Traustið til hvers annars er mesti styrkleiki Norðmanna Atli Ísleifsson skrifar 22. júlí 2014 10:20 Erna Solberg ávarpaði þjóð sína í miðborg Óslóar í morgun í tilefni af því að þrjú ár eru liðin frá ódæðisverkunum í Útey þar sem 77 létu lífið. Vísir/AFP Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hvatti alla til að taka afstöðu gegn öfgastefnu þegar hún ávarpaði þjóð sína í tilefni að því að þrjú ár eru liðin frá voðaverkunum í Útey þar sem 77 manns voru myrtir af Anders Behring Breivik. „Traustið sem við berum til hvers annars í Noregi, er okkar mesti styrkleiki.“ Forsætisráðherrann hvatti til þess að allir fái að vera aðilar að hinu norska samfélagi. „Minningarnar um 22. júlí skuldbindur okkur öll. Við verðum áfram að standa vörð um grunngildi okkar. Við eigum að berjast fyrir opnu samfélagi, umburðarlyndi og fjölbreytni og við eigum að vinna að því á hverjum degi að að verja og þróa norskt lýðræði,“ sagði Solberg í ræðu sinni í miðborg Óslóar nú fyrir stundu. Solberg sagði nauðsynlegt að Norðmenn væru áfram til staðar fyrir hvorn annan. „Við eigum að vera samborgarar. Þannig heiðrum við best þá látnu. Fyrir alla þá sem misstu ástvin er sorgin og söknuðurinn yfirþyrmandi. Fyrir þá sem lifðu af, eru minningarnar og tilfinningarnar enn sterkar. Fyrir alla þá sem hættu lífi sínu til að bjarga öðrum, getur verið erfitt að lifa áfram líkt og áður.“ Að sögn Solberg reyndi 22. júlí á alla Norðmenn. „Við brugðumst við með einingu. Við brugðust við með með því að hlúa að hvort öðru. Það er jafn mikilvægt í dag og fyrir þremur árum síðan.“ Sagði hún að ekki sé mögulegt að gera atburðinn að engu, en lagði áherslu á að landsmenn geti unnið betur að því að vera betur í stakk búin. „Við getum ekki varið okkur gegn öllum hættum. Það mikilvægasta sem við getum gert er að taka afstöðu gegn öfgastefnu og hryðjuverkum.“ Í frétt norska ríkisútvarpsins segir að Solberg hafi jafnframt þakkað Jens Stoltenberg, forvera sínum í starfi, fyrir sinn þátt og leiðsögn í kjölfar ódæðisverkanna og fyrir að „hafa vísað veginn á þessum erfiða tíma.“ Stoltenberg, sem tekur brátt við framkvæmdastjórastöðu hjá NATO, segir að burtséð frá embættum verði minningin um 22. júlí óbreytt í huga hans. „Þetta er dagur sem við tengjum við allt hið illa og hræðilega sem gerðist, en einnig þann styrk og þá samheldni sem við upplifðum eftir atburðinn. Allir lögðu sitt á vogarskálarnar.“ Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hvatti alla til að taka afstöðu gegn öfgastefnu þegar hún ávarpaði þjóð sína í tilefni að því að þrjú ár eru liðin frá voðaverkunum í Útey þar sem 77 manns voru myrtir af Anders Behring Breivik. „Traustið sem við berum til hvers annars í Noregi, er okkar mesti styrkleiki.“ Forsætisráðherrann hvatti til þess að allir fái að vera aðilar að hinu norska samfélagi. „Minningarnar um 22. júlí skuldbindur okkur öll. Við verðum áfram að standa vörð um grunngildi okkar. Við eigum að berjast fyrir opnu samfélagi, umburðarlyndi og fjölbreytni og við eigum að vinna að því á hverjum degi að að verja og þróa norskt lýðræði,“ sagði Solberg í ræðu sinni í miðborg Óslóar nú fyrir stundu. Solberg sagði nauðsynlegt að Norðmenn væru áfram til staðar fyrir hvorn annan. „Við eigum að vera samborgarar. Þannig heiðrum við best þá látnu. Fyrir alla þá sem misstu ástvin er sorgin og söknuðurinn yfirþyrmandi. Fyrir þá sem lifðu af, eru minningarnar og tilfinningarnar enn sterkar. Fyrir alla þá sem hættu lífi sínu til að bjarga öðrum, getur verið erfitt að lifa áfram líkt og áður.“ Að sögn Solberg reyndi 22. júlí á alla Norðmenn. „Við brugðumst við með einingu. Við brugðust við með með því að hlúa að hvort öðru. Það er jafn mikilvægt í dag og fyrir þremur árum síðan.“ Sagði hún að ekki sé mögulegt að gera atburðinn að engu, en lagði áherslu á að landsmenn geti unnið betur að því að vera betur í stakk búin. „Við getum ekki varið okkur gegn öllum hættum. Það mikilvægasta sem við getum gert er að taka afstöðu gegn öfgastefnu og hryðjuverkum.“ Í frétt norska ríkisútvarpsins segir að Solberg hafi jafnframt þakkað Jens Stoltenberg, forvera sínum í starfi, fyrir sinn þátt og leiðsögn í kjölfar ódæðisverkanna og fyrir að „hafa vísað veginn á þessum erfiða tíma.“ Stoltenberg, sem tekur brátt við framkvæmdastjórastöðu hjá NATO, segir að burtséð frá embættum verði minningin um 22. júlí óbreytt í huga hans. „Þetta er dagur sem við tengjum við allt hið illa og hræðilega sem gerðist, en einnig þann styrk og þá samheldni sem við upplifðum eftir atburðinn. Allir lögðu sitt á vogarskálarnar.“
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira