Framsóknarmenn og flugvallarvinir mælast með 5,3 prósent og Dögun 2,6. Yrði þetta niðurstaðan myndi Samfylkingin fá fimm borgarfulltrúa, Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkurinn fjóra hvor og Vinstri grænir og Píratar einn fulltrúa hvor. Aðrir flokkar ná ekki inn manni.
Könnun MMR var tekin í síðustu viku áður en oddviti framsóknarmanna lýsti því yfir að hún vilji draga til baka lóðaúthlutun til múslima.
Könnunin var framkvæmd dagana 20. til 23. maí.
