Pólitískar getnaðarvarnir Ragnar Hansson skrifar 30. maí 2014 15:15 Það les enginn pólitíska pistla nema fólk sem pælir* í pólitík. Ekki láta það þá koma þér á óvart ef þessi pistill er vaðandi í málfræðivillum. Ég las hann líklega ekki yfir áður en ég sendi hann inn.*Pælir = Flokksbundið í hugsun. Ég hef ekki gengið Suðurpólinn eða klifið Everest, en á móti geta ekki allir sagt að þeir hafi klifið það andlega fjall að ganga upp að ókunnugri manneskju í verslunarmiðstöð og rétta henni kosningasnepil með bros á vör. Þú getur alveg eins sparað þér tíma og hvíslað í eyra hennar: „Ég veit hvar þú átt heima.“ Það myndi hafa svipuð áhrif. Já. Það þarf vissa týpu í þannig, en nú er ég sú týpa. Og það hefur komið mörgum á óvart. Ekki síst mér sjálfum. Sumir hafa jafnvel játað fyrir mér að þeir höfðu ekki hugmynd um að ég „pældi“ í stjórnmálum, því ég „talaði aldrei um þau.“ Athyglisvert. Ég pæli mjög mikið í stjórnmálum og ræði þau oft, þó ég hafi sjaldnast talað um flokka. Alveg eins tala ég oft um heimspeki, án þess þó að tala um Nietzsche eða Kirkegaard. Og stundum tala ég jafnvel um tónlist heilu tímana án þess að minnast einu orði á U2 eða Tinu Turner. Pólitík á ekki heima í boxi. Pólitík er hugmyndafræði. Pólitík er heimspeki. Og það á enginn stjórnmálaflokkur hana. Það er þó til fólk sem hefur tekið þá ákvörðun í lífinu að fylgja einum flokki eins og hann væri fótboltalið. Fullt af fólki. Þátttaka margra í stjórnmálaumræðu snýst því meira um að tína saman vopn til að verja þessar ákvarðanir en að vera opin fyrir nýjum. Þetta tekur annars frjóa umræðu og síar í gegnum pólitíska getnaðarvörn sem heftir á áhrifaríkan hátt fæðingu nýrra hugmynda. Með Besta flokknum og Bjartri framtíð smaug ég framhjá verju hins hefðbundna flokkakerfis og varð pólitískt slysabarn. Skot í myrkri. Aldrei datt mér í hug að ég myndi taka þátt í nokkru starfi tengdu stjórnmálum, en þótt ótrúlegt megi virðast þá fann ég mér heimili með öðrum óskilgetnum pólitískum bastörðum sem töluðu tungumál sem ég skildi og tóku allskonar pælingum fagnandi. Pólitík er ekki lobbíismi einhverrar einnar stefnu og hún gengur ekki út á hagsmuni neinna annarra en samfélagsins. Samfélagsins alls. Og samfélagið er ekki það svart og hvítt að stefna þess til framtíðar megi fást með vinstri eða hægri beygjum eingöngu. Í upphafi þessa pistils alhæfði ég að enginn læsi svona nema þeir sem væru fastmótaðir í sínum pælingum. Reynist það satt þá er þeim frjálst að nota pistilinn þeim til varnar. Örugglega ágætt vopn líka, þar sem alhæfingin ein og sér dæmir hann algerlega ómarktækan. En með von um að alhæfingin standist ekki þá hvet ég alla að hafa opinn og frjóann hug í kjörklefanum og að setja sitt X út fyrir boxið. Þó ekki bókstaflega, því það myndi ógilda seðilinn!Ragnar Hansson skipar 5. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík. Hér bloggar hann um atvinnuumsókn sína í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Hversu mikilvæg er mentun? Fyrirsögnin á þessari grein er spurning sem svarar sér sjálf: Já, menntun er mikilvæg - og já, ég veit hvernig "menntun“ er skrifað. En spurningin er kannski frekar: Hvernig er mikilvægið mælt? 25. apríl 2014 16:00 Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Það les enginn pólitíska pistla nema fólk sem pælir* í pólitík. Ekki láta það þá koma þér á óvart ef þessi pistill er vaðandi í málfræðivillum. Ég las hann líklega ekki yfir áður en ég sendi hann inn.*Pælir = Flokksbundið í hugsun. Ég hef ekki gengið Suðurpólinn eða klifið Everest, en á móti geta ekki allir sagt að þeir hafi klifið það andlega fjall að ganga upp að ókunnugri manneskju í verslunarmiðstöð og rétta henni kosningasnepil með bros á vör. Þú getur alveg eins sparað þér tíma og hvíslað í eyra hennar: „Ég veit hvar þú átt heima.“ Það myndi hafa svipuð áhrif. Já. Það þarf vissa týpu í þannig, en nú er ég sú týpa. Og það hefur komið mörgum á óvart. Ekki síst mér sjálfum. Sumir hafa jafnvel játað fyrir mér að þeir höfðu ekki hugmynd um að ég „pældi“ í stjórnmálum, því ég „talaði aldrei um þau.“ Athyglisvert. Ég pæli mjög mikið í stjórnmálum og ræði þau oft, þó ég hafi sjaldnast talað um flokka. Alveg eins tala ég oft um heimspeki, án þess þó að tala um Nietzsche eða Kirkegaard. Og stundum tala ég jafnvel um tónlist heilu tímana án þess að minnast einu orði á U2 eða Tinu Turner. Pólitík á ekki heima í boxi. Pólitík er hugmyndafræði. Pólitík er heimspeki. Og það á enginn stjórnmálaflokkur hana. Það er þó til fólk sem hefur tekið þá ákvörðun í lífinu að fylgja einum flokki eins og hann væri fótboltalið. Fullt af fólki. Þátttaka margra í stjórnmálaumræðu snýst því meira um að tína saman vopn til að verja þessar ákvarðanir en að vera opin fyrir nýjum. Þetta tekur annars frjóa umræðu og síar í gegnum pólitíska getnaðarvörn sem heftir á áhrifaríkan hátt fæðingu nýrra hugmynda. Með Besta flokknum og Bjartri framtíð smaug ég framhjá verju hins hefðbundna flokkakerfis og varð pólitískt slysabarn. Skot í myrkri. Aldrei datt mér í hug að ég myndi taka þátt í nokkru starfi tengdu stjórnmálum, en þótt ótrúlegt megi virðast þá fann ég mér heimili með öðrum óskilgetnum pólitískum bastörðum sem töluðu tungumál sem ég skildi og tóku allskonar pælingum fagnandi. Pólitík er ekki lobbíismi einhverrar einnar stefnu og hún gengur ekki út á hagsmuni neinna annarra en samfélagsins. Samfélagsins alls. Og samfélagið er ekki það svart og hvítt að stefna þess til framtíðar megi fást með vinstri eða hægri beygjum eingöngu. Í upphafi þessa pistils alhæfði ég að enginn læsi svona nema þeir sem væru fastmótaðir í sínum pælingum. Reynist það satt þá er þeim frjálst að nota pistilinn þeim til varnar. Örugglega ágætt vopn líka, þar sem alhæfingin ein og sér dæmir hann algerlega ómarktækan. En með von um að alhæfingin standist ekki þá hvet ég alla að hafa opinn og frjóann hug í kjörklefanum og að setja sitt X út fyrir boxið. Þó ekki bókstaflega, því það myndi ógilda seðilinn!Ragnar Hansson skipar 5. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík. Hér bloggar hann um atvinnuumsókn sína í borginni.
Hversu mikilvæg er mentun? Fyrirsögnin á þessari grein er spurning sem svarar sér sjálf: Já, menntun er mikilvæg - og já, ég veit hvernig "menntun“ er skrifað. En spurningin er kannski frekar: Hvernig er mikilvægið mælt? 25. apríl 2014 16:00
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun