Erkifjendur mætast á UFC 173 Pétur Marinó Jónsson skrifar 23. maí 2014 07:30 Renan Barao fagnar sigri á Urijah Faber. Vísir/Getty Í aðalbardaga UFC 173 á laugardagskvöldið mætast þeir Renan Barao og TJ Dillashaw. Barao keppir undir merkjum Nova União á meðan Dillashaw keppir fyrir hönd Team Alpha Male. Þetta verður fimmti titilbardaginn milli liðanna og alltaf hefur Nova União haft betur. UFC 173 er stjörnum prýtt bardagakvöld en bardagarnir fara fram í Las Vegas næstkomandi laugardagskvöld. Bardagarnir verða sýndir á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2 aðfaranótt sunnudags.Dana White, forseti UFC, hefur lofsungið Renan Barao gríðarlega á undanförnum mánuðum og telur hann vera einn besta bardagamann heims, pund fyrir pund, um þessar mundir. Þeir Barao og Dillashaw æfa báðir með tveimur af stærstu bardagaliðum heims, Nova União í Brasilíu (Barao) og Team Alpha Male í Bandaríkjunum (Dillashaw). Það er kannski kaldhæðnislegt að kalla þetta stór bardagalið þar sem liðin sérhæfa sig í léttari þyngdarflokkunum. Þessi lið hafa oft barist um titlana en þetta verður fimmti titilbardaginn milli klúbbanna. Í öllum fjórum bardögunum hefur Nova União haft betur. Fyrsti titilbardaginn milli klúbbanna fór fram í WEC í apríl 2010. WEC var í eigu ZUFFA (eigendur UFC) og sameinaðist UFC árið 2010. Þar börðust þeir Urijah Faber (Team Alpha Male) og Jose Aldo (Nova União) um fjaðurvigtarbelti WEC. Aldo fór með sannfærandi sigur af hólmi eftir dómaraákvörðun. Í janúar 2012 mættust liðin á UFC 142. Þar rotaði Jose Aldo (Nova União) Chad Mendes (Team Alpha Male) með vel tímasettu hnésparki og varði fjaðurvigtartitil sinn. Mendes fær annað tækifæri á fjaðurvigtarbeltinu þegar þeir mætast á UFC 176 í ágúst. Í júlí sama ár mættust þeir Renan Barao (Nova União) og Urijah Faber (Team Alpha Male). Barao kom inn í bardagann með skömmum fyrirvara þar sem upphaflega átti Faber að berjast við Dominick Cruz um bantamvigtarbeltið. Vegna meiðsla Cruz kom Barao í hans stað og sigraði Faber örugglega eftir dómaraákvörðun. Fjórði titilbardaginn milli liðanna fór fram fyrr á þessu ári þegar Urijah Faber fékk aftur tækifæri á að berjast við Barao um bantamvigtartitilinn. Barao sigraði með tæknilegu rothöggi í fyrstu lotu en að margra mati var bardaginn stöðvaður of fljótt. Engu að síður enn eitt tap Team Alpha Male gegn Nova União þegar mest liggur undir. Margir gera ráð fyrir að Barao sigri Dillashaw en sá síðarnefndi hefur tekið gríðarlegum framförum á stuttum tíma. Þrátt fyrir þessi töp Team Alpha Male er þetta eitt fremsta bardagalið heims og því skal enginn afskrifa TJ Dillashaw á laugardaginn. Í íþrótt þar sem eitt augnablik getur breytt öllu er aldrei hægt að afskrifa hæfileikaríkan bardagamann líkt og Dillashaw. Nær Team Alpha Male loksins að sigra Nova União í titilbardaga?Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Renan Barao | 33 bardagar í röð án ósigurs Næstkomandi laugardagskvöld berst Renan Barao (32-1(1)) við TJ Dillashaw (9-2) um bantamvigtartitil UFC. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC 173 og hefst útsendingin klukkan 2 á Stöð 2 Sport. 21. maí 2014 22:15 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Í aðalbardaga UFC 173 á laugardagskvöldið mætast þeir Renan Barao og TJ Dillashaw. Barao keppir undir merkjum Nova União á meðan Dillashaw keppir fyrir hönd Team Alpha Male. Þetta verður fimmti titilbardaginn milli liðanna og alltaf hefur Nova União haft betur. UFC 173 er stjörnum prýtt bardagakvöld en bardagarnir fara fram í Las Vegas næstkomandi laugardagskvöld. Bardagarnir verða sýndir á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2 aðfaranótt sunnudags.Dana White, forseti UFC, hefur lofsungið Renan Barao gríðarlega á undanförnum mánuðum og telur hann vera einn besta bardagamann heims, pund fyrir pund, um þessar mundir. Þeir Barao og Dillashaw æfa báðir með tveimur af stærstu bardagaliðum heims, Nova União í Brasilíu (Barao) og Team Alpha Male í Bandaríkjunum (Dillashaw). Það er kannski kaldhæðnislegt að kalla þetta stór bardagalið þar sem liðin sérhæfa sig í léttari þyngdarflokkunum. Þessi lið hafa oft barist um titlana en þetta verður fimmti titilbardaginn milli klúbbanna. Í öllum fjórum bardögunum hefur Nova União haft betur. Fyrsti titilbardaginn milli klúbbanna fór fram í WEC í apríl 2010. WEC var í eigu ZUFFA (eigendur UFC) og sameinaðist UFC árið 2010. Þar börðust þeir Urijah Faber (Team Alpha Male) og Jose Aldo (Nova União) um fjaðurvigtarbelti WEC. Aldo fór með sannfærandi sigur af hólmi eftir dómaraákvörðun. Í janúar 2012 mættust liðin á UFC 142. Þar rotaði Jose Aldo (Nova União) Chad Mendes (Team Alpha Male) með vel tímasettu hnésparki og varði fjaðurvigtartitil sinn. Mendes fær annað tækifæri á fjaðurvigtarbeltinu þegar þeir mætast á UFC 176 í ágúst. Í júlí sama ár mættust þeir Renan Barao (Nova União) og Urijah Faber (Team Alpha Male). Barao kom inn í bardagann með skömmum fyrirvara þar sem upphaflega átti Faber að berjast við Dominick Cruz um bantamvigtarbeltið. Vegna meiðsla Cruz kom Barao í hans stað og sigraði Faber örugglega eftir dómaraákvörðun. Fjórði titilbardaginn milli liðanna fór fram fyrr á þessu ári þegar Urijah Faber fékk aftur tækifæri á að berjast við Barao um bantamvigtartitilinn. Barao sigraði með tæknilegu rothöggi í fyrstu lotu en að margra mati var bardaginn stöðvaður of fljótt. Engu að síður enn eitt tap Team Alpha Male gegn Nova União þegar mest liggur undir. Margir gera ráð fyrir að Barao sigri Dillashaw en sá síðarnefndi hefur tekið gríðarlegum framförum á stuttum tíma. Þrátt fyrir þessi töp Team Alpha Male er þetta eitt fremsta bardagalið heims og því skal enginn afskrifa TJ Dillashaw á laugardaginn. Í íþrótt þar sem eitt augnablik getur breytt öllu er aldrei hægt að afskrifa hæfileikaríkan bardagamann líkt og Dillashaw. Nær Team Alpha Male loksins að sigra Nova União í titilbardaga?Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Renan Barao | 33 bardagar í röð án ósigurs Næstkomandi laugardagskvöld berst Renan Barao (32-1(1)) við TJ Dillashaw (9-2) um bantamvigtartitil UFC. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC 173 og hefst útsendingin klukkan 2 á Stöð 2 Sport. 21. maí 2014 22:15 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Renan Barao | 33 bardagar í röð án ósigurs Næstkomandi laugardagskvöld berst Renan Barao (32-1(1)) við TJ Dillashaw (9-2) um bantamvigtartitil UFC. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC 173 og hefst útsendingin klukkan 2 á Stöð 2 Sport. 21. maí 2014 22:15