Fótbolti

Guðbjörg sat allan tímann á bekknum í jafntefli Potsdam

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðbjörg Gunnarsdóttir lék ekki með Turbine Potsdam í dag.
Guðbjörg Gunnarsdóttir lék ekki með Turbine Potsdam í dag. Nordic Photos/Getty
Turbine Potsdam varð af mikilvægum stigum í toppbaráttu þýsku Bundesligunnar í fótbolta þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Cloppenburg í dag.

Virginia Kirchberger kom Cloppenburg yfir á 6. mínútu, en norska landsliðskonan Ada Hederberg jafnaði leikinn fjórum mínútum síðar.

Cloppenberg komst aftur yfir með marki Mandy Islacker eftir 17 mínútna leik, en Lidija Kulis jafnaði á ný fyrir Potsdam snemma í seinni hálfleik.

Guðbjörg Gunnarsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Potsdam.

Potsdam er í öðru sæti deildarinnar, einu stigi á eftir ríkjandi Þýskalandsmeisturum Wolfsburg sem unnu Essen 4-0 í dag. Frankfurt á möguleika á að komast á toppinn seinna í dag vinni liðið Hoffenheim á útivelli. Tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×