Lance Stephenson, leikmaður Indiana Pacers, segist vera búinn að finna veikleika hjá LeBron James, stórstjörnu Miami Heat.
James hefur verið að rífa talsverðan kjaft við Stephenson í síðustu leikjum liðanna og er það nýtt hjá James að vera með "ruslatal" við Stephenson.
"Það var alltaf ég sem sá um ruslatalið hjá okkur. Nú er það hann sem rífur stólpakjaft og fyrir mér er þetta veikleikamerki hjá honum," sagði Stephenson.
"Ég er greinilega að gera eitthvað rétt fyrst mér tekst að pirra hann svona. Ef hann heldur svona áfram þá verð ég bara grimmari gegn honum."
Það var áberandi í þriðja leik Miami og Indiana í úrslitum Austurdeildarinnar hversu mikið þeir félagar rifust í leiknum.
"Ég er nú ekki mikið fyrir að rífa kjaft í leikjum. Ég byrja aldrei á slíku en ég get vel tekið þátt og látið í mér heyra. Að vinna er það sem skiptir öllu máli."
Veikleikamerki hjá LeBron að rífa mikinn kjaft

Mest lesið




Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn



Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn

Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði
Íslenski boltinn

Hildur fékk svakalegt glóðarauga
Fótbolti

„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti