Aukið löglegt framboð tónlistar á netinu hefur dregið úr ólögmætri dreifingu Stefán Árni Pálsson skrifar 30. júní 2014 13:40 visir/getty Í skýrslu rýnihóps á vegum mennta- og menningarmálaráðherra um greiningu á hindrunum fyrir streymisþjónustu kemur fram að hann telur að smæð hins íslenska markaðar sé ein helsta hindrunin fyrir því að erlendar og innlendar efnisveitur bjóði upp á þjónustu sína hér á landi með formlegum hætti. Í desember 2013 skipaði mennta- og menningarmálaráðherra rýnihóp um greiningu hindrana á uppsetningu streymisþjónustu hér á landi fyrir kvikmyndir, sjónvarpsefni og tónlist. Samkvæmt skipunarbréfi var hlutverk rýnihópsins að greina þær hindranir sem kunna að vera á því að íslenskum notendum standi til boða sambærileg streymisþjónusta fyrir kvikmyndir, sjónvarpsefni og tónlist eins og notendum í öðrum norrænum ríkjum. Einnig kemur fram í skýrslunni að erlendar efnisveitur, sem hafa ekki veitt formlega aðgang að sínu efni á íslensku landssvæði, greiða enga skatta hér á landi og lúta ekki íslensku lagaumhverfi. Með tilkomu löglegra efnisveita á netinu, sem bjóða upp á einfaldari og aðgengilegri leiðir til að njóta tónlistar, kvikmynda og sjónvarpsefnis er ólöglegt niðurhal orðið síðri kostur fyrir notendur en áður. Að mati rýnihópsins eru það nokkur vonbrigði hversu lítil þróun hefur orðið á framboði á löglegum kostum fyrir notendur á stafrænu menningarefni hér á landi, einkum þó myndefni. Í skýrslunni kemur fram að 16,9% aðspurða sögðust hlusta á tónlist sem hefur verið halað niður af vefsíðu þar sem höfundur/rétthafi hefur ekki fengið greitt fyrir. Um 18,8% sögðust hlusta á tónlist í gegnum áskrift á streymisþjónustu sem greitt er fyrir. Notkun „myndefni eftir pöntun“ – þjónustunnar (VOD) hefur aukist úr 27,0% árið 2011 í 43,1% árið 2014 fyrir kvikmyndir og úr 19,2% í 42,4% fyrir sjónvarpsefni. Allt að 20.000 heimili í landinu eru með aðgang efnisveitum á borð við Netflix hér á landi. Netflix Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Í skýrslu rýnihóps á vegum mennta- og menningarmálaráðherra um greiningu á hindrunum fyrir streymisþjónustu kemur fram að hann telur að smæð hins íslenska markaðar sé ein helsta hindrunin fyrir því að erlendar og innlendar efnisveitur bjóði upp á þjónustu sína hér á landi með formlegum hætti. Í desember 2013 skipaði mennta- og menningarmálaráðherra rýnihóp um greiningu hindrana á uppsetningu streymisþjónustu hér á landi fyrir kvikmyndir, sjónvarpsefni og tónlist. Samkvæmt skipunarbréfi var hlutverk rýnihópsins að greina þær hindranir sem kunna að vera á því að íslenskum notendum standi til boða sambærileg streymisþjónusta fyrir kvikmyndir, sjónvarpsefni og tónlist eins og notendum í öðrum norrænum ríkjum. Einnig kemur fram í skýrslunni að erlendar efnisveitur, sem hafa ekki veitt formlega aðgang að sínu efni á íslensku landssvæði, greiða enga skatta hér á landi og lúta ekki íslensku lagaumhverfi. Með tilkomu löglegra efnisveita á netinu, sem bjóða upp á einfaldari og aðgengilegri leiðir til að njóta tónlistar, kvikmynda og sjónvarpsefnis er ólöglegt niðurhal orðið síðri kostur fyrir notendur en áður. Að mati rýnihópsins eru það nokkur vonbrigði hversu lítil þróun hefur orðið á framboði á löglegum kostum fyrir notendur á stafrænu menningarefni hér á landi, einkum þó myndefni. Í skýrslunni kemur fram að 16,9% aðspurða sögðust hlusta á tónlist sem hefur verið halað niður af vefsíðu þar sem höfundur/rétthafi hefur ekki fengið greitt fyrir. Um 18,8% sögðust hlusta á tónlist í gegnum áskrift á streymisþjónustu sem greitt er fyrir. Notkun „myndefni eftir pöntun“ – þjónustunnar (VOD) hefur aukist úr 27,0% árið 2011 í 43,1% árið 2014 fyrir kvikmyndir og úr 19,2% í 42,4% fyrir sjónvarpsefni. Allt að 20.000 heimili í landinu eru með aðgang efnisveitum á borð við Netflix hér á landi.
Netflix Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira