Framtíðin byrjar í dag Margrét Marteinsdóttir skrifar 31. maí 2014 14:06 Hvað viltu verða þegar þú verður stór? Ég vil vera hamingjusamur. Þú skilur ekki spurninguna. Jú en þú skilur ekki lífið. Svona er sagt að John Lennon hafi svarað ritgerðarspurningu í barnaskóla. Ég vil vera hamingjusamur. Stutt og laggott. Mamma hans hafði sagt honum að þess óskaði hún fyrir hann. Þá yrði allt gott. Kennarinn var ekki sáttur og sagði að hann misskildi ritgerðarspurninguna. Og þá á Lennon að hafa svarað: nei, þú skilur ekki lífið. Við viljum öll að börnin okkar séu hamingjusöm. Við komum úr ólíkum aðstæðum, höfum ólíkar skoðanir, ólíkar langanir, förum í kirkju og bráðum mosku, eða bara alls ekki í bænahús. Karl fer í kjól í ráðhúsinu og hinum megin við götuna eru karlar á leið á Oddfellow fund í kjólfötum með pípuhatta. Við erum ólík. Við eigum það hins vegar sameiginlegt að vilja að þeim sem okkur þykir vænst um hafi það gott og séu örugg. Og flestir hafa það gott á Íslandi. Meira að segja mjög gott. En það á eftir að breytast ef við bregðumst ekki rétt við þeim vanda sem steðjar að heimsbyggðinni allri. Ég er að tala um loftslagsbreytingar af manna völdum - stærsta mál samtímans og enn stærra og alvarlegra mál á næstu árum ef ekki er brugðist strax við. Þegar svört skýrsla loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna var kynnt í vetur var mörgum brugðið. Mér féllust hins vegar hendur þegar forsætisráðherra tilkynnti þjóðinni að Íslendingar gætu grætt á hamförunum. Hvernig datt manninum það í hug? Græðgi er að miklu leyti orsök vandans! Á þessum tímapunkti hefði verið eðlilegt að ráðamenn kæmu fram og hvettu hvern og einn Íslending til að gera sitt til að draga úr mengun. Mannréttindi komandi kynslóða eru í húfi. Barnanna okkar og barnabarna. Viljum við ekki geta sagt þeim að við gerðum okkar besta til að líf þeirra yrði áfram gott? Og þá er ég komin að deginum í dag. Kosningadagur 31.maí 2014. Borgarbúar geta í dag haft mikil áhrif á hvernig næstu ár verða í borginni okkar. Björt framtíð leggur mikla áherslu á mannréttindi, líkt og Besti flokkurinn hefur gert síðustu 4 ár. Mannréttindi fyrir alla, sama hvaðan þeir koma eða hvert þeir eru að fara eða hvað þeir gerðu í millitíðinni. Í skipulagsmálum er hugað að mannréttindum komandi kynslóða. Þétting byggðar skiptir þar mestu máli. Að bæta það sem fyrir er frekar en að þenja byggðina frekar í austur með tilheyrandi kostnaði og mengun. Björt framtíð vill frekar bæta nærumhverfið. Að Reykvíkingar geti í auknum mæli sótt þjónustu og vinnu nálægt heimili sínu og geti þannig valið að ganga, hjóla eða fara með strætó og fjölga þannig valkostunum. Þannig verður auðveldara fyrir borgarbúa að gera líf sitt og líf komandi kynslóða betra. Í ráðhúsinu þarf að starfa fólk sem skilur þetta, tekur þessu alvarlega og auðveldar okkur að stíga þessi skref í átt til betri framtíðar fyrir börnin okkar þannig að við getum sagt: við gerðum okkar besta, við drógum úr bílaumferð, við skipulögðum græn svæði til að rækta mat, við hjálpuðum til við að bæta lýðheilsu og við hlustuðum á borgarbúa allt kjörtímabilið, ekki bara fyrir kosningar og á meðan á þessu öllu stóð var gaman hjá okkur. X-Æ og borgin blómstraði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Hvað viltu verða þegar þú verður stór? Ég vil vera hamingjusamur. Þú skilur ekki spurninguna. Jú en þú skilur ekki lífið. Svona er sagt að John Lennon hafi svarað ritgerðarspurningu í barnaskóla. Ég vil vera hamingjusamur. Stutt og laggott. Mamma hans hafði sagt honum að þess óskaði hún fyrir hann. Þá yrði allt gott. Kennarinn var ekki sáttur og sagði að hann misskildi ritgerðarspurninguna. Og þá á Lennon að hafa svarað: nei, þú skilur ekki lífið. Við viljum öll að börnin okkar séu hamingjusöm. Við komum úr ólíkum aðstæðum, höfum ólíkar skoðanir, ólíkar langanir, förum í kirkju og bráðum mosku, eða bara alls ekki í bænahús. Karl fer í kjól í ráðhúsinu og hinum megin við götuna eru karlar á leið á Oddfellow fund í kjólfötum með pípuhatta. Við erum ólík. Við eigum það hins vegar sameiginlegt að vilja að þeim sem okkur þykir vænst um hafi það gott og séu örugg. Og flestir hafa það gott á Íslandi. Meira að segja mjög gott. En það á eftir að breytast ef við bregðumst ekki rétt við þeim vanda sem steðjar að heimsbyggðinni allri. Ég er að tala um loftslagsbreytingar af manna völdum - stærsta mál samtímans og enn stærra og alvarlegra mál á næstu árum ef ekki er brugðist strax við. Þegar svört skýrsla loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna var kynnt í vetur var mörgum brugðið. Mér féllust hins vegar hendur þegar forsætisráðherra tilkynnti þjóðinni að Íslendingar gætu grætt á hamförunum. Hvernig datt manninum það í hug? Græðgi er að miklu leyti orsök vandans! Á þessum tímapunkti hefði verið eðlilegt að ráðamenn kæmu fram og hvettu hvern og einn Íslending til að gera sitt til að draga úr mengun. Mannréttindi komandi kynslóða eru í húfi. Barnanna okkar og barnabarna. Viljum við ekki geta sagt þeim að við gerðum okkar besta til að líf þeirra yrði áfram gott? Og þá er ég komin að deginum í dag. Kosningadagur 31.maí 2014. Borgarbúar geta í dag haft mikil áhrif á hvernig næstu ár verða í borginni okkar. Björt framtíð leggur mikla áherslu á mannréttindi, líkt og Besti flokkurinn hefur gert síðustu 4 ár. Mannréttindi fyrir alla, sama hvaðan þeir koma eða hvert þeir eru að fara eða hvað þeir gerðu í millitíðinni. Í skipulagsmálum er hugað að mannréttindum komandi kynslóða. Þétting byggðar skiptir þar mestu máli. Að bæta það sem fyrir er frekar en að þenja byggðina frekar í austur með tilheyrandi kostnaði og mengun. Björt framtíð vill frekar bæta nærumhverfið. Að Reykvíkingar geti í auknum mæli sótt þjónustu og vinnu nálægt heimili sínu og geti þannig valið að ganga, hjóla eða fara með strætó og fjölga þannig valkostunum. Þannig verður auðveldara fyrir borgarbúa að gera líf sitt og líf komandi kynslóða betra. Í ráðhúsinu þarf að starfa fólk sem skilur þetta, tekur þessu alvarlega og auðveldar okkur að stíga þessi skref í átt til betri framtíðar fyrir börnin okkar þannig að við getum sagt: við gerðum okkar besta, við drógum úr bílaumferð, við skipulögðum græn svæði til að rækta mat, við hjálpuðum til við að bæta lýðheilsu og við hlustuðum á borgarbúa allt kjörtímabilið, ekki bara fyrir kosningar og á meðan á þessu öllu stóð var gaman hjá okkur. X-Æ og borgin blómstraði.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun