Körfubolti

Miami komið yfir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
LeBron James og Lance Stephenson eigast við í leik næturinnar.
LeBron James og Lance Stephenson eigast við í leik næturinnar. Vísir/Getty
Miami Heat tók forystuna í úrslitum Austurdeildarinnar með tólf stiga sigri, 99-87, á Indiana Pacers á heimavelli í nótt.

Indiana byrjaði leikinn betur og leiddi með sjö stigum að loknum fyrsta leikhluta, en mestur varð munurinn á liðunum 15 stig, 37-22, í fyrri hálfleik.

Meistararnir tóku við sér í seinni hálfleik, unnu þriðja leikhlutann með 11 stigum og leikinn að lokum með tólf stigum, 99-87.

LeBron James og Dwayne Wade voru sem fyrr atkvæðamestir í liði Miami. James skoraði 26 stig, tók fimm fráköst, gaf sjö stoðsendingar og stal fjórum boltum, og Wade bætti 23 stigum við. Þá skoraði gamla brýnið Ray Allen 16 stig, en hann hitti úr öllum fjórum þriggja stiga skotunum sem hann tók í leiknum.

Paul George skoraði 17 stig fyrir Indiana og Roy Hibbert 16. Bakvörðurinn Lance Stephenson skoraði tíu stig, tók 11 fráköst, gaf fimm stoðsendingar og stal þremur boltum.

Staðan í einvíginu er 2-1, Miami í vil, en liðin mætast næst á mánudaginn.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×