Fótbolti

Bað stuðningsmenn Dortmund afsökunar

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Getty
Þýski miðjumaðurinn Bastian Schweinsteiger, leikmaður Bayern München, hefur opinberlega beðið stuðningsmenn Borussia Dortmund afsökunar eftir að myndband af houm syngjandi níðsöngva um liðið birtust á netinu á dögunum.

Schweinsteiger sem er í sumarfríi var í gleðskap með stuðningsmönnum Bayern en honum var réttur míkrafónn í gleðskapnum. Schweinsteiger tók þar lagið og söng móðgandi lag um Dortmund sem er einn helsti keppinautur Bayern í þýsku deildinni.

Þá eru liðsfélagar Schweinsteiger í þýska landsliðinu sumir hverjir leikmenn eða fyrrum leikmenn Dortmund.

„Ég vill biðjast afsökunar á þessu og ég mun ekki reyna að fegra þetta neitt. Þetta er söngur stuðningsmannana en ég ætlaði ekki að móðga neinn. Ég kann mjög vel við alla leikmenn Dortmund og þetta var bara óheppilegt augnablik,“ sagði Schweinsteiger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×