Sport

Sigurbjörn gæti þurft að afhenda tengdasyninum titilinn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Getty
Titill Sigurbjörns Bárðarsonar gæti verið tekinn af honum samkvæmt Kristni Skúlasyni, formanni Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum verði úrslit mótsins frá 6. mars niðurfelld.

Þorvaldur Árni Þorvaldsson féll á lyfjaprófi eftir töltkeppni í Meistaradeildinni sem hann vann þann 6. mars síðastliðinn. Var hann dæmdur í þriggja mánaða mann sem stytt var í eins mánuð í gær.

Stjórn Meistaradeildarinnar mun hittast á morgun þar sem ákvörðun verður tekin um næsta skref í þessu máli. Verði úrslitin í mótinu 6. mars gerð ógild mun staðan í Meistaradeildinni breytast og mun Sigurbjörn þurfa að afhenda Árna Birni Pálssyni, tengdasyni sínum bikarinn.

„Þetta er hlutur sem á eftir að taka fyrir og skera á úr um. Sigurbjörn gæti þurft að afhenda Árna titilinn. Við sendum fyrirspurn á ÍSÍ með útreikningunum og hvaða lög og reglur þyrfti að fylgja eftir í svona málum. Við erum að bíða eftir niðurstöðu með það og við munum hittast og taka ákvörðun á mánudaginn,“ sagði Kristinn.

„Við erum að bíða hvað skal gera. Ekki bara varðandi einstaklingskeppnina heldur einnig liðakeppnina svo við verðum bara að bíða eftir svörum. Vonandi liggur það fyrir eftir þetta hvaða rétt við höfum og setur fordæmi til framtíðar,“ sagði Kristinn.


Tengdar fréttir

Amfetamín fannst í lífsýni knapans

Lögmaður Þorvaldar Árna Þorvaldssonar hélt því fram að ÍSÍ hefði ekki lögsögu yfir honum og krafðist frávísunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×