Ég er Pírati út af skólamálum Katla Hólm Vilbergs Þórhildardóttir skrifar 30. maí 2014 14:00 Samfélagið skiptir mig máli, ég elska Reykjavík. Framtíð samfélagsins er mér hugleikin og ég elska börnin í Reykjavík. Ég hef verið svo heppin að fá að vinna á frábærum starfsstað, með frábæru fólki og frábærum börnum undanfarna tvo vetur. Ég er líka svo heppin að vera móðir eins þessara frábæru barna og vegna hans og vinnu minnar hef ég átt í samstarfi við skólann sem hann gengur í. Þar hef ég frá fyrstu kynnum mætt einhverjum þeim mesta velvilja starfsfólks frá upphafi skólaferils barnsins míns. Hann er eitt af þessum börnum sem þarf og fær mikinn stuðning í skólanum og frístund. Annað slagið reynist það skólanum erfitt sökum starfsmannaleysis en aldrei nokkurn tímann hef ég fundið fyrir því að hann sé óþarfa fyrirhöfn. Það er nefnilega þannig að í skólanum vinnur fjöldinn allur af fólki, fagmenntað og minna menntað, við að mennta þessi börn. Menntun á sér ekki einungis stað inni í skólastofunni því börnin verða líka að læra að umgangast hvort annað og þau eiga misauðvelt með það. Hugsjón Skóla án aðgreiningar er nauðsynleg og falleg en raunin er sú að hún gengur ekki nógu vel. Það er ekki vegna starfsfólksins, sem vinnur hvern dag óeigingjarnt starf á skítalaunum, heldur er það kerfið. Hið ósýnilega bákn sem vofir yfir öllu starfi menntakerfisins, lítur á tölur á blaði en pælir ekkert í einstaklingnum sem býr þar að baki. Þetta kerfi hefur skólana í taumi og heldur þannig aftur af starfinu og börnunum okkar. Píratar vilja auka fjármagn í skólana, gefa kennurum og nemendum það svigrúm sem þau þarfnast í starfinu, hleypa foreldrum að ákvarðanatöku í auknu magni og hækka laun kennara svo að þau standist samanburð við OECD löndin. Kennarar þurfa frjálsar hendur, skólarnir þurfa meira fjármagn, foreldrar og nemendur eiga að fá að taka þátt í ákvörðunum, launin þurfa að hækka! Því að framtíð samfélagsins er í húfi. Þess vegna er ég Pírati. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Sjá meira
Samfélagið skiptir mig máli, ég elska Reykjavík. Framtíð samfélagsins er mér hugleikin og ég elska börnin í Reykjavík. Ég hef verið svo heppin að fá að vinna á frábærum starfsstað, með frábæru fólki og frábærum börnum undanfarna tvo vetur. Ég er líka svo heppin að vera móðir eins þessara frábæru barna og vegna hans og vinnu minnar hef ég átt í samstarfi við skólann sem hann gengur í. Þar hef ég frá fyrstu kynnum mætt einhverjum þeim mesta velvilja starfsfólks frá upphafi skólaferils barnsins míns. Hann er eitt af þessum börnum sem þarf og fær mikinn stuðning í skólanum og frístund. Annað slagið reynist það skólanum erfitt sökum starfsmannaleysis en aldrei nokkurn tímann hef ég fundið fyrir því að hann sé óþarfa fyrirhöfn. Það er nefnilega þannig að í skólanum vinnur fjöldinn allur af fólki, fagmenntað og minna menntað, við að mennta þessi börn. Menntun á sér ekki einungis stað inni í skólastofunni því börnin verða líka að læra að umgangast hvort annað og þau eiga misauðvelt með það. Hugsjón Skóla án aðgreiningar er nauðsynleg og falleg en raunin er sú að hún gengur ekki nógu vel. Það er ekki vegna starfsfólksins, sem vinnur hvern dag óeigingjarnt starf á skítalaunum, heldur er það kerfið. Hið ósýnilega bákn sem vofir yfir öllu starfi menntakerfisins, lítur á tölur á blaði en pælir ekkert í einstaklingnum sem býr þar að baki. Þetta kerfi hefur skólana í taumi og heldur þannig aftur af starfinu og börnunum okkar. Píratar vilja auka fjármagn í skólana, gefa kennurum og nemendum það svigrúm sem þau þarfnast í starfinu, hleypa foreldrum að ákvarðanatöku í auknu magni og hækka laun kennara svo að þau standist samanburð við OECD löndin. Kennarar þurfa frjálsar hendur, skólarnir þurfa meira fjármagn, foreldrar og nemendur eiga að fá að taka þátt í ákvörðunum, launin þurfa að hækka! Því að framtíð samfélagsins er í húfi. Þess vegna er ég Pírati.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar