UFC 175: Lyoto Machida drekkur eigið þvag Pétur Marinó Jónsson skrifar 1. júlí 2014 23:30 Næstkomandi laugardagskvöld mun Lyoto Machida skora á millivigtarmeistara UFC, Chris Weidman, í aðalbardaga UFC 175. Machida er með sterkan bakgrunn í karate og drekkur eigið þvag af heilsufarsástæðum. Eftir að Machida færði sig niður úr léttþungavigt í millivigt hefur hann litið vel út og sigrað báða sína bardaga. Það er ekki þar með sagt að honum hafi vegnað illa í léttþungavigtinni en hann vann titilinn í léttþungavigtinni árið 2009. Lyoto Machida er með einstakan stíl í MMA. Hann er með afar sterkan bakgrunn í karate sem hann notar til að koma með vel tímasett gagnhögg en hann hefur verið svart belti í íþróttinni í 23 ár. Hann er einnig svart belti í brasilísku jiu-jitsu og æfði súmó glímu á sínum yngri árum sem hann segist nota til að hjálpa sér við að halda bardaganum standandi. Faðir hans er virtur karate þjálfari og minnir um margt á Mr. Miyagi úr Karate Kid myndunum. Hann er með óhefðbundnar þjálfunaraðferðir og þótt Machida æfi að mestu í Bandaríkjunum, fjarri föður sínum, eru hugmyndir hans skammt undan. Machida byrjar daginn á því að drekka eigið þvag. Þetta er eitthvað sem hann hefur frá föður sínum sem hefur stundað þetta í langan tíma. Machida byrjaði á þessu fyrir um sjö árum síðan þegar hann átti erfiðleikum með að losna við slæman hósta. Síðan Machida hóf að stunda þessa iðju hefur hann ekki enn fengið flensu og losnaði fljótt við hóstann. Machida hefur harma að hefna á laugardaginn. Einn af æfingafélögum hans og vinum, Anderson Silva, var millivigtarmeistarinn í mörg ár áður en Chris Weidman rotaði hann óvænt í fyrra og tók titilinn af honum. Machida ætlar sér að taka titilinn aftur til Brasilíu en það verður þrautinni þyngri gegn Chris Weidman. Bardagakvöldið á laugardaginn verður eitt það stærsta á árinu en fyrstu bardagar kvöldsins hefjast kl 2 (aðfaranótt sunnudags) á Stöð 2 Sport.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Næstkomandi laugardagskvöld mun Lyoto Machida skora á millivigtarmeistara UFC, Chris Weidman, í aðalbardaga UFC 175. Machida er með sterkan bakgrunn í karate og drekkur eigið þvag af heilsufarsástæðum. Eftir að Machida færði sig niður úr léttþungavigt í millivigt hefur hann litið vel út og sigrað báða sína bardaga. Það er ekki þar með sagt að honum hafi vegnað illa í léttþungavigtinni en hann vann titilinn í léttþungavigtinni árið 2009. Lyoto Machida er með einstakan stíl í MMA. Hann er með afar sterkan bakgrunn í karate sem hann notar til að koma með vel tímasett gagnhögg en hann hefur verið svart belti í íþróttinni í 23 ár. Hann er einnig svart belti í brasilísku jiu-jitsu og æfði súmó glímu á sínum yngri árum sem hann segist nota til að hjálpa sér við að halda bardaganum standandi. Faðir hans er virtur karate þjálfari og minnir um margt á Mr. Miyagi úr Karate Kid myndunum. Hann er með óhefðbundnar þjálfunaraðferðir og þótt Machida æfi að mestu í Bandaríkjunum, fjarri föður sínum, eru hugmyndir hans skammt undan. Machida byrjar daginn á því að drekka eigið þvag. Þetta er eitthvað sem hann hefur frá föður sínum sem hefur stundað þetta í langan tíma. Machida byrjaði á þessu fyrir um sjö árum síðan þegar hann átti erfiðleikum með að losna við slæman hósta. Síðan Machida hóf að stunda þessa iðju hefur hann ekki enn fengið flensu og losnaði fljótt við hóstann. Machida hefur harma að hefna á laugardaginn. Einn af æfingafélögum hans og vinum, Anderson Silva, var millivigtarmeistarinn í mörg ár áður en Chris Weidman rotaði hann óvænt í fyrra og tók titilinn af honum. Machida ætlar sér að taka titilinn aftur til Brasilíu en það verður þrautinni þyngri gegn Chris Weidman. Bardagakvöldið á laugardaginn verður eitt það stærsta á árinu en fyrstu bardagar kvöldsins hefjast kl 2 (aðfaranótt sunnudags) á Stöð 2 Sport.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira