Fótbolti

Zidane þjálfar Zidane hjá Real Madrid

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zinedine Zidane.
Zinedine Zidane. Vísir/Getty
Frakkinn Zinedine Zidane hefur tekið við þjálfun varaliðsins hjá Real Madrid en það var formlega tilkynnt á heimasíðu spænska félagsins í dag.

Florentino Perez, forseti Real Madrid, vildi alls ekki missa Zidane frá Real Madrid en Frakkinn hafði sett stefnuna á þjálfun.

Zinedine Zidane var aðstoðarmaður Carlo Ancelotti hjá aðalliði Real Madrid á þessu tímabili og vann einnig með forvera Ancelotti, Jose Mourinho.

Það leit út um tíma að Zidane væri að fara taka við franska liðinu Bordeaux en ekkert varð úr því eftir að fréttist að hann fengi ekki pening til að styrkja liðið.

Zidane mun taka við mjög spennandi liði en Miguel Angel Lara, blaðamaður Marca, hefur lýst þessum strákum sem næstu gullaldarkynslóð hjá félaginu.

Zidane er þar með á sömu leið og Pep Guardiola fór hjá Barcelona á sínum tíma en hann þjálfaði þá fyrst b-lið Barcelona áður en hann tók við aðalliðinu með frábærum árangri.

Zinedine Zidane, sem er 42 ára gamall, mun þarna þjálfa elsta son sinn en Enzo Zidane spilar með varaliði Real Madrid. Zidane þjálfar Zidane hjá Real Madrid á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×