Eflum félagsþjónustu í Garðabæ Sigríður Finnbjörnsdóttir skrifar 26. maí 2014 16:27 Síðustu vikur hefur SÁÁ staðið fyrir árlegri álfasölu sinni en í ár er markmiðið að gera samtökunum kleift að standa undir þeirri meðferðarþjónustu sem þau veita ungum fíklum og börnum áfengis- og vímuefnasjúklinga. Þeir eru fáir Íslendingarnir sem þekkja ekki til þess starfs sem SÁÁ hefur lagt til samfélagsins. Margt fólk hefur farið út af braut og þurft á aðstoð að halda. Eftir að fólk hefur lent í slíkum hremmingum er mikilvægt að nærsamfélagið taki vel á móti því. Þar kemur að hlutverki okkar sem bæjarfélags að styðja við það fólk sem er að reyna að komast á rétta braut. Velferð þeirra er velferð okkar sem bæjarfélags. Hjá núverandi meirihluta bæjarstjórnar Garðabæjar hefur gætt vissrar tilhneigingar að vísa ýmsum félagslegum málum frá bænum. Að mínu mati ber okkur skylda til að hjálpa því fólki sem hér býr og fer út af leið í lífshlaupinu. Það borgar sig á endanum að hjálpa og standa vörð um samhjálp okkar Garðbæinga með því að huga betur að velferðarmálum.Þjónusta við eldri borgaraVið sem samfélag höfum það að markmiði að gera eldra fólki kleift að lifa eðlilegu heimilislífi eins lengi og kostur er og að þeim sé tryggð þjónusta þegar hennar er þörf í samræmi við þarfir hvers og eins. Í Garðabæ eru til eldri borgarar sem þurfa á margvíslegri þjónustu að halda. Til að auðvelda þeim að sækja þjónustu viljum við að þjónustan sem fyrir er verði efld og að hún verði einnig betur samræmd. Markmiðið með þessu væri að fólk gæti leitað á einn stað eftir svörum og þjónustu sem það þarf á að halda. Einnig viljum við bjóða eldri borgurum upp á sérstök þjónustukort. Á þjónustukortinu verður ákveðin inneign sem hver og einn eldri borgari getur notað í eigin þágu til dæmis í hreingerningarþjónustu, garðhreinsun eða til að stunda tómstundir og hreyfingu. Eldri borgarar í Garðabæ hafa lagt sitt á vogarskálarnar til að byggja upp góðan bæ, þeir hafa flestir borgað lengst og mest til bæjarins. Þjónustukortið er góð leið til að sína okkar eldra fólki virðingu og þakklæti. Við hjá FÓLKINU- í bænum munum beita okkur fyrir bættri þjónustu fyrir þá Garðbæinga sem á þurfa að halda og þannig gerum við góðan bæ enn betri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Síðustu vikur hefur SÁÁ staðið fyrir árlegri álfasölu sinni en í ár er markmiðið að gera samtökunum kleift að standa undir þeirri meðferðarþjónustu sem þau veita ungum fíklum og börnum áfengis- og vímuefnasjúklinga. Þeir eru fáir Íslendingarnir sem þekkja ekki til þess starfs sem SÁÁ hefur lagt til samfélagsins. Margt fólk hefur farið út af braut og þurft á aðstoð að halda. Eftir að fólk hefur lent í slíkum hremmingum er mikilvægt að nærsamfélagið taki vel á móti því. Þar kemur að hlutverki okkar sem bæjarfélags að styðja við það fólk sem er að reyna að komast á rétta braut. Velferð þeirra er velferð okkar sem bæjarfélags. Hjá núverandi meirihluta bæjarstjórnar Garðabæjar hefur gætt vissrar tilhneigingar að vísa ýmsum félagslegum málum frá bænum. Að mínu mati ber okkur skylda til að hjálpa því fólki sem hér býr og fer út af leið í lífshlaupinu. Það borgar sig á endanum að hjálpa og standa vörð um samhjálp okkar Garðbæinga með því að huga betur að velferðarmálum.Þjónusta við eldri borgaraVið sem samfélag höfum það að markmiði að gera eldra fólki kleift að lifa eðlilegu heimilislífi eins lengi og kostur er og að þeim sé tryggð þjónusta þegar hennar er þörf í samræmi við þarfir hvers og eins. Í Garðabæ eru til eldri borgarar sem þurfa á margvíslegri þjónustu að halda. Til að auðvelda þeim að sækja þjónustu viljum við að þjónustan sem fyrir er verði efld og að hún verði einnig betur samræmd. Markmiðið með þessu væri að fólk gæti leitað á einn stað eftir svörum og þjónustu sem það þarf á að halda. Einnig viljum við bjóða eldri borgurum upp á sérstök þjónustukort. Á þjónustukortinu verður ákveðin inneign sem hver og einn eldri borgari getur notað í eigin þágu til dæmis í hreingerningarþjónustu, garðhreinsun eða til að stunda tómstundir og hreyfingu. Eldri borgarar í Garðabæ hafa lagt sitt á vogarskálarnar til að byggja upp góðan bæ, þeir hafa flestir borgað lengst og mest til bæjarins. Þjónustukortið er góð leið til að sína okkar eldra fólki virðingu og þakklæti. Við hjá FÓLKINU- í bænum munum beita okkur fyrir bættri þjónustu fyrir þá Garðbæinga sem á þurfa að halda og þannig gerum við góðan bæ enn betri.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun