Brooklyn Nets og Milwaukee Bucks komust að samkomulagi í dag um að Jason Kidd fengi leyfi frá Nets til þess að taka við Milwaukee Bucks. Kidd entist aðeins eitt ár í starfi sem þjálfari Brooklyn Nets en hann tekur við starfinu af Larry Drew.
Kidd sem lagði skónna á hilluna eftir nítján ára feril í NBA-deildinni síðastliðið vor vann á ferli sínum sem leikmaður einn meistaratitil með Dallas Mavericks árið 2011. Á sínu fyrsta tímabili í þjálfun Kidd stýrði Brooklyn í sjötta sæti austurdeildarinnar en lærisveinar hans áttu enga möguleika gegn Miami Heat þegar komið var í úrslitakeppnina.
Kidd tekur við liði Bucks af Drew sem vann aðeins fimmtán leiki á nýafstöðnu tímabili en fékk nýliðann Jabari Parker til liðs við sig á dögunum. Talið er að Kidd muni ætla að byggja upp liðið í kring um Parker.
Jason Kidd tekur við Milwaukee Bucks
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti


Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti
