Sport

Kolbeinn Höður og Jóhann Björn úr leik

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jóhann Björn, t.v., og Kolbeinn Höður, fyrir miðju, stóðu sig ágætlega en komust ekki áfram.
Jóhann Björn, t.v., og Kolbeinn Höður, fyrir miðju, stóðu sig ágætlega en komust ekki áfram. vísir/vilhelm
Norðlensku spretthlaupararnir Kolbeinn Höður Gunnarsson og Jóhann Björn Sigurbjörnsson eru báðir úr leik í 200 metra hlaupi karla á HM 19 ára og yngri í Eugene í Bandaríkjunum.

Kolbeinn Höður keppti í fjórða riðli og varð þriðji í sínu hlaupi. Hann var á eftir Kúbumanninum Yaniel Carrero þegar 50 metrar voru eftir, en átti góðan endasprett og tryggði sér þriðja sætið á 21,44 sekúndum.

Jóhann Björn keppti í áttunda riðli af níu og hafnaði í fimmta sæti, en hann hljóp á 21,59 sekúndum og var 1/100 á eftir Zambíumanninum BrianKasinda.

Efstu tveir í hverjum riðli komust áfram í undanúrslitin ásamt sex bestu tímunum og voru þeir ekki þar á meðal.

Íslendingar eiga tvo keppendur sem komust í úrslit. AnítaHinriksdóttir keppir í úrslitum í 800 metra hlaupi í nótt og Hilmar Örn Jónsson í sleggjukasti aðra nótt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×