"Það þarf heilt þorp til að ala upp eitt barn“ Ásthildur Ósk og Bjargey Halla og Elísabet Rut skrifa 26. maí 2014 17:45 Velferð barna og ungmenna er mikilvægt málefni og okkur mjög hugleikið á Akranesi. Þetta málefni varðar alla því börnin eru jú framtíð bæjarins. Að skapa samfélag þar sem börnum og ungmennum líður vel, þau geti sótt skóla og haft greiðan aðgang að tómstundastarfi skiptir miklu máli. Börnin þurfa að hafa stað til að leita til og eyra sem hlustar og fá notið allrar þeirrar þjónustu og handleiðslu sem þau þurfa til að vaxa og dafna. “Það þarf heilt þorp til að ala upp eitt barn,“ er ekki orðum ofaukið, því ábyrgðin er svo sannarlega okkar allra. Sú þjónusta sem bærinn og félagasamtök innan hans bjóða upp á þarf að vera skipulögð þannig að öll börn geti notið hennar óháð fjárhag foreldra eða getu þeirra sjálfra, hvort svo sem um er að ræða talþjálfun, greiningarvinnu, viðtalsmeðferðir, iðjuþjálfun, íþróttir, tónlistarnám eða aðrar tómstundir. Sú þjónusta sem bærinn býður upp á í dag er unnin af fyrsta flokks starfsfólki en betur má ef duga skal. Ef við eigum að gera bæinn okkar aðlaðandi fyrir fjölskyldufólk sem er að leita sér að framtíðarheimili, þá þurfum við að geta boðið upp á alla þá þjónustu sem barnafólk þarf mögulega á að halda. Á Akranesi er í dag er erfitt að eiga barn sem er með einhverskonar röskun. Löng bið er eftir að komast að hjá talmeinafræðingi enda er aðeins um einn að ræða sem tekur börn til sín í þjálfun og er hann sjálfstætt starfandi. Barnalæknar koma einungis tvisvar í mánuði á heilsugæsluna, hér starfa fáir sjúkraþjálfarar og erfitt er að nálgast iðjuþjálfa til að taka barn í þjálfun til sín enda starfar enginn við beina þjálfun á Akranesi. Því fylgir mikill aukakostnaður fyrir fjölskyldur að sækja þessa þjónustu til Reykjavíkur s.s. vinnutap og ferðakostnaður. Að barn öðlist þá grunngetu að geta tjáð sig eru sjálfsögð mannréttindi þeirra og á Akraneskaupsstaður að geta státað sig af því að bjóða fjölskyldum upp á þessa þjónustu með því að hafa talmeinafræðing á sínum snærum, það vinnur einn talmeinafræðingur hjá Akraneskaupstað í dag sem fer í skóla og leikskóla í greiningarvinnu og sinnir takmarkaðri þjálfun. Í dag er gott starf unnið í leikskólum Akraness þar sem starfsmenn gera allt sem í þeirra valdi stendur til að aðstoða foreldra með að nálgast þessa þjónustu. Ég, Bjargey, er móðir drengs með málþroskaröskun, ADHD o.fl. Ég veit ekki hvernig staðan hjá honum væri í dag ef hann hefði ekki notið þeirra frábæru starfskrafta sem leikskólinn hans býður upp á. Starfsmenn leikskólans hafa ávallt verið boðnir og búnir til að aðstoða okkur foreldrana í baráttunni fyrir því að sonur okkar fái þá þjónustu sem hann þarfnast og á rétt á. Þetta er barátta sem margir foreldrar þurfa að heyja og ómetanlegt er að hafa þennan stuðning. Þegar kemur að íþróttum, tónlistarnámi eða öðrum tómstundum þurfum við að standa vörð um að öllum börnum sé gert kleift að iðka það sem þeir kjósa óháð fjárhag. Ef horft er til annarra bæjarfélaga hér á landi þá er Grindavíkurbær að vinna gott starf í þessum málum. Þar stendur öllum börnum og unglingum til boða að æfa eins margar íþróttagreinar og þau vilja innan vébanda UMFG fyrir um 22.000 kr. á ári. Við í Bjartri Framtíð viljum skoða hvort þetta sé möguleiki hér á Akranesi. Hvaða foreldri kannast ekki við að barnið geti verið óákveðið um hvað það vill æfa og langar að prófa margt s.s. tónlistarnám, íþróttir eða skátastarf? En á mörgum heimilum er ekki til fjármagn til að leyfa barni að stunda fleiri en eina tegund tómstundastarfs, hvað þá þegar horft er til barnmargra fjölskyldna. Oft þarf barnið að hætta í einu tómstundastarfi til að leggja stund á annað sem hugur þess stendur líka til því það er of kostnaðarsamt vera í hvoru tveggja. En með þessari stefnu sem að Grindavíkurbær hefur sett sér, þá er börnum gert kleift að prófa eins margar tegundir tómstundastarfs og það kýs. Setjum okkur það markmið að öll börn og ungmenni á Akranesi fái að njóta sín til fulls í leik og starfi óháð efnahag eða öðrum ytri aðstæðum. Bjartar kveðjur með von um bjarta framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Vesturland Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Velferð barna og ungmenna er mikilvægt málefni og okkur mjög hugleikið á Akranesi. Þetta málefni varðar alla því börnin eru jú framtíð bæjarins. Að skapa samfélag þar sem börnum og ungmennum líður vel, þau geti sótt skóla og haft greiðan aðgang að tómstundastarfi skiptir miklu máli. Börnin þurfa að hafa stað til að leita til og eyra sem hlustar og fá notið allrar þeirrar þjónustu og handleiðslu sem þau þurfa til að vaxa og dafna. “Það þarf heilt þorp til að ala upp eitt barn,“ er ekki orðum ofaukið, því ábyrgðin er svo sannarlega okkar allra. Sú þjónusta sem bærinn og félagasamtök innan hans bjóða upp á þarf að vera skipulögð þannig að öll börn geti notið hennar óháð fjárhag foreldra eða getu þeirra sjálfra, hvort svo sem um er að ræða talþjálfun, greiningarvinnu, viðtalsmeðferðir, iðjuþjálfun, íþróttir, tónlistarnám eða aðrar tómstundir. Sú þjónusta sem bærinn býður upp á í dag er unnin af fyrsta flokks starfsfólki en betur má ef duga skal. Ef við eigum að gera bæinn okkar aðlaðandi fyrir fjölskyldufólk sem er að leita sér að framtíðarheimili, þá þurfum við að geta boðið upp á alla þá þjónustu sem barnafólk þarf mögulega á að halda. Á Akranesi er í dag er erfitt að eiga barn sem er með einhverskonar röskun. Löng bið er eftir að komast að hjá talmeinafræðingi enda er aðeins um einn að ræða sem tekur börn til sín í þjálfun og er hann sjálfstætt starfandi. Barnalæknar koma einungis tvisvar í mánuði á heilsugæsluna, hér starfa fáir sjúkraþjálfarar og erfitt er að nálgast iðjuþjálfa til að taka barn í þjálfun til sín enda starfar enginn við beina þjálfun á Akranesi. Því fylgir mikill aukakostnaður fyrir fjölskyldur að sækja þessa þjónustu til Reykjavíkur s.s. vinnutap og ferðakostnaður. Að barn öðlist þá grunngetu að geta tjáð sig eru sjálfsögð mannréttindi þeirra og á Akraneskaupsstaður að geta státað sig af því að bjóða fjölskyldum upp á þessa þjónustu með því að hafa talmeinafræðing á sínum snærum, það vinnur einn talmeinafræðingur hjá Akraneskaupstað í dag sem fer í skóla og leikskóla í greiningarvinnu og sinnir takmarkaðri þjálfun. Í dag er gott starf unnið í leikskólum Akraness þar sem starfsmenn gera allt sem í þeirra valdi stendur til að aðstoða foreldra með að nálgast þessa þjónustu. Ég, Bjargey, er móðir drengs með málþroskaröskun, ADHD o.fl. Ég veit ekki hvernig staðan hjá honum væri í dag ef hann hefði ekki notið þeirra frábæru starfskrafta sem leikskólinn hans býður upp á. Starfsmenn leikskólans hafa ávallt verið boðnir og búnir til að aðstoða okkur foreldrana í baráttunni fyrir því að sonur okkar fái þá þjónustu sem hann þarfnast og á rétt á. Þetta er barátta sem margir foreldrar þurfa að heyja og ómetanlegt er að hafa þennan stuðning. Þegar kemur að íþróttum, tónlistarnámi eða öðrum tómstundum þurfum við að standa vörð um að öllum börnum sé gert kleift að iðka það sem þeir kjósa óháð fjárhag. Ef horft er til annarra bæjarfélaga hér á landi þá er Grindavíkurbær að vinna gott starf í þessum málum. Þar stendur öllum börnum og unglingum til boða að æfa eins margar íþróttagreinar og þau vilja innan vébanda UMFG fyrir um 22.000 kr. á ári. Við í Bjartri Framtíð viljum skoða hvort þetta sé möguleiki hér á Akranesi. Hvaða foreldri kannast ekki við að barnið geti verið óákveðið um hvað það vill æfa og langar að prófa margt s.s. tónlistarnám, íþróttir eða skátastarf? En á mörgum heimilum er ekki til fjármagn til að leyfa barni að stunda fleiri en eina tegund tómstundastarfs, hvað þá þegar horft er til barnmargra fjölskyldna. Oft þarf barnið að hætta í einu tómstundastarfi til að leggja stund á annað sem hugur þess stendur líka til því það er of kostnaðarsamt vera í hvoru tveggja. En með þessari stefnu sem að Grindavíkurbær hefur sett sér, þá er börnum gert kleift að prófa eins margar tegundir tómstundastarfs og það kýs. Setjum okkur það markmið að öll börn og ungmenni á Akranesi fái að njóta sín til fulls í leik og starfi óháð efnahag eða öðrum ytri aðstæðum. Bjartar kveðjur með von um bjarta framtíð.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun