Baráttan um LeBron: Spilar hann með Melo og Bosh í Phoenix? Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. júlí 2014 11:30 LeBron James vill ríflega 20 milljónir dala í laun fyrir fyrsta árið hjá nýju liði. vísir/getty Baráttan um þjónustu LeBronsJames í NBA-deildinni í körfubolta heldur áfram eftir að hann varð formlega laus allra mála frá Miami Heat á þriðjudaginn. LeBron er að skoða sín mál og er tilbúinn að yfirgefa Miami finni hann rétt lið sem getur borgað honum uppsett verð og smíðað meistaralið í kringum hann. Samkvæmt heimildum ESPN hafa forráðamenn Phoenix Suns, Houston Rockets, Dallas Mavericks og Cleveland Cavaliers hitt Rich Paul, umboðsmann LeBrons, að máli í Cleveland þar sem skrifstofur hans eru.Mitch Kupchak, framkvæmdasjóri Los Angeles Lakers, flýgur svo til Cleveland í dag og ræðir við Paul, að því fram kemur í frétt ESPN.Carmelo Anthony verður líklega ekki áfram hjá New York.vísir/gettyPhoenix Suns er sagt íhuga að mæta til leiks með ofurlið á næsta ári en RobertSarver, eigandi Suns, ræddi við umboðsmann LeBrons á miðvikudaginn. Hann er sagður vilja lokka besta körfuboltamann heims til Phoenix með því að semja einnig við CarmeloAnthony og ChrisBosh. Báðir eru lausir allra mála frá sínum félögum og eru á félagaskiptamarkaðnum. Spennandi hlutir eru að gerast í Phoenix en liðið kom gríðarlega á óvart á síðustu leiktíð og var hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppnina.Mark Cuban, milljarðamæringurinn skrautlegi sem á Dallas Mavericks, hafnar því reyndar að hafa verið í Cleveland á dögunum til að ræða við Rich Paul. Hann segist hafa verið þar í tökum fyrir sjónvarpsþáttinn Shark Tank sem hann er stór hluti af.Dwayne Wade og Chris Bosh geta samið við önnur lið.vísir/gettyLeBron James ætlar ekki að hitta nein lið formlega sjálfur eins og hann gerði fyrir fjórum árum heldur mun umboðsmaður hans sjá um allt. LeBron er í fríi með fjölskyldunni og ætlar að sjá úrslitaleik HM í fótbolta í Ríó þann 13. júlí. Ekki er útilokað að LeBron verði áfram í Miami, en þar á bæ eru menn að reyna að búa til annað meistaralið í kringum hann. Það mun þó reynast Miami-mönnum erfitt því bæði Dwayne Wade og Chris Bosh eru með lausa samninga og vilja fá ríkulega borgað. Fari Bosh er líklegt að PauGasol komi frá Lakers en forráðamenn Miami hafa átt í viðræðum við hann um að koma fyrir viðráðanlegan samning. NBA Tengdar fréttir LeBron vill stærsta samning sem mögulega má bjóða honum Besti körfuboltamaður heims hættur að taka á sig launalækkun fyrir liðið. 1. júlí 2014 13:30 Forráðamenn Lakers ræddu við LeBron og Carmelo í nótt Forráðaðamenn Los Angeles Lakers höfðu samband við LeBron James, Carmelo Anthony og Pau Gasol um leið og leyfi gafst til þess að ræða við samningslausa leikmenn í nótt. 1. júlí 2014 22:30 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Sjá meira
Baráttan um þjónustu LeBronsJames í NBA-deildinni í körfubolta heldur áfram eftir að hann varð formlega laus allra mála frá Miami Heat á þriðjudaginn. LeBron er að skoða sín mál og er tilbúinn að yfirgefa Miami finni hann rétt lið sem getur borgað honum uppsett verð og smíðað meistaralið í kringum hann. Samkvæmt heimildum ESPN hafa forráðamenn Phoenix Suns, Houston Rockets, Dallas Mavericks og Cleveland Cavaliers hitt Rich Paul, umboðsmann LeBrons, að máli í Cleveland þar sem skrifstofur hans eru.Mitch Kupchak, framkvæmdasjóri Los Angeles Lakers, flýgur svo til Cleveland í dag og ræðir við Paul, að því fram kemur í frétt ESPN.Carmelo Anthony verður líklega ekki áfram hjá New York.vísir/gettyPhoenix Suns er sagt íhuga að mæta til leiks með ofurlið á næsta ári en RobertSarver, eigandi Suns, ræddi við umboðsmann LeBrons á miðvikudaginn. Hann er sagður vilja lokka besta körfuboltamann heims til Phoenix með því að semja einnig við CarmeloAnthony og ChrisBosh. Báðir eru lausir allra mála frá sínum félögum og eru á félagaskiptamarkaðnum. Spennandi hlutir eru að gerast í Phoenix en liðið kom gríðarlega á óvart á síðustu leiktíð og var hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppnina.Mark Cuban, milljarðamæringurinn skrautlegi sem á Dallas Mavericks, hafnar því reyndar að hafa verið í Cleveland á dögunum til að ræða við Rich Paul. Hann segist hafa verið þar í tökum fyrir sjónvarpsþáttinn Shark Tank sem hann er stór hluti af.Dwayne Wade og Chris Bosh geta samið við önnur lið.vísir/gettyLeBron James ætlar ekki að hitta nein lið formlega sjálfur eins og hann gerði fyrir fjórum árum heldur mun umboðsmaður hans sjá um allt. LeBron er í fríi með fjölskyldunni og ætlar að sjá úrslitaleik HM í fótbolta í Ríó þann 13. júlí. Ekki er útilokað að LeBron verði áfram í Miami, en þar á bæ eru menn að reyna að búa til annað meistaralið í kringum hann. Það mun þó reynast Miami-mönnum erfitt því bæði Dwayne Wade og Chris Bosh eru með lausa samninga og vilja fá ríkulega borgað. Fari Bosh er líklegt að PauGasol komi frá Lakers en forráðamenn Miami hafa átt í viðræðum við hann um að koma fyrir viðráðanlegan samning.
NBA Tengdar fréttir LeBron vill stærsta samning sem mögulega má bjóða honum Besti körfuboltamaður heims hættur að taka á sig launalækkun fyrir liðið. 1. júlí 2014 13:30 Forráðamenn Lakers ræddu við LeBron og Carmelo í nótt Forráðaðamenn Los Angeles Lakers höfðu samband við LeBron James, Carmelo Anthony og Pau Gasol um leið og leyfi gafst til þess að ræða við samningslausa leikmenn í nótt. 1. júlí 2014 22:30 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Sjá meira
LeBron vill stærsta samning sem mögulega má bjóða honum Besti körfuboltamaður heims hættur að taka á sig launalækkun fyrir liðið. 1. júlí 2014 13:30
Forráðamenn Lakers ræddu við LeBron og Carmelo í nótt Forráðaðamenn Los Angeles Lakers höfðu samband við LeBron James, Carmelo Anthony og Pau Gasol um leið og leyfi gafst til þess að ræða við samningslausa leikmenn í nótt. 1. júlí 2014 22:30