RS á kjörstað: „Kjördagur leggst alltaf vel í mig“ ÞORGEIR ÁSTVALDSSON OG KRISTÓFER HELGASON skrifar 31. maí 2014 11:30 Halldór greiddi atkvæði sitt í Laugardalshöllinni fyrr í dag. Vísir/Pjetur „Kjördagur leggst alltaf vel í mig,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Alveg sama hverjar niðurstöðurnar verða, þá eru svo mikil forréttindi að búa í frjálsu samfélagi þar sem við útkljáum málin reglulega með kosningum.“ Hann segir að þrátt fyrir snarpa innkomu sína í kosningabaráttuna sé ekki margt sem hann hefði viljað gera öðruvísi. „Ég held að það sé alltaf eitthvað,“ segir Halldór. „En í heildina tekið held ég að við höfum gert flestallt rétt. Við unnum með aðkomu mjög margra góða stefnu. Frjálslynda, hægrisinnaða stefnu. Það má segja að kosningarnar hefðu kannski mátt snúast meira um öll stefnumál. Kosningar vilja stundum þróast út í að snúast um eitt eða tvö mál og það hefur svolítið gerst í þessari kosningabaráttu.“ Hann kveðst ósáttur með að ýmis mál hafi ekki verið rædd nægilega í aðdraganda kosninganna. „Mér finnst vanta frá meðframbjóðendum okkar að þau hafi verið rædd nógu mikið, velt fram og til baka, hverjir eru kostir og gallar þessara hugmynda? Eins og við höfum verið að segja að það eru ekki góðar hugmyndir í húsnæðismálum hjá Samfylkingunni og Bjartri framtíð. Það eru raunar mjög vondar hugmyndir. Ég hefði viljað fá til baka meiri rökstuðning frá þeim. Svo finnst mér alveg vanta inn í þessa kosningabaráttu umræðu um málefni aldra.“ Hann segist ekki telja að veðrið í dag setji strik í reikninginn í kosningunum. „Þetta er nú ekki þannig veður held ég,“ segir hann. „Á svo ekki að lagast þegar það líður á daginn? Ég vona það að kjörsókn verði góð og við njótum bara dagsins.“Reykjavík síðdegis verður áfram á flakki um borgina í dag. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Kjördagur leggst alltaf vel í mig,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Alveg sama hverjar niðurstöðurnar verða, þá eru svo mikil forréttindi að búa í frjálsu samfélagi þar sem við útkljáum málin reglulega með kosningum.“ Hann segir að þrátt fyrir snarpa innkomu sína í kosningabaráttuna sé ekki margt sem hann hefði viljað gera öðruvísi. „Ég held að það sé alltaf eitthvað,“ segir Halldór. „En í heildina tekið held ég að við höfum gert flestallt rétt. Við unnum með aðkomu mjög margra góða stefnu. Frjálslynda, hægrisinnaða stefnu. Það má segja að kosningarnar hefðu kannski mátt snúast meira um öll stefnumál. Kosningar vilja stundum þróast út í að snúast um eitt eða tvö mál og það hefur svolítið gerst í þessari kosningabaráttu.“ Hann kveðst ósáttur með að ýmis mál hafi ekki verið rædd nægilega í aðdraganda kosninganna. „Mér finnst vanta frá meðframbjóðendum okkar að þau hafi verið rædd nógu mikið, velt fram og til baka, hverjir eru kostir og gallar þessara hugmynda? Eins og við höfum verið að segja að það eru ekki góðar hugmyndir í húsnæðismálum hjá Samfylkingunni og Bjartri framtíð. Það eru raunar mjög vondar hugmyndir. Ég hefði viljað fá til baka meiri rökstuðning frá þeim. Svo finnst mér alveg vanta inn í þessa kosningabaráttu umræðu um málefni aldra.“ Hann segist ekki telja að veðrið í dag setji strik í reikninginn í kosningunum. „Þetta er nú ekki þannig veður held ég,“ segir hann. „Á svo ekki að lagast þegar það líður á daginn? Ég vona það að kjörsókn verði góð og við njótum bara dagsins.“Reykjavík síðdegis verður áfram á flakki um borgina í dag.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira