UFC 175: Lyoto Machida drekkur eigið þvag Pétur Marinó Jónsson skrifar 1. júlí 2014 23:30 Næstkomandi laugardagskvöld mun Lyoto Machida skora á millivigtarmeistara UFC, Chris Weidman, í aðalbardaga UFC 175. Machida er með sterkan bakgrunn í karate og drekkur eigið þvag af heilsufarsástæðum. Eftir að Machida færði sig niður úr léttþungavigt í millivigt hefur hann litið vel út og sigrað báða sína bardaga. Það er ekki þar með sagt að honum hafi vegnað illa í léttþungavigtinni en hann vann titilinn í léttþungavigtinni árið 2009. Lyoto Machida er með einstakan stíl í MMA. Hann er með afar sterkan bakgrunn í karate sem hann notar til að koma með vel tímasett gagnhögg en hann hefur verið svart belti í íþróttinni í 23 ár. Hann er einnig svart belti í brasilísku jiu-jitsu og æfði súmó glímu á sínum yngri árum sem hann segist nota til að hjálpa sér við að halda bardaganum standandi. Faðir hans er virtur karate þjálfari og minnir um margt á Mr. Miyagi úr Karate Kid myndunum. Hann er með óhefðbundnar þjálfunaraðferðir og þótt Machida æfi að mestu í Bandaríkjunum, fjarri föður sínum, eru hugmyndir hans skammt undan. Machida byrjar daginn á því að drekka eigið þvag. Þetta er eitthvað sem hann hefur frá föður sínum sem hefur stundað þetta í langan tíma. Machida byrjaði á þessu fyrir um sjö árum síðan þegar hann átti erfiðleikum með að losna við slæman hósta. Síðan Machida hóf að stunda þessa iðju hefur hann ekki enn fengið flensu og losnaði fljótt við hóstann. Machida hefur harma að hefna á laugardaginn. Einn af æfingafélögum hans og vinum, Anderson Silva, var millivigtarmeistarinn í mörg ár áður en Chris Weidman rotaði hann óvænt í fyrra og tók titilinn af honum. Machida ætlar sér að taka titilinn aftur til Brasilíu en það verður þrautinni þyngri gegn Chris Weidman. Bardagakvöldið á laugardaginn verður eitt það stærsta á árinu en fyrstu bardagar kvöldsins hefjast kl 2 (aðfaranótt sunnudags) á Stöð 2 Sport.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fleiri fréttir „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira
Næstkomandi laugardagskvöld mun Lyoto Machida skora á millivigtarmeistara UFC, Chris Weidman, í aðalbardaga UFC 175. Machida er með sterkan bakgrunn í karate og drekkur eigið þvag af heilsufarsástæðum. Eftir að Machida færði sig niður úr léttþungavigt í millivigt hefur hann litið vel út og sigrað báða sína bardaga. Það er ekki þar með sagt að honum hafi vegnað illa í léttþungavigtinni en hann vann titilinn í léttþungavigtinni árið 2009. Lyoto Machida er með einstakan stíl í MMA. Hann er með afar sterkan bakgrunn í karate sem hann notar til að koma með vel tímasett gagnhögg en hann hefur verið svart belti í íþróttinni í 23 ár. Hann er einnig svart belti í brasilísku jiu-jitsu og æfði súmó glímu á sínum yngri árum sem hann segist nota til að hjálpa sér við að halda bardaganum standandi. Faðir hans er virtur karate þjálfari og minnir um margt á Mr. Miyagi úr Karate Kid myndunum. Hann er með óhefðbundnar þjálfunaraðferðir og þótt Machida æfi að mestu í Bandaríkjunum, fjarri föður sínum, eru hugmyndir hans skammt undan. Machida byrjar daginn á því að drekka eigið þvag. Þetta er eitthvað sem hann hefur frá föður sínum sem hefur stundað þetta í langan tíma. Machida byrjaði á þessu fyrir um sjö árum síðan þegar hann átti erfiðleikum með að losna við slæman hósta. Síðan Machida hóf að stunda þessa iðju hefur hann ekki enn fengið flensu og losnaði fljótt við hóstann. Machida hefur harma að hefna á laugardaginn. Einn af æfingafélögum hans og vinum, Anderson Silva, var millivigtarmeistarinn í mörg ár áður en Chris Weidman rotaði hann óvænt í fyrra og tók titilinn af honum. Machida ætlar sér að taka titilinn aftur til Brasilíu en það verður þrautinni þyngri gegn Chris Weidman. Bardagakvöldið á laugardaginn verður eitt það stærsta á árinu en fyrstu bardagar kvöldsins hefjast kl 2 (aðfaranótt sunnudags) á Stöð 2 Sport.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fleiri fréttir „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira