Ólafur Ragnar áttaði sig samstundis á möguleikum Startup Iceland Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. júní 2014 11:06 Hundruð frumkvöðla og alþjóðlegra fjárfesta frá öllum heimshornum voru saman komnir í Hörpu þegar Startup Iceland ráðstefnan var haldin í þriðja sinn. Bala Kamallakharan, stofnandi Startup Iceland, segir að stuðningur forseta Íslands hafi skipt miklu máli fyrir ráðstefnuna. Ráðstefnan hefur fest sig í sessi sem vettvangur númer eitt á Íslandi til að leiða saman íslenskt hugvit, sprota og fjárfesta. Ráðstefnan er hugarfóstur Indverjans Bala Kamallakharan, en hann hefur verið búsettur hér í mörg ár. Bala kom í Klinkið á dögunum en það má sjá hér. „Hvert ár viðist vera það stærsta en í ár fylltum við húsið mun hraðar en við bjuggumst við,“ sagði Bala í samtali við Stöð 2 í Hörpu.Forsetinn verið velgjörðarmaður Startup Iceland frá upphafi Að þessu sinni voru fjárfestar og fyrirlesarar mættir frá nær öllum heimshornum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lét sig ekki vanta frekar en fyrri daginn en hann hefur verið velgjörðarmaður Startup Iceland.Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands.„Forsetinn hefur verið velgjörðarmaður Startup Iceland frá upphafi. Hann var fyrsti einstaklingurinn sem ég hitti og ég reyndi að sannfæra hann um að þetta væri hið eina rétta að gera. Hann náði þessu á fyrstu 5 mínútunum og skildi strax hvaða möguleikar voru í þessu,“ segir Bala.Frumtak er sjóður sem fjárfestir í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum og er í eigu þriggja banka og sex lífeyrissjóða. Dr. Eggert Claessen er framkvæmdastjóri Frumtaks en fulltrúar sjóðsins mæta alltaf á Startup Iceland. Góðar hugmyndir koma alltaf „Það er afskaplega gaman að vera hérna í dag og vera vitni að því sem er að gerast hér. Þessu samtali sem er að eiga sér stað á milli sprotanna og þeirra hagsmunaaðila sem að þeim koma,“ segir Eggert. Hann segir að gróskan sé enn mest í hugbúnaðarþróun þar sem stofnkostnaður sé svo lár þótt sprotar sem framleiði harðar vörur eins og Lauf Forks og fleiri hafi náð árangri. Þess má geta að Benedikt Skúlason, stofnandi Lauf Forks, kom fyrr á þessu ári í Klinkið. „Auðvitað er miklu auðveldara og aðgangashindrunin miklu minni þegar kemur að hugbúnaðarfyrirtækjunum. Það breytir því hins vegar ekki að við erum að fá góðar hugmyndir á mörgum sviðum, hvort sem það eru gafflar fyrir hjól eða flökunartæki fyrir fisk. Góðar hugmyndir koma alltaf,“ segir Eggert. Klinkið Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Hundruð frumkvöðla og alþjóðlegra fjárfesta frá öllum heimshornum voru saman komnir í Hörpu þegar Startup Iceland ráðstefnan var haldin í þriðja sinn. Bala Kamallakharan, stofnandi Startup Iceland, segir að stuðningur forseta Íslands hafi skipt miklu máli fyrir ráðstefnuna. Ráðstefnan hefur fest sig í sessi sem vettvangur númer eitt á Íslandi til að leiða saman íslenskt hugvit, sprota og fjárfesta. Ráðstefnan er hugarfóstur Indverjans Bala Kamallakharan, en hann hefur verið búsettur hér í mörg ár. Bala kom í Klinkið á dögunum en það má sjá hér. „Hvert ár viðist vera það stærsta en í ár fylltum við húsið mun hraðar en við bjuggumst við,“ sagði Bala í samtali við Stöð 2 í Hörpu.Forsetinn verið velgjörðarmaður Startup Iceland frá upphafi Að þessu sinni voru fjárfestar og fyrirlesarar mættir frá nær öllum heimshornum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lét sig ekki vanta frekar en fyrri daginn en hann hefur verið velgjörðarmaður Startup Iceland.Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands.„Forsetinn hefur verið velgjörðarmaður Startup Iceland frá upphafi. Hann var fyrsti einstaklingurinn sem ég hitti og ég reyndi að sannfæra hann um að þetta væri hið eina rétta að gera. Hann náði þessu á fyrstu 5 mínútunum og skildi strax hvaða möguleikar voru í þessu,“ segir Bala.Frumtak er sjóður sem fjárfestir í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum og er í eigu þriggja banka og sex lífeyrissjóða. Dr. Eggert Claessen er framkvæmdastjóri Frumtaks en fulltrúar sjóðsins mæta alltaf á Startup Iceland. Góðar hugmyndir koma alltaf „Það er afskaplega gaman að vera hérna í dag og vera vitni að því sem er að gerast hér. Þessu samtali sem er að eiga sér stað á milli sprotanna og þeirra hagsmunaaðila sem að þeim koma,“ segir Eggert. Hann segir að gróskan sé enn mest í hugbúnaðarþróun þar sem stofnkostnaður sé svo lár þótt sprotar sem framleiði harðar vörur eins og Lauf Forks og fleiri hafi náð árangri. Þess má geta að Benedikt Skúlason, stofnandi Lauf Forks, kom fyrr á þessu ári í Klinkið. „Auðvitað er miklu auðveldara og aðgangashindrunin miklu minni þegar kemur að hugbúnaðarfyrirtækjunum. Það breytir því hins vegar ekki að við erum að fá góðar hugmyndir á mörgum sviðum, hvort sem það eru gafflar fyrir hjól eða flökunartæki fyrir fisk. Góðar hugmyndir koma alltaf,“ segir Eggert.
Klinkið Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira