Ég valdi Garðabæ! Björn Þorfinnsson skrifar 30. maí 2014 11:37 Fyrir rúmu ári síðan flutti ég með fjölskyldu mína í Garðabæ. Ég valdi Garðabæ vegna þess að hér taldi ég kjörinn stað til að skjóta rótum og það umhverfi sem Garðabær hefðu uppá að bjóða væri það besta sem fyrir fyndist. Hér er falleg náttúra, öflugt íþróttastarf, virk félagasamtök, góðir skólar og ábyrg fjármálastjórn. Ég hafði ekki tekið þátt í pólitísku starfi af krafti áður en lét slag standa þegar leitað var til mín um sæti á lista Framsóknar fyrir kosningarnar á laugardaginn. Ég vildi hafa áhrif og taldi að hér gæfist kjörið tækifæri til að kynnast málum bæjarins betur og leggja mitt lóð á vogaskálarnar fyrir betri Garðabæ. Hér þarf að huga að framtíðinni. Hvernig bærinn okkar mun líta út eftir 10-20 ár, hvernig er íbúamynstrið til langs tíma og hver eru sóknarfærin til að laða að nýja íbúa í bæinn. Hvar væri ákjósanlegast að byggja upp og hvernig byggð hentar best ? Garðaholtið er kjörinn staður til að mynda nýja byggð, byggð til framtíðar sem kemur til móts við þarfir allra aldurs- og samfélagshópa. Framsókn hefur það á sinni stefnuskrá að strax eftir kosningar verði farið í hönnunarsamkeppni um nýtt skipulag á Garðaholti. Þar væri kjörið að myndi rísa 3-4000 íbúa byggð. Byggingarlandið er kjörið og í eigu bæjarins. Ný byggð þarna myndi tengja bæjarhlutana saman, laða til sín nýja íbúa og gefa ungu fólki tækifæri til að kaupa sína fyrstu eign. Samgöngur virðast líka á nokkrum stöðum ganga frekar brösuglega fyrir sig. Umferðahnútar sem enginn virðist vilja leysa leynast á nokkrum stöðum. Á gatnamótum Vífilsstaðavegar og Hafnarfjarðarvegar er allt í hnút. Ég hef lesið mig til um nokkrar tillögur sem lagðar hafa verið fram um þessi gatnamót. En samt virðast sem engin lausn sé í sjónmáli. Hér þarf að setjast strax niður með Vegagerðinni finna lausn og koma síðan inn á samgönguáætlun . En ekki eru allir á bíl, æ fleiri ganga og hjóla. Stígakerfið má bæta og tengingar við úthverfin og strætósamgöngur almennt innanbæjar þarf að setja í forgang svo strætó verði raunverulegur ferðamáti innan Garðabæjar. Kæri Garðbæingur. Ég sé ekki eftir því að hafa tekið sæti á listanum. Með mér á listanum er öflugt fólk sem er fullt af eldmóði í að vinna fyrir Garðbæinga. Við óskum eftir atkvæði þínu svo rödd okkar muni heyrast næstu fjögur árin og framtíðarbærinn Garðabær verði ákjósanlegur kostur fyrir íbúana og þá sem hingað vilja koma eins og ég. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári síðan flutti ég með fjölskyldu mína í Garðabæ. Ég valdi Garðabæ vegna þess að hér taldi ég kjörinn stað til að skjóta rótum og það umhverfi sem Garðabær hefðu uppá að bjóða væri það besta sem fyrir fyndist. Hér er falleg náttúra, öflugt íþróttastarf, virk félagasamtök, góðir skólar og ábyrg fjármálastjórn. Ég hafði ekki tekið þátt í pólitísku starfi af krafti áður en lét slag standa þegar leitað var til mín um sæti á lista Framsóknar fyrir kosningarnar á laugardaginn. Ég vildi hafa áhrif og taldi að hér gæfist kjörið tækifæri til að kynnast málum bæjarins betur og leggja mitt lóð á vogaskálarnar fyrir betri Garðabæ. Hér þarf að huga að framtíðinni. Hvernig bærinn okkar mun líta út eftir 10-20 ár, hvernig er íbúamynstrið til langs tíma og hver eru sóknarfærin til að laða að nýja íbúa í bæinn. Hvar væri ákjósanlegast að byggja upp og hvernig byggð hentar best ? Garðaholtið er kjörinn staður til að mynda nýja byggð, byggð til framtíðar sem kemur til móts við þarfir allra aldurs- og samfélagshópa. Framsókn hefur það á sinni stefnuskrá að strax eftir kosningar verði farið í hönnunarsamkeppni um nýtt skipulag á Garðaholti. Þar væri kjörið að myndi rísa 3-4000 íbúa byggð. Byggingarlandið er kjörið og í eigu bæjarins. Ný byggð þarna myndi tengja bæjarhlutana saman, laða til sín nýja íbúa og gefa ungu fólki tækifæri til að kaupa sína fyrstu eign. Samgöngur virðast líka á nokkrum stöðum ganga frekar brösuglega fyrir sig. Umferðahnútar sem enginn virðist vilja leysa leynast á nokkrum stöðum. Á gatnamótum Vífilsstaðavegar og Hafnarfjarðarvegar er allt í hnút. Ég hef lesið mig til um nokkrar tillögur sem lagðar hafa verið fram um þessi gatnamót. En samt virðast sem engin lausn sé í sjónmáli. Hér þarf að setjast strax niður með Vegagerðinni finna lausn og koma síðan inn á samgönguáætlun . En ekki eru allir á bíl, æ fleiri ganga og hjóla. Stígakerfið má bæta og tengingar við úthverfin og strætósamgöngur almennt innanbæjar þarf að setja í forgang svo strætó verði raunverulegur ferðamáti innan Garðabæjar. Kæri Garðbæingur. Ég sé ekki eftir því að hafa tekið sæti á listanum. Með mér á listanum er öflugt fólk sem er fullt af eldmóði í að vinna fyrir Garðbæinga. Við óskum eftir atkvæði þínu svo rödd okkar muni heyrast næstu fjögur árin og framtíðarbærinn Garðabær verði ákjósanlegur kostur fyrir íbúana og þá sem hingað vilja koma eins og ég.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun