NBA-stjarnan Carmelo Anthony staðfesti í dag að hann verður áfram í herbúðum New York Knicks, en hann hefur hlustað á tilboð frá öðrum liðum undanfarnar tvær vikur eftir að hann sagði sig undan samningi hjá Knicks.
Adrian Wojnarowski, blaðamaður Yahoo Sports í Bandaríkjunum, segir að Melo muni skrifa undir fimm ára samning við New York-liðið.
Fyrir það fær leikmaðurinn 120 milljónir dala í laun næstu fimm árin eða tæpa 14 milljarða króna. Það gerir um 2,8 milljarða króna í árslaun. New York má borga honum 129 milljónir en mögulega skilur hann svolítið eftir til að liðið geti styrkst í kringum hann.
„Fyrir nokkrum árum síðan dreymdi mig um að koma aftur til minnar heimaborgar og í febrúar 2011 varð það að veruleika. Þetta félag hefur stutt mig þannig ég vil halda áfram hér og byggja upp eitthvað hjá mínu liði í minni borg,“ sagði Carmelo á heimasíðu sinni í dag.
Carmelo Anthony verður áfram í New York
Tómas Þór Þóraðrson skrifar

Mest lesið





Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar
Enski boltinn


Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995
Íslenski boltinn

Starf Amorims öruggt
Enski boltinn

