Þrýstingur eykst um að friður komist á Linda Blöndal skrifar 22. júlí 2014 19:05 Mikill alþjóðlegur þrýstingur er nú á Ísraelsstjórn og Hamas um að semja frið og hefur Bandaríkjastjórn blandað sér mjög ákveðið í málið í tilraunum til að stöðva stríðið. Enn falla óbreyttir á Gaza. Amnesty krefst rannsóknar Fallnir nálgast sex hundruð og særðir eru rúmlega 3600, segja heilbrigðisyfirvöld á Gaza. Hermenn Ísraels sem hafa látið lífið í átökum við Hamas fjölgar og eru orðnir 27. Árásir Ísraelshers hafa haldið áfram úr lofti, frá sjó og á landi og Hamas heldur áfram hernaði sínum í gegnum jarðgöng og með loftskeytum. Amnesty International krefst rannsóknar af gjörðum beggja stríðsaðila og segja að margt bendi til þess að stríðsgæpir hafi verið framdir. Snemma í morgun urðu nokkrar moskur fyrir loftárás og mikið áfall varð þegar árás eyðilagði vatnsleiðslur á Gaza Leiðtogar Bandaríkjanna og Arabaríkja funda John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Ban Ki-Moon aðalritari Sameinuðu þjóðanna ræddu saman í dag til Kaíró í Egyptalandi og beindu báðir skilaboðum sínum sérstaklega til Hamas um að samþykkja vopnahlé. Nabil al-Arabi, leiðtogi Arababandalagsins gerir hið sama en hernaðararmur Hamas hafnaði tillögu Egypta í liðinni viku um slíkt þar sem það myndi innsigla algeran ósigur gagnvart Ísraelum auk þess sem Hamas hefur sett skilyrði um frelsun fanga fyrir vopnahlé. Hernaðararmur Hamas ber ekki traust til Egypta sem milliliðs til að semja um frið. Bandaríkjastjórn ákvað að veita rúmlega 5 milljörðum króna til neyðaraðstoðar á Gaza. Hún hefur einnig sent einn helsta samningamann sinn til Cairo þar sem hann mun næstu daga ræða við ráðamenn og Nabil al-Arabi, leiðtoga Arababandalagsins en Kerry ræddi við hann strax í dag. Hamas meðal verstu hryðjuverkasamtaka segir Netanyahu Ban Ki Moon fór hins vegar í dag til Ísraels til fundar við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra og ráðamenn Palestínumanna á Vesturbakkanum. Ban Ki Moon hefur sagt að nauðsynlegt sé að létta á hömlum gagnvart Gazabúum. Hann sagði að horfa þyrfti dýpra á vandann, hann bað stríðandi fylkingar að hætta að berjast og tala saman. Netanyahu líkti Hamas við verstu hryðuverkasamtök heims eins og Isis, A l-Qaida og Boko Haram. Fleiri erlend stjórnvöld voru í dag hvött til að beita sér og Palestínumenn í Berlín fóru til að mynda út á götu og hvöttu stjórnvöld landsins til að styðja þá. Á meðan var á Vesturbakkanum haldin táknræn minningarathöfn en þar er farið að örla á vaxandi spennu milli Ísraels og Palestínumanna. Gasa Mið-Austurlönd Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Fleiri fréttir Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Sjá meira
Mikill alþjóðlegur þrýstingur er nú á Ísraelsstjórn og Hamas um að semja frið og hefur Bandaríkjastjórn blandað sér mjög ákveðið í málið í tilraunum til að stöðva stríðið. Enn falla óbreyttir á Gaza. Amnesty krefst rannsóknar Fallnir nálgast sex hundruð og særðir eru rúmlega 3600, segja heilbrigðisyfirvöld á Gaza. Hermenn Ísraels sem hafa látið lífið í átökum við Hamas fjölgar og eru orðnir 27. Árásir Ísraelshers hafa haldið áfram úr lofti, frá sjó og á landi og Hamas heldur áfram hernaði sínum í gegnum jarðgöng og með loftskeytum. Amnesty International krefst rannsóknar af gjörðum beggja stríðsaðila og segja að margt bendi til þess að stríðsgæpir hafi verið framdir. Snemma í morgun urðu nokkrar moskur fyrir loftárás og mikið áfall varð þegar árás eyðilagði vatnsleiðslur á Gaza Leiðtogar Bandaríkjanna og Arabaríkja funda John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Ban Ki-Moon aðalritari Sameinuðu þjóðanna ræddu saman í dag til Kaíró í Egyptalandi og beindu báðir skilaboðum sínum sérstaklega til Hamas um að samþykkja vopnahlé. Nabil al-Arabi, leiðtogi Arababandalagsins gerir hið sama en hernaðararmur Hamas hafnaði tillögu Egypta í liðinni viku um slíkt þar sem það myndi innsigla algeran ósigur gagnvart Ísraelum auk þess sem Hamas hefur sett skilyrði um frelsun fanga fyrir vopnahlé. Hernaðararmur Hamas ber ekki traust til Egypta sem milliliðs til að semja um frið. Bandaríkjastjórn ákvað að veita rúmlega 5 milljörðum króna til neyðaraðstoðar á Gaza. Hún hefur einnig sent einn helsta samningamann sinn til Cairo þar sem hann mun næstu daga ræða við ráðamenn og Nabil al-Arabi, leiðtoga Arababandalagsins en Kerry ræddi við hann strax í dag. Hamas meðal verstu hryðjuverkasamtaka segir Netanyahu Ban Ki Moon fór hins vegar í dag til Ísraels til fundar við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra og ráðamenn Palestínumanna á Vesturbakkanum. Ban Ki Moon hefur sagt að nauðsynlegt sé að létta á hömlum gagnvart Gazabúum. Hann sagði að horfa þyrfti dýpra á vandann, hann bað stríðandi fylkingar að hætta að berjast og tala saman. Netanyahu líkti Hamas við verstu hryðuverkasamtök heims eins og Isis, A l-Qaida og Boko Haram. Fleiri erlend stjórnvöld voru í dag hvött til að beita sér og Palestínumenn í Berlín fóru til að mynda út á götu og hvöttu stjórnvöld landsins til að styðja þá. Á meðan var á Vesturbakkanum haldin táknræn minningarathöfn en þar er farið að örla á vaxandi spennu milli Ísraels og Palestínumanna.
Gasa Mið-Austurlönd Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Fleiri fréttir Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Sjá meira