UFC Dublin: Áætlað að 350 milljónir manns horfi á laugardaginn Pétur Marinó Jónsson í Dublin skrifar 16. júlí 2014 18:45 Gunnar á blaðamannafundinum ásamt Conor McGregor (til hægri) og Brad Pickett (til vinstri). Vísir/Kjartan Páll Sæmundsson Blaðamannafundur UFC fyrir bardagana hér í Dublin var að ljúka þar sem allt snérist um Conor McGregor. Írinn skemmtilegi mætir Diego Brandao í síðasta bardaga kvöldsins en Gunnar Nelson og Zak Cummings eru í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Gunnar var spurður út í undirbúning sinn fyrir bardagann heima á Íslandi þar sem rúmlega 10 erlendir bardagamenn komu til landsins. „Það var gott að fá alla þessa stráka til Íslands að æfa og þetta er örugglega einn besti undirbúningur sem ég hef fengið fyrir bardaga hingað til.” Gunnar hefur mikið einbeitt sér að standandi viðureign á undanförnum tveimur árum en aðspurður fannst honum ekki skipta máli hvort bardaginn færi fram standandi eða í gólfinu á laugardaginn. Zak Cummings var spurður um Gunnar Nelson og hans feril hingað til. „Ég hef verið mikill aðdáandi Gunnars og stökk því á tækifærið þegar mér bauðst að berjast við hann. Þetta verður tækifærið mitt til að sanna að ég sé einn af þeim bestu í heiminum.” Gunnar er þekktur fyrir að sýna ekki miklar tilfinningar í bardaga og var Cummings spurður hvort það muni hafa áhrif á sig. „Þegar kemur að tilfinningum í bardaga er ég ekki svo ósvipaður Gunnari. Ég elska að keppa og vinna og það skiptir mig engu máli hvort hann sýni tilfinningar eða ekki. Hann hefur tilfinningar og ég mun sjá það í augunum á honum.” Flestar spurningar beindust að Conor McGregor og virtist andstæðingi hans, Diego Brandao, einfaldlega leiðast á blaðamannafundinum. „Ég ætla að láta þetta líta út fyrir að vera auðvelt gegn Brandao, eftir bardagann munu aðdáendur vilja sjá mig í titilbardaga, ” sagði Conor McGregor en hann var snyrtilega klæddur og með sólgleraugu á blaðamannafundinum.Garry Cook, yfirmaður UFC í Evrópu og Asíu, sagði viðburðinn á laugardaginn verða einn sá stærsti í langan tíma í Evrópu og Asíu. Hann áætlaði að um 350 milljón manns munu horfa á viðburðinn um allan heim.Gunnar Nelson mætir Zak Cummings í Dublin á laugardagskvöld. Þessi stórbardagi verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:00. Fáðu þér áskrift á www.365.is.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.Zak Cummings fyrir miðju.Kjartan Páll SæmundssonGunnar NelsonKjartan Páll SæmundssonGunnar NelsonKjartan Páll SæmundssonZak CummingsKjartan Páll SæmundssonGunnar Nelson sat fyrir svörum.Kjartan Páll SæmundssonGarry Cook stjórnaði blaðamannafundinum.Kjartan Páll Sæmundsson MMA Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Sjá meira
Blaðamannafundur UFC fyrir bardagana hér í Dublin var að ljúka þar sem allt snérist um Conor McGregor. Írinn skemmtilegi mætir Diego Brandao í síðasta bardaga kvöldsins en Gunnar Nelson og Zak Cummings eru í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Gunnar var spurður út í undirbúning sinn fyrir bardagann heima á Íslandi þar sem rúmlega 10 erlendir bardagamenn komu til landsins. „Það var gott að fá alla þessa stráka til Íslands að æfa og þetta er örugglega einn besti undirbúningur sem ég hef fengið fyrir bardaga hingað til.” Gunnar hefur mikið einbeitt sér að standandi viðureign á undanförnum tveimur árum en aðspurður fannst honum ekki skipta máli hvort bardaginn færi fram standandi eða í gólfinu á laugardaginn. Zak Cummings var spurður um Gunnar Nelson og hans feril hingað til. „Ég hef verið mikill aðdáandi Gunnars og stökk því á tækifærið þegar mér bauðst að berjast við hann. Þetta verður tækifærið mitt til að sanna að ég sé einn af þeim bestu í heiminum.” Gunnar er þekktur fyrir að sýna ekki miklar tilfinningar í bardaga og var Cummings spurður hvort það muni hafa áhrif á sig. „Þegar kemur að tilfinningum í bardaga er ég ekki svo ósvipaður Gunnari. Ég elska að keppa og vinna og það skiptir mig engu máli hvort hann sýni tilfinningar eða ekki. Hann hefur tilfinningar og ég mun sjá það í augunum á honum.” Flestar spurningar beindust að Conor McGregor og virtist andstæðingi hans, Diego Brandao, einfaldlega leiðast á blaðamannafundinum. „Ég ætla að láta þetta líta út fyrir að vera auðvelt gegn Brandao, eftir bardagann munu aðdáendur vilja sjá mig í titilbardaga, ” sagði Conor McGregor en hann var snyrtilega klæddur og með sólgleraugu á blaðamannafundinum.Garry Cook, yfirmaður UFC í Evrópu og Asíu, sagði viðburðinn á laugardaginn verða einn sá stærsti í langan tíma í Evrópu og Asíu. Hann áætlaði að um 350 milljón manns munu horfa á viðburðinn um allan heim.Gunnar Nelson mætir Zak Cummings í Dublin á laugardagskvöld. Þessi stórbardagi verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:00. Fáðu þér áskrift á www.365.is.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.Zak Cummings fyrir miðju.Kjartan Páll SæmundssonGunnar NelsonKjartan Páll SæmundssonGunnar NelsonKjartan Páll SæmundssonZak CummingsKjartan Páll SæmundssonGunnar Nelson sat fyrir svörum.Kjartan Páll SæmundssonGarry Cook stjórnaði blaðamannafundinum.Kjartan Páll Sæmundsson
MMA Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn