Körfubolti

Spurs mætir Heat í úrslitum

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Duncan virðist ekki eldast
Duncan virðist ekki eldast vísir/afp
San Antonio Spurs lagði Oklahoma City Thunder 112-107 í framlengdum sjötta leik liðanna í úrslitum vesturstrandar NBA körfuboltans í nótt. Spurs vann einvígið 4-2.

Thunder vann upp tólf stiga forystu í fjórða leikhluta en liðið réð ekkert við Tim Duncan í framlengingunni.

Duncan skoraði alls 19 stig í leiknum og tók 15 fráköst. Tony Parker meiddist í fyrri hálfleik og lék ekkert eftir hlé. Það kom þó ekki að sök.

Boris Diaw fór á kostum af bekknum og skoraði 25 stig. Kawhi Leonard skoraði 17 stig og Manu Ginobili 15.

Hjá Thunder skoraði Russel Westbrook 34 stig og Kevin Durant 31. Reggie Jackson skoraði 21 stig en Thunder fékk aðeins fimm stig frá varamannabekknum, öll frá Derek Fisher sem var líklega að leika sinn síðasta leik.

Spurs mætir Heat í úrslitum annað árið í röð.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×