Miðjumaður Bandaríkjanna hefði getað orðið afreksmaður í glímu Pétur Marinó Jónsson skrifar 18. júní 2014 23:15 Kyle Beckerman valdi knattspyrnuna fram yfir glímuna. Vísir/Getty Bandaríski miðjumaðurinn Kyle Beckerman spilaði í 90 mínútur á miðjunni hjá Bandaríkjunum gegn Gana fyrr í vikunni. Þessi hárprúði leikmaður var á sínum tíma framúrskarandi glímumaður áður en knattspyrnan varð fyrir valinu. Beckerman hóf ungur að aldri að glíma og var fljótt afar farsæll. Hann hafnaði í 3. sæti á Mid Atlantic Classic mótinu en það er eitt allra sterkasta ungmenna glímumót Bandaríkjanna. Mótið er talið hafa gott forspárgildi fyrir framtíðina og telja sérfræðingar að hann hefði getað komist alla leið á Ólympíuleikana hefði hann lagt glímuna fyrir sig. Áður en hann hætti glímunni var hann einn besti glímumaður Bandaríkjanna í sínum aldursflokki. Þegar hann var 15 ára ákvað hann hins vegar að leggja glímuskóna á hilluna og einbeita sér þess í stað að knattspyrnu. Knattspyrnan átti hins vegar hug hans allan. Að sögn foreldra hans yfirgaf hann glímusalinn á sterku glímumóti áður en hann átti að keppa í undanúrslitunum. Hann var orðinn of seinn í fótboltaleik og ákvað því að gefa undanúrslitaglímuna. Eldri bróðir hans, Todd Beckerman, hélt áfram í glímunni og hlaut tvisvar „All-American“ nafnbótina í efstu deild bandarísku háskólaglímunnar (á topp 8 í sínum þyngdarflokki á landsvísu). Kyle Beckerman sér væntanlega ekki eftir þessari ákvörðun í dag en þessi 32 ára leikmaður er fastamaður í bandaríska landsliðshópnum og spilar með Real Salt Lake í MLS-deildinni.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Sjá meira
Bandaríski miðjumaðurinn Kyle Beckerman spilaði í 90 mínútur á miðjunni hjá Bandaríkjunum gegn Gana fyrr í vikunni. Þessi hárprúði leikmaður var á sínum tíma framúrskarandi glímumaður áður en knattspyrnan varð fyrir valinu. Beckerman hóf ungur að aldri að glíma og var fljótt afar farsæll. Hann hafnaði í 3. sæti á Mid Atlantic Classic mótinu en það er eitt allra sterkasta ungmenna glímumót Bandaríkjanna. Mótið er talið hafa gott forspárgildi fyrir framtíðina og telja sérfræðingar að hann hefði getað komist alla leið á Ólympíuleikana hefði hann lagt glímuna fyrir sig. Áður en hann hætti glímunni var hann einn besti glímumaður Bandaríkjanna í sínum aldursflokki. Þegar hann var 15 ára ákvað hann hins vegar að leggja glímuskóna á hilluna og einbeita sér þess í stað að knattspyrnu. Knattspyrnan átti hins vegar hug hans allan. Að sögn foreldra hans yfirgaf hann glímusalinn á sterku glímumóti áður en hann átti að keppa í undanúrslitunum. Hann var orðinn of seinn í fótboltaleik og ákvað því að gefa undanúrslitaglímuna. Eldri bróðir hans, Todd Beckerman, hélt áfram í glímunni og hlaut tvisvar „All-American“ nafnbótina í efstu deild bandarísku háskólaglímunnar (á topp 8 í sínum þyngdarflokki á landsvísu). Kyle Beckerman sér væntanlega ekki eftir þessari ákvörðun í dag en þessi 32 ára leikmaður er fastamaður í bandaríska landsliðshópnum og spilar með Real Salt Lake í MLS-deildinni.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn