bestu þjónustu sem völ er á? Hér er hægt að gera betur. Í þessum málum viljum við í Framsókn fá að láta til okkar taka til að þjónustan verði enn betri og að sómi sé að.Allir við sama borð Námsárangur í skólum Garðabæjar er góður, það sýna mælingar. En aldrei er sú vísa of oft kveðin að halda þarf vel utan um það að börnum okkar líði vel. Börnum þarf að skapa það umhverfi að þau fái að þroskast sem einstaklingar og þurfi að grípa inní á einhvern hátt þarf að gera það strax og viðeigandi lausn að vera í boði. Afhverju þarf barn að bíða í 7 mánuði eftir sálfræðigreiningu? Þarna er kerfið ekki að virka rétt og hægt er gera betur.Yfirfærsla á málefnum fatlaðra Nú eru rúm þrjú ár frá yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Hér er um lögbundna þjónustu að ræða. Afhverju er aðbúnaður á heimilum fatlaðra ekki sú besta sem völ er á? Við eigum að sjá okkur sóma í því að búa vel að aðstöðu og þjónustu þessa hóps, börn sem fullorðinna. Þarna má einnig gera betur. Kjörið tækifæri er fyrir Garðabæ við gerð skipulags í Garðaholti að vanda til verka og gefa húsnæðismálum fatlaðra aukið vægi. Byggja þarf íbúðir til að mæta þjónustuþörf. Íbúðir þar sem hver einstaklingur er sjálfstæður og fær þá þjónustu sem hentar hverju sinni. Velferðarráðuneytið setti á fót verkefnisstjórn sem fékk það hlutverk að þróa leiðir til að taka upp notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) við fatlað fólk á markvissan og árangursríkan hátt. Hér er kjörið tól sem getur nýst okkur til að gera betur. Afhverju þarf fatlaður íbúi í Garðabæ að þurfa panta sér ferð á föstudegi ef hann ætlar í bíó og á sunnudegi? og er það virkilega þannig að fjölskylda fatlaðs drengs þarf að flytja barn sitt í nágrannasveitarfélag til að fá íbúð við hæfi? Ef Garðabær vill verða í fararbroddi í þjónustu við íbúa sína, ekki síst félagsþjónstu, þarf að koma upp gæðaviðmiðum með skýrum markmiðum þannig að dæmin sem hér eru nefnd þurfi ekki að heyrast framar. Ný bæjarstjórn þarf að taka þessi mál föstum tökum og hefjast handa við að þjónusta við alla íbúa Garðabæjar verði sú besta. Börnin þurfa aðhald, fatlaðir þurfa húsnæði við hæfi og eldri borgarar Garðabæjar þurfa þá þjónustu sem þau eiga skilið. Á laugardaginn gefst Garðbæingum kjörið tækifæri til að koma nýjum röddum að í bæjarstjórn, röddum sem vinna hag og þjónustu íbúa sem best. Nýttu kosningarétt þinn og merktu X við B á kjördag, fyrir alla Garðbæinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Því má halda fram að í raun séu forréttindi að fá að vera í framboði í kosningum til bæjarstjórnar. Á undanförnum vikum hef ég hitta fjöldan allan af íbúum í Garðabæ og rætt við þau um lífið í bænum. Það hefur eflt mig í þeirri baráttu að þjónustan í Garðabæ sé í grunnin góð, en það þýðir ekki að hægt sé að gera betur. Við eigum að setja markið hátt þannig að öll grunn- og lögbundin þjónusta sé til fyrirmyndar í alla staði. Það sló mig þannig verulega að heyra að 85 ára gamall maður sem býr heima þurfi að þrífa hjá sér sjálfur! Afhverju eigum við eitt glæsilegasta hjúkrunarheimili landsins en veitum ekki bestu þjónustu sem völ er á? Hér er hægt að gera betur. Í þessum málum viljum við í Framsókn fá að láta til okkar taka til að þjónustan verði enn betri og að sómi sé að.Allir við sama borð Námsárangur í skólum Garðabæjar er góður, það sýna mælingar. En aldrei er sú vísa of oft kveðin að halda þarf vel utan um það að börnum okkar líði vel. Börnum þarf að skapa það umhverfi að þau fái að þroskast sem einstaklingar og þurfi að grípa inní á einhvern hátt þarf að gera það strax og viðeigandi lausn að vera í boði. Afhverju þarf barn að bíða í 7 mánuði eftir sálfræðigreiningu? Þarna er kerfið ekki að virka rétt og hægt er gera betur.Yfirfærsla á málefnum fatlaðra Nú eru rúm þrjú ár frá yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Hér er um lögbundna þjónustu að ræða. Afhverju er aðbúnaður á heimilum fatlaðra ekki sú besta sem völ er á? Við eigum að sjá okkur sóma í því að búa vel að aðstöðu og þjónustu þessa hóps, börn sem fullorðinna. Þarna má einnig gera betur. Kjörið tækifæri er fyrir Garðabæ við gerð skipulags í Garðaholti að vanda til verka og gefa húsnæðismálum fatlaðra aukið vægi. Byggja þarf íbúðir til að mæta þjónustuþörf. Íbúðir þar sem hver einstaklingur er sjálfstæður og fær þá þjónustu sem hentar hverju sinni. Velferðarráðuneytið setti á fót verkefnisstjórn sem fékk það hlutverk að þróa leiðir til að taka upp notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) við fatlað fólk á markvissan og árangursríkan hátt. Hér er kjörið tól sem getur nýst okkur til að gera betur. Afhverju þarf fatlaður íbúi í Garðabæ að þurfa panta sér ferð á föstudegi ef hann ætlar í bíó og á sunnudegi? og er það virkilega þannig að fjölskylda fatlaðs drengs þarf að flytja barn sitt í nágrannasveitarfélag til að fá íbúð við hæfi? Ef Garðabær vill verða í fararbroddi í þjónustu við íbúa sína, ekki síst félagsþjónstu, þarf að koma upp gæðaviðmiðum með skýrum markmiðum þannig að dæmin sem hér eru nefnd þurfi ekki að heyrast framar. Ný bæjarstjórn þarf að taka þessi mál föstum tökum og hefjast handa við að þjónusta við alla íbúa Garðabæjar verði sú besta. Börnin þurfa aðhald, fatlaðir þurfa húsnæði við hæfi og eldri borgarar Garðabæjar þurfa þá þjónustu sem þau eiga skilið. Á laugardaginn gefst Garðbæingum kjörið tækifæri til að koma nýjum röddum að í bæjarstjórn, röddum sem vinna hag og þjónustu íbúa sem best. Nýttu kosningarétt þinn og merktu X við B á kjördag, fyrir alla Garðbæinga.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun