Sjálfstæðiskonur senda út neyðarkall Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. maí 2014 14:35 Valhöll Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, hefur sent tölvupóst á alla félagsmenn þar sem sjálfstæðiskonur eru hvattar til að leggja sitt á vogarskálarnar í kosningabaráttunni í dag og morgun.Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum fær Sjálfstæðisflokkurinn þrjá karlmenn kjörna í Reykjavík en enga konu. Áslaug María Friðriksdóttir skipar fjórða sæti listans og eru félagsmenn uggandi yfir því að engin sjálfstæðiskona eigi lengur sæti sitt víst í borgarstjórn. „Baráttan snýst um að ná inn sjálfstæðiskonum í borgarstjórn. Staðreyndin er sú að hvert einasta atkvæði skiptir máli nú sem aldrei fyrr,“ segir í póstinum og eru sjálfstæðiskonur hvattar til að að taka höndum saman og tryggja að allir mæti á kjörstað. Er þeim boðið að nýta sér hringikerfi í Valhöll eða á kosningamiðstöðvum flokksins til að tryggja „konunum þeirra sæti í borgarstjórn.“ Póstinn sem sjálfstæðiskonur í Reykjavík fengu má sjá hér að neðan.Á morgun laugardaginn 31. maí er kosið til borgarstjórnar. Ljóst er að við þurfum nauðsynlega á hverri einustu ykkar að halda í kosningabaráttunni í dag og á morgun.Baráttan snýst um að ná inn sjálfstæðiskonum í borgarstjórn. Staðreyndin er sú að hvert einasta atkvæði skiptir máli nú sem aldrei fyrr. Látum það ekki gerast að engin sjálfstæðiskona verði í borgarstjórn í Reykjavík. Nú þarf að hringja og tala við vini og vandamenn!Öllu máli skiptir að við tökum höndum saman og hringjum í vini og vandamenn og tryggjum að fólkið okkar fari á kjörstað. Þetta er það mikilvægasta sem hver okkar getur lagt að mörkum. Hvert einasta símtal skiptir miklu máli.Tryggjum konunum okkar sæti í borgarstjórn!Hringikerfi er í Valhöll eða á kosningamiðstöðvum flokksins ef þið viljið nýta ykkur það.Allar upplýsingar er að finna á vefnum xdreykjavik.isHvöt félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, hefur sent tölvupóst á alla félagsmenn þar sem sjálfstæðiskonur eru hvattar til að leggja sitt á vogarskálarnar í kosningabaráttunni í dag og morgun.Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum fær Sjálfstæðisflokkurinn þrjá karlmenn kjörna í Reykjavík en enga konu. Áslaug María Friðriksdóttir skipar fjórða sæti listans og eru félagsmenn uggandi yfir því að engin sjálfstæðiskona eigi lengur sæti sitt víst í borgarstjórn. „Baráttan snýst um að ná inn sjálfstæðiskonum í borgarstjórn. Staðreyndin er sú að hvert einasta atkvæði skiptir máli nú sem aldrei fyrr,“ segir í póstinum og eru sjálfstæðiskonur hvattar til að að taka höndum saman og tryggja að allir mæti á kjörstað. Er þeim boðið að nýta sér hringikerfi í Valhöll eða á kosningamiðstöðvum flokksins til að tryggja „konunum þeirra sæti í borgarstjórn.“ Póstinn sem sjálfstæðiskonur í Reykjavík fengu má sjá hér að neðan.Á morgun laugardaginn 31. maí er kosið til borgarstjórnar. Ljóst er að við þurfum nauðsynlega á hverri einustu ykkar að halda í kosningabaráttunni í dag og á morgun.Baráttan snýst um að ná inn sjálfstæðiskonum í borgarstjórn. Staðreyndin er sú að hvert einasta atkvæði skiptir máli nú sem aldrei fyrr. Látum það ekki gerast að engin sjálfstæðiskona verði í borgarstjórn í Reykjavík. Nú þarf að hringja og tala við vini og vandamenn!Öllu máli skiptir að við tökum höndum saman og hringjum í vini og vandamenn og tryggjum að fólkið okkar fari á kjörstað. Þetta er það mikilvægasta sem hver okkar getur lagt að mörkum. Hvert einasta símtal skiptir miklu máli.Tryggjum konunum okkar sæti í borgarstjórn!Hringikerfi er í Valhöll eða á kosningamiðstöðvum flokksins ef þið viljið nýta ykkur það.Allar upplýsingar er að finna á vefnum xdreykjavik.isHvöt félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira