Sluppu þrátt fyrir sprengingar á neðri hæðinni Atli Ísleifsson skrifar 7. júlí 2014 13:39 Guðmundur Pálmason, framkvæmdastjóri Promennt, segist gera ráð fyrir að starfsemi fari á fullt eftir sumarfrí. Vísir/Andri Marínó „Það brann fyrir neðan okkur. Það brann fyrir aftan okkur, en við sluppum að mestu leyti,“ segir Guðmundur Pálmason, framkvæmdastjóri Promennt, sem er til húsa á annarri og þriðju hæð í Skeifunni 11b, sama húsi og Rekstrarland sem fór mjög illa í brunanum í gær. Miklar sprengingar urðu í húsnæði Rekstrarlands. „Eftir að við fengum að koma inn í húsnæðið okkar og skoða þá lítur þetta allt betur út. Við erum með margar kennslustofur og þar af eru tvær eða þrjár sem eru illa farnar. Allur miðlægur búnaður virðist hins vegar hafa sloppið. Það eru einhverjar vatnsskemmdir á gólfi og svo þurfti að rjúfa þakið hérna á þriðju hæðinni til að dæla niður. Það þarf því að skipta um gólfefni.“ Starfsemi Promennt er í algeru lágmarki yfir sumartímann en Guðmundur segist eiga von á að geta haldið starfseminni áfram um miðjan ágúst. „Við vorum að klára að meta það með tryggingafélaginu og sjáum ekkert því til fyrirstöðu að við verðum hér á fullu þegar skóli hefst í lok ágúst.“ Guðmundur segist gríðarlega þakklátur lögreglu og slökkviliði fyrir að hafa náð að bjarga framhúsinu. „Hitt stóð allt í ljósum logum. Þeir einbeittu sér því að bjarga framhúsinu og það virðist hafa tekist ótrúlega vel hjá þeim. Þeir náðu að bjarga því sem bjarga varð. Það starf ásamt utanaðkomandi þáttum eins og veðri og vindátt, gerir það að verkum að við náum að hefja fulla starfsemi á ný í haust.“ Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Tengdar fréttir Magnaðar myndir: Gífurlegt tjón er Skeifan 11 brann "Í fljótu bragði man ég ekki eftir jafn miklu flatarmáli sem hefur verið undir í svona alvarlegum eldi,“ sagði Bjarni Kjartansson. 7. júlí 2014 07:00 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira
„Það brann fyrir neðan okkur. Það brann fyrir aftan okkur, en við sluppum að mestu leyti,“ segir Guðmundur Pálmason, framkvæmdastjóri Promennt, sem er til húsa á annarri og þriðju hæð í Skeifunni 11b, sama húsi og Rekstrarland sem fór mjög illa í brunanum í gær. Miklar sprengingar urðu í húsnæði Rekstrarlands. „Eftir að við fengum að koma inn í húsnæðið okkar og skoða þá lítur þetta allt betur út. Við erum með margar kennslustofur og þar af eru tvær eða þrjár sem eru illa farnar. Allur miðlægur búnaður virðist hins vegar hafa sloppið. Það eru einhverjar vatnsskemmdir á gólfi og svo þurfti að rjúfa þakið hérna á þriðju hæðinni til að dæla niður. Það þarf því að skipta um gólfefni.“ Starfsemi Promennt er í algeru lágmarki yfir sumartímann en Guðmundur segist eiga von á að geta haldið starfseminni áfram um miðjan ágúst. „Við vorum að klára að meta það með tryggingafélaginu og sjáum ekkert því til fyrirstöðu að við verðum hér á fullu þegar skóli hefst í lok ágúst.“ Guðmundur segist gríðarlega þakklátur lögreglu og slökkviliði fyrir að hafa náð að bjarga framhúsinu. „Hitt stóð allt í ljósum logum. Þeir einbeittu sér því að bjarga framhúsinu og það virðist hafa tekist ótrúlega vel hjá þeim. Þeir náðu að bjarga því sem bjarga varð. Það starf ásamt utanaðkomandi þáttum eins og veðri og vindátt, gerir það að verkum að við náum að hefja fulla starfsemi á ný í haust.“
Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Tengdar fréttir Magnaðar myndir: Gífurlegt tjón er Skeifan 11 brann "Í fljótu bragði man ég ekki eftir jafn miklu flatarmáli sem hefur verið undir í svona alvarlegum eldi,“ sagði Bjarni Kjartansson. 7. júlí 2014 07:00 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira
Magnaðar myndir: Gífurlegt tjón er Skeifan 11 brann "Í fljótu bragði man ég ekki eftir jafn miklu flatarmáli sem hefur verið undir í svona alvarlegum eldi,“ sagði Bjarni Kjartansson. 7. júlí 2014 07:00