RS á kjörstað: „Þetta er nú bara gott fótboltaveður“ Þorgeir Ástvaldsson og Kristófer Helgason skrifar 31. maí 2014 10:30 Dagur með fjölskyldu sinni á kjörstað fyrr í dag. Mynd/Kristófer Helgason „Stemningin er bara góð,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, þegar Reykjavík síðdegis náði tali af honum á kjörstað. Veðrið er ekki sem allra best framan af á kjördegi en oddvitinn hefur litlar áhyggjur af því. „Þetta er nú bara það sem við höfum í Árbænum kallað gott fótboltaveður,“ segir hann. „Þetta er bara svona léttur úði, í raun bara til að hressa mann upp.“ Hann segir kosningabaráttuna í ár hafa verið rólegri en venjulega yfir það heila. „Þegar það er sátt um svona stóru meginatriðin, þá eru oft önnur atriði sem koma upp í umræðuna. Það er ekkert óeðlilegt, þá bara tökumst við á við það.“ Hann hvetur alla sem fyrr til að taka þátt í dag og kjósa í borgarstjórnarkosningunum. „Kosningar eru mjög mikilvægt fyrirbæri og við getum verið ánægð að búa í þeim hluta heimsins sem iðkar lýðræði.“ Dagur, sem er annálaður vöfflubakari, minnir á kosningakaffi Samfylkingarinnar í Framheilinu í Safamýri og útilokar ekki að hann hendi sjálfur í eina vöfflu þar. Hann segir að lokum að þriggja ára dóttir hans sé orðin talsverð pabbastelpa eftir kosningabaráttuna en að elsta dóttir hans hafi um daginn tilkynnt honum að hún saknaði hans ekki. „Hún hefði verið að taka strætó úr sundi og séð mig átta sinnum á leiðinni heim,“ segir Dagur léttur.Reykjavík síðdegis verður áfram á flakki um borgina í dag. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi ná kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira
„Stemningin er bara góð,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, þegar Reykjavík síðdegis náði tali af honum á kjörstað. Veðrið er ekki sem allra best framan af á kjördegi en oddvitinn hefur litlar áhyggjur af því. „Þetta er nú bara það sem við höfum í Árbænum kallað gott fótboltaveður,“ segir hann. „Þetta er bara svona léttur úði, í raun bara til að hressa mann upp.“ Hann segir kosningabaráttuna í ár hafa verið rólegri en venjulega yfir það heila. „Þegar það er sátt um svona stóru meginatriðin, þá eru oft önnur atriði sem koma upp í umræðuna. Það er ekkert óeðlilegt, þá bara tökumst við á við það.“ Hann hvetur alla sem fyrr til að taka þátt í dag og kjósa í borgarstjórnarkosningunum. „Kosningar eru mjög mikilvægt fyrirbæri og við getum verið ánægð að búa í þeim hluta heimsins sem iðkar lýðræði.“ Dagur, sem er annálaður vöfflubakari, minnir á kosningakaffi Samfylkingarinnar í Framheilinu í Safamýri og útilokar ekki að hann hendi sjálfur í eina vöfflu þar. Hann segir að lokum að þriggja ára dóttir hans sé orðin talsverð pabbastelpa eftir kosningabaráttuna en að elsta dóttir hans hafi um daginn tilkynnt honum að hún saknaði hans ekki. „Hún hefði verið að taka strætó úr sundi og séð mig átta sinnum á leiðinni heim,“ segir Dagur léttur.Reykjavík síðdegis verður áfram á flakki um borgina í dag.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi ná kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira