Justin Rose vann í Skotlandi eftir gallalausan lokahring 13. júlí 2014 18:07 Justin Rose er líklegur til afreka á Opna breska meistaramótinu. AP/Getty Englendingurinn Justin Rose sigraði á Opna skoska meistaramótinu sem fram fór á Royal Aberdeen vellinum en hann lék hringina fjóra á samtals undir 16 pari. Rose leiddi mótið fyrir lokahringinn í dag þar sem hann gerði engin mistök, fékk ekki einn einasta skolla og kom inn á 65 höggum eða sex undir pari. Hinn sænski Kristoffer Broeberg nældi sér í annað sætið en hann endaði mótið tveimur höggum á eftir Rose, á 14 höggum undir pari. Margir þekktir kylfingar tóku þátt í mótinu um helgina sem alla jafna leika ekki á Evrópumótaröðinni. Þar má helst nefna Phil Mickelson sem sigraði á þessu móti í fyrra en hann er tíður gestur á Opna skoska enda er mótið talið góður undirbúningur undir Opna breska meistaramótið sem hefst í næstu viku. Mickelson átti ágæta titilvörn og endaði að lokum jafn í 11. sæti á átta höggum undir pari. Rickie Fowler var einnig með en hann endaði á níu höggum undir pari, jafn í áttunda sæti.Rory McIloy átti sveiflukennda viku en hann endaði jafn í 14. sæti á sjö höggum undir pari en hann hefði verið í toppbaráttunni um helgina ef ekki hefði verið fyrir hræðilegan annan hring á föstudaginn þar sem hann lék á 78 höggum eða sjö yfir pari. Golf Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Englendingurinn Justin Rose sigraði á Opna skoska meistaramótinu sem fram fór á Royal Aberdeen vellinum en hann lék hringina fjóra á samtals undir 16 pari. Rose leiddi mótið fyrir lokahringinn í dag þar sem hann gerði engin mistök, fékk ekki einn einasta skolla og kom inn á 65 höggum eða sex undir pari. Hinn sænski Kristoffer Broeberg nældi sér í annað sætið en hann endaði mótið tveimur höggum á eftir Rose, á 14 höggum undir pari. Margir þekktir kylfingar tóku þátt í mótinu um helgina sem alla jafna leika ekki á Evrópumótaröðinni. Þar má helst nefna Phil Mickelson sem sigraði á þessu móti í fyrra en hann er tíður gestur á Opna skoska enda er mótið talið góður undirbúningur undir Opna breska meistaramótið sem hefst í næstu viku. Mickelson átti ágæta titilvörn og endaði að lokum jafn í 11. sæti á átta höggum undir pari. Rickie Fowler var einnig með en hann endaði á níu höggum undir pari, jafn í áttunda sæti.Rory McIloy átti sveiflukennda viku en hann endaði jafn í 14. sæti á sjö höggum undir pari en hann hefði verið í toppbaráttunni um helgina ef ekki hefði verið fyrir hræðilegan annan hring á föstudaginn þar sem hann lék á 78 höggum eða sjö yfir pari.
Golf Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira