Hann kemur til Lakers frá Houston Rockets þar sem hann lék tvö síðustu tímabil. Lakers fékk Lin og tvo valrétti í næsta nýliðavali í staðinn fyrir réttinn á úkraínska miðherjanum Sergei Lishouk.
Lin, sem missti sæti sitt í byrjunarliði Houston til Patrick Beverley, skoraði 12,5 stig og gaf 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðustu leiktíð.
Lin, sem var fyrsti Bandaríkjamaðurinn af kínverskum uppruna til að spila í NBA-deildinni, sló í gegn tímabilið 2011-2012 þegar hann lék með New York Knicks, en hálfgert Lin-æði (Linsanity) greip þá um sig í körfuboltaheiminum.
Lin, þá lítt þekktur, stökk fram á sjónarsviðið í febrúar 2012 þegar hann leiddi Knicks til sjö sigurleikja í röð. Hann fór m.a. á kostum í leik gegn Lakers í Madison Square Garden þar sem hann skoraði 38 stig og gaf sjö stoðsendingar. Hér að neðan má sjá myndband úr þeim leik.
Lakers hefur einnig samið við framherjann Jordan Hill á nýjan leik, en hann hefur leikið með liðinu undanfarin þrjú tímabil.
.@JLin7 holds up number 17. #GoLakers pic.twitter.com/uNRvpmDf9s
— Los Angeles Lakers (@Lakers) July 24, 2014