Framtíðin byrjar í dag Margrét Marteinsdóttir skrifar 31. maí 2014 14:06 Hvað viltu verða þegar þú verður stór? Ég vil vera hamingjusamur. Þú skilur ekki spurninguna. Jú en þú skilur ekki lífið. Svona er sagt að John Lennon hafi svarað ritgerðarspurningu í barnaskóla. Ég vil vera hamingjusamur. Stutt og laggott. Mamma hans hafði sagt honum að þess óskaði hún fyrir hann. Þá yrði allt gott. Kennarinn var ekki sáttur og sagði að hann misskildi ritgerðarspurninguna. Og þá á Lennon að hafa svarað: nei, þú skilur ekki lífið. Við viljum öll að börnin okkar séu hamingjusöm. Við komum úr ólíkum aðstæðum, höfum ólíkar skoðanir, ólíkar langanir, förum í kirkju og bráðum mosku, eða bara alls ekki í bænahús. Karl fer í kjól í ráðhúsinu og hinum megin við götuna eru karlar á leið á Oddfellow fund í kjólfötum með pípuhatta. Við erum ólík. Við eigum það hins vegar sameiginlegt að vilja að þeim sem okkur þykir vænst um hafi það gott og séu örugg. Og flestir hafa það gott á Íslandi. Meira að segja mjög gott. En það á eftir að breytast ef við bregðumst ekki rétt við þeim vanda sem steðjar að heimsbyggðinni allri. Ég er að tala um loftslagsbreytingar af manna völdum - stærsta mál samtímans og enn stærra og alvarlegra mál á næstu árum ef ekki er brugðist strax við. Þegar svört skýrsla loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna var kynnt í vetur var mörgum brugðið. Mér féllust hins vegar hendur þegar forsætisráðherra tilkynnti þjóðinni að Íslendingar gætu grætt á hamförunum. Hvernig datt manninum það í hug? Græðgi er að miklu leyti orsök vandans! Á þessum tímapunkti hefði verið eðlilegt að ráðamenn kæmu fram og hvettu hvern og einn Íslending til að gera sitt til að draga úr mengun. Mannréttindi komandi kynslóða eru í húfi. Barnanna okkar og barnabarna. Viljum við ekki geta sagt þeim að við gerðum okkar besta til að líf þeirra yrði áfram gott? Og þá er ég komin að deginum í dag. Kosningadagur 31.maí 2014. Borgarbúar geta í dag haft mikil áhrif á hvernig næstu ár verða í borginni okkar. Björt framtíð leggur mikla áherslu á mannréttindi, líkt og Besti flokkurinn hefur gert síðustu 4 ár. Mannréttindi fyrir alla, sama hvaðan þeir koma eða hvert þeir eru að fara eða hvað þeir gerðu í millitíðinni. Í skipulagsmálum er hugað að mannréttindum komandi kynslóða. Þétting byggðar skiptir þar mestu máli. Að bæta það sem fyrir er frekar en að þenja byggðina frekar í austur með tilheyrandi kostnaði og mengun. Björt framtíð vill frekar bæta nærumhverfið. Að Reykvíkingar geti í auknum mæli sótt þjónustu og vinnu nálægt heimili sínu og geti þannig valið að ganga, hjóla eða fara með strætó og fjölga þannig valkostunum. Þannig verður auðveldara fyrir borgarbúa að gera líf sitt og líf komandi kynslóða betra. Í ráðhúsinu þarf að starfa fólk sem skilur þetta, tekur þessu alvarlega og auðveldar okkur að stíga þessi skref í átt til betri framtíðar fyrir börnin okkar þannig að við getum sagt: við gerðum okkar besta, við drógum úr bílaumferð, við skipulögðum græn svæði til að rækta mat, við hjálpuðum til við að bæta lýðheilsu og við hlustuðum á borgarbúa allt kjörtímabilið, ekki bara fyrir kosningar og á meðan á þessu öllu stóð var gaman hjá okkur. X-Æ og borgin blómstraði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Hvað viltu verða þegar þú verður stór? Ég vil vera hamingjusamur. Þú skilur ekki spurninguna. Jú en þú skilur ekki lífið. Svona er sagt að John Lennon hafi svarað ritgerðarspurningu í barnaskóla. Ég vil vera hamingjusamur. Stutt og laggott. Mamma hans hafði sagt honum að þess óskaði hún fyrir hann. Þá yrði allt gott. Kennarinn var ekki sáttur og sagði að hann misskildi ritgerðarspurninguna. Og þá á Lennon að hafa svarað: nei, þú skilur ekki lífið. Við viljum öll að börnin okkar séu hamingjusöm. Við komum úr ólíkum aðstæðum, höfum ólíkar skoðanir, ólíkar langanir, förum í kirkju og bráðum mosku, eða bara alls ekki í bænahús. Karl fer í kjól í ráðhúsinu og hinum megin við götuna eru karlar á leið á Oddfellow fund í kjólfötum með pípuhatta. Við erum ólík. Við eigum það hins vegar sameiginlegt að vilja að þeim sem okkur þykir vænst um hafi það gott og séu örugg. Og flestir hafa það gott á Íslandi. Meira að segja mjög gott. En það á eftir að breytast ef við bregðumst ekki rétt við þeim vanda sem steðjar að heimsbyggðinni allri. Ég er að tala um loftslagsbreytingar af manna völdum - stærsta mál samtímans og enn stærra og alvarlegra mál á næstu árum ef ekki er brugðist strax við. Þegar svört skýrsla loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna var kynnt í vetur var mörgum brugðið. Mér féllust hins vegar hendur þegar forsætisráðherra tilkynnti þjóðinni að Íslendingar gætu grætt á hamförunum. Hvernig datt manninum það í hug? Græðgi er að miklu leyti orsök vandans! Á þessum tímapunkti hefði verið eðlilegt að ráðamenn kæmu fram og hvettu hvern og einn Íslending til að gera sitt til að draga úr mengun. Mannréttindi komandi kynslóða eru í húfi. Barnanna okkar og barnabarna. Viljum við ekki geta sagt þeim að við gerðum okkar besta til að líf þeirra yrði áfram gott? Og þá er ég komin að deginum í dag. Kosningadagur 31.maí 2014. Borgarbúar geta í dag haft mikil áhrif á hvernig næstu ár verða í borginni okkar. Björt framtíð leggur mikla áherslu á mannréttindi, líkt og Besti flokkurinn hefur gert síðustu 4 ár. Mannréttindi fyrir alla, sama hvaðan þeir koma eða hvert þeir eru að fara eða hvað þeir gerðu í millitíðinni. Í skipulagsmálum er hugað að mannréttindum komandi kynslóða. Þétting byggðar skiptir þar mestu máli. Að bæta það sem fyrir er frekar en að þenja byggðina frekar í austur með tilheyrandi kostnaði og mengun. Björt framtíð vill frekar bæta nærumhverfið. Að Reykvíkingar geti í auknum mæli sótt þjónustu og vinnu nálægt heimili sínu og geti þannig valið að ganga, hjóla eða fara með strætó og fjölga þannig valkostunum. Þannig verður auðveldara fyrir borgarbúa að gera líf sitt og líf komandi kynslóða betra. Í ráðhúsinu þarf að starfa fólk sem skilur þetta, tekur þessu alvarlega og auðveldar okkur að stíga þessi skref í átt til betri framtíðar fyrir börnin okkar þannig að við getum sagt: við gerðum okkar besta, við drógum úr bílaumferð, við skipulögðum græn svæði til að rækta mat, við hjálpuðum til við að bæta lýðheilsu og við hlustuðum á borgarbúa allt kjörtímabilið, ekki bara fyrir kosningar og á meðan á þessu öllu stóð var gaman hjá okkur. X-Æ og borgin blómstraði.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun